Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Blaðsíða 4
600 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS jflK; *■» -«1' hafði þetta mikla þýðingu fyrir mig sjálfan. Mjer bafði ekki komið til hugar að jeg mundi vera með krabba- mefn. Jeg helt að ekkert gengi að mjer'ahnað en það, að hryggur- inn’var brotinn. Það var ekki fyr en seinna, þegar jeg ætlaði að fara að skrifa þessa grein, og spurði læknana enn ýtarlegar um lækn- inguna> að jeg fekk að vita hið rjett*;*y ; VEIivINDIN í bakinu á mjer byrj- uðu ipi£lu fyr en jeg hafði hald- ið, og á alt öðrum stað í líkaman- um^ Áljð 1933 hafði jeg fengið bólguþrimil á hálsinn. Jeg fann ekkerJ^U í honum og helt að þetta væri SejJi. Það gerði mjer ekki ann- að mein en það, að mjer gekk illa að fá-g&yrtur með nógu víðu háls- máli. Jeg ljet því lækni skera þetta mein burt. En árið 1946 tók það sig upp^aftur og aftur varð jeg að látá lsekni nema það á burt. En læknirinn tók að þessu sinni dálíti4. aí þessu æxli og sendi til ranÁsóknar. Úrskurður rannsókn- arstoíunnar var sá, að jeg væri með krarbbamein í skjaldkirtlinum. En þettSí fekk jeg ekki að vita. Þessi seinni uppskurður var gerður of seint. Hann gat ekki komið í veg fyrir það, að krabb- inn festi rætur annars staðar í líkama mínum. Krabbafrumur höfðu borist með blóðinu og sest að í hryggnum neðst. Þar átu þær upp neðsta hryggjarliðinn svo að ekki var annað en skelin eftir. Og við áfallið þegar jeg datt í stigan- um, hrökk þessi skel í sundur. Það má því með sanni segja að þetta óhapp bjargaði lífi mínu, þannig, að það komst upp í tíma hvernig var ástatt með mig. Það er af einkennilegum ástæð- um að jeg skyldi læknast. Það er sem sje svo um skjaldkirtilinn, að hann er jafn gráðugur í joð og barn í sælgæti. Honum er alveg sama hvort joðið er geislavirkt eða ekki, hann sogar það í sig. Og það er hreint og beint banatilræði við krabbafrumurnar. Þær þola ekki geislana. Þenna eiginleika skjald- kirtilisins hafa læknarnir fært sjer í nyt og látið menn drekka joð- blöndu Jeg er alveg sannfærður um, að hið geislavirka joð hefir eigi að- eins læknað mig, heldur einnig yngt mig upp. Jeg er miklu ung- legri útlits en jeg var áður og er miklu ljettari í skapi en jeg var. Jeg var áður hrukkóttur og tek- inn í andliti, en nú er jeg fullur að vóngum og húðin er sljett og frískleg eins og á barni. Vinir okk- ar óska Dorothy í gamni til ham- ingju með „sinn unga mann“ Jeg hefi svo góða matarlyst að jeg verð að gæta hófs, til þess að fitna ekki um of. Jeg stunda at- vinnu mína hvern dag, og jeg get ekið í bíl allan daginn án þess að finna til þreytu. Læknarnir vilja ekki taka svo djúpt í árinni að jeg sje albata af krabbameininu. Þeir segja, að sjúk- dómurinn hafi verið stöðvaður. en mjer stendur þetta rjett á sama. Jeg hefi tekið eftir því að læknar eru tregir á að telja menn albata af einhverjum sjúkdómi, fyr en þeir þá deya úr einhverju öðru. ^ ^ ^ ^ HEFURÐU nokkurn tíma heyrt hvað gerist í líkama þínum á sólarhring? Hárið vex um 0.01714 þuml., neglurnar um 0.000046 þuml. Líkaminn framleið- ir orku, sem nægja mundi til þess að lyfta 450 smálesta þunga um eitt fet. Þú hreyfir 600 vöðva. Útgufun úr lík- amanum er 1.43 peli. Þú andar að þjer 438 teningsfetum af lofti. Þú dregur andann 23.040 sinnum. Blóðið í æðum þinum fer 168.000.000 enskar mílur. Hjartað slær 103.680 sinnum. Ef þú ert karlmaður talarðu um 4.800 orð, en ef þú ert kona, þá sennilega nokkuð meira. Bamahjal Pabbi kom einu sinni heim með ís, til þess að gæða konu sinni og syni á honum. Rjett þegar þau voru sest að borðum, var barið að dyrum og pabbi bað son sinn að skreppa fram og sjá hver væri kominn. Rjett á eftir heyrir hann að strákur segir fram í anddyri: — Komdu sæll, afi. Viltu gera svo vel að bíða hjerna dálitla stund,' því að við erum vant við • látin. ★ Einu sinni kom Benni brosandi í skólann. Kennarinn gat ekki setið á sjer að spyrja: Nei, Benni, hvar fjekstu þetta fallega bros? Nú, brosið, sagði hann, jeg vaknaði með það í morgun. ★ Bjössi kom heldur kampakát- lir heim og sagði mömmu sinni frá því að húsmóðir í næstu götu hefði gefið sjer sætakökur og límonaði. Mamma varð byrst: — Hefi jeg ekki oft sagt þjer það Bjössi, að þú mátt ekki fara í önnur hús nema þú sjert boðinn þangað? — Jeg var boðinn, sagði Bjössi. Jeg gekk þar að dyrunum og barJði og þá sagði einhver: Kom inn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.