Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1950, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1950, Qupperneq 3
311 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ----------- ----«---- IIús sænsku óperunnar í Stokkhólmi. teljast afi sænsku óperunnar, þar sem Gústaf III er oft og það með sanni kallaður faðir hennar. Af öðrum ríkjum álfunnar voru aðeins tvö, ítalia og Frakkland, svo langt á vcg komin að eiga þjóðleg óperuhús. Það var vissulega djarft áform að skapa óperu í landi, þar scm hvorki voru fyrir hendi 'eik- kraftur nje þjóðlegir söngleikar. Þar ofan á bættist, að ópcra krafð- ist einnig stórrar hljómsvcitar, söngkórs og dansfiokks en um fram allt leiksviðs, er útbúið væri eftir ströngustu kröfum tímans. En bess- ari háleitu hugsjón var- hrundið í framkvæmd, og fjórða nóv. 1772 var sett reglugerð um óperuna, sem jafnframt var fyrsta leikhúsieglu- gerð í Svíþjóð. Og átjánda janúar 1773 var óper- an vígð með söngleiknum „Phetis og Pelée“ eftir Uttini. Textinn var saminn af J. Wellander eftir . am- nefndu leiki'iti Gústafs konungs. Óperan fekk til umráða leiksviðið í Knattleikhúsinu, og fyrsti for- stjóri hennar v'arð sem fvrr " Ehrensvárd fríherra, eiim mestl virðingamaður innan hirðar. — Hann hafði verið í fylgd með kon- ungi erlendis árin 1770—71. Ehiens- várd hjelt dagbækur og skrifaði síðar á ævinni endurminningar sín- ar, og varpa þær skæru ljósi á lífið við hirð Gústafs III. og jpp- haf Konunglegu sænsku óperunn- ar. Fyrsti hljómsveitarstjóri óper- unnar varð Uttini, ítalskur hljóm- listarmaður. Uttini hafði komið til Stokkhólms með ítalskan óperu- flokk, en 1767 varð hann hirð- hljómsveitarstjóri og samdi all- margar óperur í ítölskum stíl fyr- ir Stokkhólmsbúa. Uttini var því ekki líklegur til þjóðlegs braut- ryðjendastarfs, en úr fáum var að velja. Síðar kom á daginn, að val- ið hafði tekist vel og giftusamlega, því Uttini reyndist dugleguv og hugkvæmur i starfi sínu. Gústaf konungur bar föður'ega umhyggju fvrir þessu eftirlætis- barni sínu, óperunni, og náði um- hyggja hans til alls þess, er strfn- uninni viðkorn. Var þar við \msa erfiðleika að etja en þó einkum tæknilega, en konungur var hinn ótrauðasti og ljet einskis ófreist- að, til þcss að sænsk leiklist ejgn- aðist viðunandi lífsskilyrði. í því augnamiði keypti hann hið svo- nefnda De le Gardieska hús við Norrmalmstorg, nú Gústaf Adolfs torg, og 1775 var lagður þar horn- steinn að húsi, sem enn í dag ber áletrunina „Gustavus III Pat.riis musis“, konungur gaf ríflega fjár- hæð úr eigin vasa, og 30. sept. 1782 var hið nýja leiksvið vígt með «'.oer- unni „Cora og Alonzo“, eftir Nau- mann mcð texta eftir Adlerbert. Þetta ár telst stofnár sænsku óper- unnar. Það var upphaílega ætlun- in að vígja nýja leiksviðið með óperunni „Aeneas í Carthago“, sem konungur átti hugmyndinr. að, en Kellgren hafði snúið efninu í ljóð. Þessi ákvörðun raskaðist þó af persónulegum ástæðum eins leikarans/svo að „Aeneas í Cartha- go‘' var ekki leikinn fyrr en anu-tj- án árum síðar. Óperan hafði nú eignast góð og virðuleg húsakynni. Til þess að hvetja listamennina til ntaka veitti konungur þeir styrki til páms ferða auk ýmislegra fríðinda. Til styrktar hljómsveitinni voru er- lendir hljómlistarsnillingar eiris og Naumann, Kraus, Vegler og H.effn cr ráðnir að cperunni, og til Frakk- lands sótti hann einn kunnasta leikara þeirra tíma, Monvei, sem einnig var afburða kennari. Þá voru ráðnir að óperunni erlendir listdansarar að ógleymdum leik- tjaldamálaranum Després. Þegar söngleikurinn Gustaf Wasa ci’tir Naumann, með texta Gustafs kon- ungs og Kellgrens, var frumsýnd- ur árið 1786, má segja að óperan hafi náð þeirri reisn, sem konung hafði dreymt urn. Sú ráðstöfun að ráða erlenda listamenn til starfs við óperuna var ekki gerð í óvirðingar- skyni við sænska listamenn, þeldur var það gert til styrktar sænskum listamönnum. Þeir eignuðust með þeim hætti fjelaga og kennara er unnu sænskri menningu mikið gagn. Ur skóla Monvels kpmu síþ- ar snjallir leikarar eins og Lars Hjortberg, Charlotte Neumann og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.