Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 551 anna, og í hvert skifti sem þeir fá þetta, brýst óttinn út hjá þeim að nýju. Þeir eru aldrei látnir í friði og sendiráðið hringir til þeirra, sem hafa síma. Fólkið er áður taugaveiklað. í örvæntingu flýði það að heiman og lagði út á Eystrasalt á smákænum, til að reyna að bjarga lífinu. Dög- um saman var það að hrekjast á sjónum. Það kom til Svíþjóðar eins og úlfar væri á hælum þess, og því finst stöðugt úlfarnir vera á hælum sjer. Einn af flóttamönnunum hef- ur sagt þessa sögu: — Það var einu sinni um miðja nótt árið 1940 að við vöknuðum við það að húsið var barið utan. Við áttum heima í Tallin. Við opnuðum. Úti fyrir stóðu rússneskir hermenn með alvæpni. Þeir skipuðu pabba og mömmu að koma þegar með sjer. Síðan hef jeg ekkert frjett af þeim. Jeg veit ekki hvort þau eru lifandi eða dáin. Ef til vill hafa þau verið flutt til Siberiu, ef til vill sett í þrælavinnu. Jeg veit það ekki. — En hvers vegna voru þau handtekin? — Vegna þess að þau voru efnuð. — Hvernig komust þjer til Sví- þjóðar? — Þegar þannig fór um foreldra mína, vissi jeg að mjer mundi ekki vera óhætt, þótt jeg væri aðeins skólapiltur. Þá var það að vinur minn sagði mjer að hópur manna ætlaði að reyna að komast til Sví- þjóðar. Hann sagði mjer líka hvar fólkið ætlaði að hittast á strönd- inni og þangað fór jeg á ákveðnum tíma. Báturinn var nýsmíðaður úr hráum viði og hriplak því, svo að við urðum altaf að standa í austri. í tíu daga vorum við að hrekjast á hafinu, en þá rakst sænskur toll- bátur á okkur af hendingu og flutti okkur til Sundsvall. Svo langt norður á bóginn hafði okkur hrak- ið.------- ÞESSI saga er sýnishorn af því hvað flóttafólkið hefur orðið að þola. Og enn, þótt það sje komið til Svíþjóðar, finst því á síðkvöld- um að það heyri drunur í fallbyss- um Rússa og í anda sjá þeir rúss- nesku herskarana vaða yfir, brjót- ast inn í hús með brugðnum byssu- stingjum og sópa saman fólki til að senda það í fangabúðir og þræla- vinnu. Er það þá nokkuð undar- legt, að þetta fólk, sem hefur mist alt sitt, sje orðið taugaveiklað, sí- hrætt við Rússa, og „kalda stríðið“ fái meira á það en aðra? Tanja starfar í skrifstofu vá- tryggingarfjelags. Hún býr ásamt vinkonu sinni í Riksby. Þær hafa þar litla en snotra íbúð. Fyrst eftir að hún kom, komst hún í vist, þótt hún kynni ekki orð í sænsku. Hún segir að sjer líði vel og sjer detti ekki í hug að hverfa heim aftur. — En eruð þjer þá ekki hrædd um að Rússarnir komi hingað? spvr jeg. Það er eins og skuggi falli á andlit hennar. Anna, sambýliskona hennar, starir þögul á lampann í loftinu. Að lokum segir Tanja: — Jeg skal segja yður sögu. í nótt dreymdi mig hræðilegan draum. Mig dreymdi það, að Rúss- ar höfðu tekið Svíþjóð og að þeir voru komnir hingað til þess að sækja mig. Þeír settu mig og alla landa mína í poka. Jeg vaknaði skjálfandi af hræðslu. Þannig fer fyrir okkur öllum flóttamönnun- um. Um miðjar nætur hrökkvum við upp við angistarhljóð í okkur sjálfum. Svíþjóð er of nærri Rúss- landi. Við erum ekki örugg hjer. Þess vegna reyna svo margir að flýa lengra. Það er ekki af því að okkur líki ekki vel við Svíana. Við þorum blátt áfram ekki að ílend- ast hjer.----- MARGIR flóttamenn hafa þó sest hjer að fyrir fult og alt og líður hjer vel. En við og við skýtur ótt- anum upp hjá þeim. Þeim finst nýtt óveður vera í aðsigi. Hvað gera þeir þá? Þeir ná sam- bandi við aðra, sem eins er ástatt um, og svo kemur þeim sama'n um að skjóta saman fje og kaupa skip. Menn leggja fram sinn seinasta eyri. Víðsvegar á vesturströndinni þyrpast þeir í laumi um borð í einhverja smáskútu, og í nátt- myrkri leggja þeir út á Atlantshaf. Máske komast þeir þangað, sem Rússar geta ekki náð til þeirra, máske ferst skipið.-------- Stundum er látið heita svo að þessi skip ætli að sigla til einhverr- ar hafnar í Evrópu. Enginn veit um erindi þeirra og þau hafa enga far- þega um borð. En þegar nokkuð kemur út frá ströndinni bíða þar ótal róðrarbátar og vjelbátar fullir af fólki, sem fer um borð, og treð- ur sjer þar niður þangað til engin smuga er eftir. Og þá er stefnunni breytt. Nú skal halda annaðhvort til Bandaríkjanna eða Kanada. En flóttinn tekst ekki altaf svo, að menn verði ekki varir við. Það sannast á skipinu „Victory". Og á því sannast líka með hverri of- dirfsku þetta flóttafólk leitar und- an óvinum sínum. „Victory" var gamalt og ónýtt breskt löndunar- skip og þar var í hæsta lagi rúm fyrir 50 manns. Þegar skipið lagði á stað frá Gautaborg voru 400 flótta menn á því. Og þó hafði þetta skip verið dæmt ósjófært. En svo voru flóttamennirnir ákafir í að flýja lengra, að þeir hikuðu ekki við að ganga á þetta skip. Þetta var máske eina tækifærið, sem þeim bauðst til að flýja, áður en vetrarstormarnir byrjuðu. Þrengslin um borð voru hræðileg, og allur aðbúnaður eftir því. Samt sem áður var eins og þungu fargi væri ljett af öllum þegar skipið stefndi út í Kattegat og sænska ströndin hvarf sýn- um....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.