Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Blaðsíða 6
602
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
GERNINGAVEÐUR
í ÞORLÁKSHÖFN
KUNNINGI minn hringdi til mín
um daginn og sagði:
—* Jeg var að lesa greinina þína
um lönguhausmálið í Ánanaustum
og datt þá í hug að spyrja þig
hvort þú hefðir heyrt getið um
lönguhausmálið í Þorlákshöfn.
— Nei, jeg hafði ekki heyrt neitt
um það, og þá sagði hann mjer
eftirfarandi sögu:
— Jeg reri í Þorlákshöfn á ver-
tíðinni 1915. Þá var mjer sögð
þessi saga, og fylgdi það með, að
hún hefði gerst fyrir skemstu.
Einn morgun reru allir bátar
úr höfninni, nema einn. Formanni
á honum leist veður ískyggilegt og
vildi ekki róa. Hvatti hann hina
formennina til þess að sitja í landi,
en þeir vildu ólmir fara. Er oft
skamt til þykkju í slíkum tilfell-
um, og sagði einn hásetanna, sem
í landi var, að það væri ekki víst
að hinir hefði betra af því að róa.
Nokkru seinna hvarf hann og
vissu menn ekki hvað af honum
varð. Var svo farið að svipast að
honum og fanst hann vestur í svo-
kallaðri Skötubót. Þar hafði hann
reist tvær stengur og var sinn
lönguhausinn á hvorri og göptu
þeir til hafs móti vindi. En karl-
inn stóð Tyrir neðan bakkann og
ávarpaði lönguhausana á víxl:
..Blástu meir. Það hvín meira í
hinum“.
Karlinn var nú rekinn heim og
stangirnar teknar niður og varð
ekki fleira til tíðinda. Bátarnir
komu að um kvöldið og hafði eng-
um hlekst á. En daginn eftir var
haldinn formannafundur út af
þessu og þar samþykt að reka karl-
inn úr verstöðinni.---------
Þessi var sagan og þótti mjer
einkennilegt, að trúin á að hægt
væri að gera gerningaveður með
lönguhausum skyldi hafa haldist
fram yfir seinustu aldamót. Sögu-
maður vissi ekki nein deili á galdra
manninum, og engin fleiri atvik að
þessum atburði. Fór jeg því til Gísla
Gíslasonar silfursmiðs, er lengi var
formaður í Þorlákshöfn, og spurði
hvort hann hefði heyrt þessa sögu.
Hann kvað nei við, og sagðist þora
að fullyrða að hún hefði ekki gerst
eftir aldamót. En hitt kvaðst hann
hafa heyrt þar, að menn hefði tal-
að um að hægt mundi að gera gern-
ingaveður með lönguhaus, en eng-
in tilraun hefði verið gerð um það
í sínu minni.
Þá sneri jeg nijer til Jóhanns
Guðmundssonar frá Gamla-Hrauni,
sem er einn af þeim fáu núlifandi
mönnum, er stunduðu sjóróðra ára-
tugum saman í Þorlákshöfn. Jeg
spurði hann hvort hann þekti bessa
sögu.
Jóhann brosti við og sagði, að
þessa sögu þekti hann að vísu ekki,
og hún mundi áreiðanlega ekki
hafa gerst eftir aldamót, en sig
grunaði hver fótur væri fyrir
henni. Síðan sagði hann mjer þessa
sögu:
— Sigurður bróðir minn fór
fyrst til sjóróðra í Þorlákshöfn vet-
urinn 1883, þá nýfermdur. Og á
fyrstu árum hans þar mun þetta
atvik hafa komið fyrir, og man
hann vel eftir því.
Það var einhverju sinni að ekki
reri nema svo sem helmingur bát-
anna í Höfninni. Var veðurútli1
ljótt og fiskur hafði verið tregur
að undanförnu, svo að mönnum var
ekkert kappsmál að komast á flot.
En eins og gerist og gengur þótti
þó sumum af þeim, sem í landi
voru, það miður farið að sumir bát-
arnir skyldi róa, og má vera að
undir niðri hafi búið hjá þeim öf-
undsýki út af því að þeir mundu
nú ef til vill fá góðan afla.
Einn hásetinn, sem í landi var,
hjet Guðmundur og var frá Haga
í Holtum. Ekki man Sigurður nú
fyrir víst hjá hverjum hann reri.
Guðmundur þessi var dálítið ein-
kennilegur í háttum og tali. Hann
átti sjer kver, sem hann fór mjög
dult með. Höfðu þó einhverjir
fengið að líta í það og sögðu að á
því hefði verið tákn og galdrastaf-
ir. Guðmundur hafði eitthvað verið
að tala um það, þegar hinir voru
rónir, að ekki væri nú víst að þeir
fiskuðu mikið, nje hefðu frið á
miðunum. Síðan náði harm sjer í
tvö prik og setti þau upp á sjó-
búð sína og þar ofan á tvo löngu-
hausa uppglenta. Gekk hann svo
á milli þeirra og eggjaði þá til skift
is að herða sig. Var mælt að hann
hefði sagt: „Hertu þig, hinn herð-
ir sig“. Ekki skiftu menn sjer neitt
af þessu.
Þegar fram á daginn kom, tók
að hvessa og gerði ofsarok. Bát-
arnir, sem reru, voru úti á Leirn-
um, en heldust þar ekki við, og
sögðu þeir að veðrið hefði verið
svo mikið að þeir hefði livorki
þurl't að setja upp segl njc róa.
heldur hefði þeir siglt á árunum.
Tókst þeim öllum að ná landi og
varð ckkert að hjá þeim.
Ekki minnist Sigurður þess að
neitt meira yrði úr þessu, hvorki
það að formenn skiftu sjer af því
nje heldur Jón Árnason, og var
hann þó siðavandur og þoldi enga
óknytti í Höfninni.
En upp frá þessu var Guðmund-
ur kallaður „Guðmundur löngu-
j