Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1950, Blaðsíða 2
294 LESBÓK MORGUNBL^JÐSTNS ir náð hámarki sínu, þá eru feng- in raunveruleg skilyrði til þess að hefja norræna samvinnu. Slík samvinna á að byggjast á jafnrjetti og jafnri vh ðingu allra þjóðanna. Norðmenn-og íslendingar hafa oft og einatt orðið að bíta frá sjer til þess að sýna að þeir standi öðr- um jafnfætis. Og það er ekki víst að þessu sje lokið. Við verðum að láta það hafa sinn gang og viður- kenna rjettmæti þess, enda þótt oss sárni stundum, hvernig það kemur fram. Málstreita Norðmanna, Græn- landsdeilan, afstaða þeirra til Svía — alt hefir þetta valdið óþæg- indum. En þetta hafa verið nauð- synlegir áfangar á leið Norð- manna til þess að átta sig og gleyma ósjálfstæðis-tímabilinu. Mörgum Dönum fanst það líka óþarflega særandi að íslendingar skyldu segja upp konungssam- bandinu við Danmörk meðan á stríðinu stóð og án þess að hægt væri að ræða um það. En svo var ekki. Þessi áfangi var nauðsynleg- ur. Og jeg skal gjarna bæta við frá eigin brjósti, þótt margir mót- mæli því að sjálfsögðu, að mjer finst að Norðmenn eigi að fá Tord- enskjöld og íslendingar hin fornu handrit sín. Mjer stendur nákvæm- lega á sama hvort líkkista Tord- enskjölds stendur á danskri, sænskri eða norskri grund, en ef hægt er að gera Norðmönnum til hæfis með því að láta þá fá jarð- neskar leifar hins mikla manns, þá eru það góð kaup — frá nor- rænu sjónarmiði. tlm íslensku handritin er það að segja, að vegna hinna ágætu ljós- prentana, sem gerðar hafa verið eftir þeim seinustu árin, þá geta menn nú rannsakað þau hvar sem þeir eru staddir á hnettinum. Hví skyldum vjer þá ekki afhenda fornritin þeirri þjóð, sem hefir skapað þau og mun telja sjer í þvx öryggi og hvöt til verndunar ný- fengins sjálfstæðis, að hafa þau hjá sjer. Ef menn vona í einlægni að norræn samvinna komist á ein- hvern tíma, þá verða menn að leggja fram lið sitt til þess að út- rýma öllu þrasi meðal norrænu þjóðanna. Meðal norrænna þjóða er átthaga-þjóðernishroki til ills eins. Danir og Svíar geta vel brot- ið svo odd af oflæti sínu, að leggja niður allar þjóðlegar „demostra- tionir“ — ekki síst þegar þær geta með því móti komist hjá að særa þjóðernislegar tilfinningar hinna bræðraþjóðanna tveggja. Norræn samvinna er í dag í rúst- um. Viðhorfið er dapurlegra en nokkru sinni síðan 1864. En þótt hín norræna samvinna hafi altaf liðið skipbrot fram að þessu, þá hefir þó norrænn andi altaf kom- ist lífs af. Og hann lifir enn. Hann á það sammerkt við alla aðra góða anda að hann getur ekki dáið, fyr en einhver betri andi hefir sprott- ið upp af rótum hans. En hjer er því ekki til að dreifa, því að ekk- ert betra getur komið í staðinn. Þess vegna verðum vjer að halda áfram. Og fyrst og fremst verð- um vjer að gæta þess að sýna hver öðrum rjettan skilning. Vjer Dan- ir eigum nú ekki erfitt með það gagnvart Norðmönnum, en það er grunt á því góða milli þeirra og Svía. Öðru máli ætti að gegna um ísland. Það sem eftir er af gremj- unni í garð íslendinga í Dan- mörk, verður að uppræta. Og einnig þá almennu en röngu skoð- un, að ísland sje nokkurs konar menningarsöguleg geymsla. For- tíð íslands, sögurnar og Eddurn- ar eiga alla virðing skilið — en hefir ekkert ísland verið til síðan? Það er almenn skoðun í Danmörk að svo sje ekki, og það er því eng- in furða þótt íslendingum sárni þegar því er slett framan í þá. Þessi skoðun er sem sje ramfölsk. íslendingar eru ekki smáþjóð er lifir á fornri frægð. ísland er lif- andi og frjóvsamt menningarland, eitt hið fremsta á því svnði meðal norrænna þjóða. í raun og veru stórmerkilegt. Þar eru tæplega 150 þúsundir manna, en þar er bókleg menning, er yfirstjettin hefir eigi aðeins til- einkað sjer, heldur öll þjóðin. Þar kemur út fjöldi blaðá og tímarita, þar er öflug menningarbarátta, þar eru gefnar út fleiri bækur hlut fallslega en í nokkru öðru landi. Þar eru margir rithöfundar, sem standa hinum bestu evrópeiskum rithöfundum á sporði. Vjer höfum vitað altof lítið um það. Það er enn harla lítið af íslenskum bók- mentum, sem þýtt hefir verið á dönsku og harla einhæft. Það er Laxness og Laxness aftur, sem lætur til sín heyra, vegna þess hvað hann er listfengur. En frá menningarlegu sjónarmiði er hann aðeins fulltrúi hins rauða flokks á íslandi. Þess vegna er hann lof- sunginn milli Reykjavíkur og Moskva sem tákn þess, að nú sje eyan hvíta að verða rauð. En það er ekki rjett. Andstæðu Laxness í skáldskap og menningarbaráttu, Guðmund Hagalín, þekkjum vjer lítt og yfirleitt vitum vjer ekkert um hvað er að gerast á íslandi og hvað þar hefir gerst seinustu ára- tugina. Þekkingarleysi er ljelegur grundvöllur til þess að byggja á norræna samvinnu. Vjer verðum að rífa oss upp úr þessu þekk- ingarleysi á íslandi. Vjer verðum að fylgjast með íslendingum af áhuga, ef vjer eigum að vænta þess, að þeir vilji hafa nokkuð saman við oss að sælda. Þá afsökun höfum vjer, að það hefir verið erfitt fyrir Dani að fylgjast með því sem er að gerast á íslandi og sambandi þess við for- tíðina. En afsakanir duga ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.