Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1949, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 553 r mw . HITLER HAUSTKVÖLD Sól er hnígin hafs að bárum svölum, hæðst á tindum brennur kvöldsins skraut. Rökkurálfar djúpum niðri í dölum dökkum fingrum strjúka hverja laut. Heim í náttstað fuglar allir færast, fegnir því, að hvíla þreyttan væng, í aftangolu blómin smáu bærast, bleikar krónur hneigja að vetrarsæng. Máninn yfir austurfjöllin flýtur, fölleitur, í tígulegri ró, skin hans gegnum húmið braut sjer brýtur, birtu daufri lýsir fold og sjó. Himinn dökknar hægt í sorta nætur, hljóðnar allt, en kyrrðin tekur völd. Sjerhvert strá á grundu dalsins grætur gripið ótta, er fellur hjelan köld. Stjörnur brosa blítt til jarðar niður, bjartir geislar stafa þeim af hvarm, yfir öllu hvílir helgur friður, haustið vefst að náttúrunnar barm. Sólu fegri norðurljósin ljóma leiptursnögg, um geiminn, fjær og nær, þögul vitna um háa helgidóma, hulinn mátt, sem enginn skynjað fær. Fagra haust, sem fold í nálín klæðir, fegurð þín er tignarleg og glæst. Er kvöld þín lognblíð hjúpa grund og græðir kemst Guði sjálfum hugur mannsins næst. Einar Friðriksson. landi þar sem jeg er fæddur. Þeir eru kallaðir vínþrúgur. Það er hægt að gera vín úr þeim. LEIFUR: Einmitt það, þetta eru þá vínþrúgur. Jeg hefi oft héyrt getið um vínþrúgur, en jeg hefi aldrei sjeð þær áður. Jeg hefi drukkið vín. Það er mjög góður drykkur. TYRKER: Herra, ef við getum náð í. meira af þeim, þá skal jeg búa til vín handa þjer eins og við gerum heima. LEIFUR: Þá skulum við kalla þetta góða nýa land Vínland, Vín- land hið góða. TYRKER (snýr sjer við og hróp- ar til skipverja): Hlustið á allir saman. Höfðinginn segir að við eig- um að kalla þetta góða nýa land Vínland, Vínland hið góða. . GERIR VART VIÐ SIG í TÍMARITINU „Neues Europa“ sem gefið er út í Stuttgart, segir nýlega að Hitler sálugi hafi komið fram á miðilsfundi hinn 6. júlí í sumar. Á hann þá að hafa sagt: „Orðrómurinn um það, að jeg sje á lífi í Suður-Ameríku, er alrang- ur. Jeg gekk sjálfviljugur í dauð- ann 30. apríl 1945.“ Ýmislegt fleira hefur blaðið eftir honum, meðal annars þetta: „Þar sem jeg nú er lít jeg alt öðru vísi á málin.en jeg gerði í lif- anda lífi. Meðan jeg var á lífi vildu menn aldrei segja mjer sannleik- ann og jeg vildi heldur ekki heyra hann. Nú grátbæni jeg yður um að vinna saman í friði og eindrægni, °g byggja upp það sem hrundi í rústir að minni tilstuðlan. Jeg rjeði ekki við mig fyrir valdaþorsta. — Þjer verðið að vinna bug á nasism- anum og hernaðarandanum. Og þjer getið kallað á mig til hjálpar hvenær sem yður sýnist —“. Annað þýskt blað „Die okkulte Welt“ segir að þetta sje mesta vit- leysa. Það segir frá því að vintr Hitlers hafi haft fjarsamband við hann og þá hafi hann sagt: „Yður skjöplast ef þjer haldið að jeg sje dauður. Baumgart kapteinn flaug með mig til Arabíu“. Baum- gart var þýskur orustuflugmaður. Önnur þýsk blöð fordæma þenn- an frjettaflutning af Hitler. Meðal annars segir „Frankfurt Ábend- post“ að þetta sje gert til að nota sjer heimsku og trúgirni fólks til framdráttar nasismanum. íW ^ íW í HVERT sinn, sem einhverjum dettúr eitthvað gott í hug og hann sker upp úr með það, þá koma áreiðanlega tíu menn og segja að sjer hafi'dottið hið" sama í hug.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.