Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 2
350 LESBOK MOíU.UNBLaÐSINS kalinn komst hann suður af, með hestana lifandi, og má það kall- ast kraftaverk. SNEMMA á laugardaginn fvrir hvítasunnu komst Gísli niður í Þjórsárdal. Var þar þá logn og hiti. Og þegar hann reið niður með Dimon heyrði hann þresti syngja og sá að fyrstu laufblöðin voru að koma út á trjánum. Mun þá hug- ur hans hafa fylst sælukendri þakk lætis tilfinningu við forsjónina, er hafði leitt hann úr hinum illvíga vefðraham á fjöllunum í vorblíðu hins fagra dals. Enda varð hon- um að orði er hann kom að Skriðu- felli, að mikill munur mætti vera á himnaríki og helvíti, ef hann væri meiri heldur en á því að vera að villast í stórhríð inn við jökla um Kisubotna og Kerlingafjöll, og hinu að vera nú kominn í sumar og sól og gróanda. Ætla mætti nú að Gísli hefði ver- ið orðinn svo aðþrengdur, að hann hefði kosið að hvíla sig um hríð á Skriðufelii, enda var honum boð-r ið það. En við það var ekki kom- andi. Hann vildi helst halda áfram og komast heim að Gíslastöðum um kvöldið, því að ferma ætti barn sitt að Ólafsvallakirkju daginn eft- ir. Kvaðst hann hafa gert ráð fyr- ir því, áður en hann fór að heim- an, að vera kominn aftur fyrir þann dag. Með fortölum fekst hann þó til þess að hvíla sig á Skriðufelli um daginn og gista þar um nóttina. En árla mun hann hafa verið á fót- um á hvítasunnumorgun, því að hann reið í hlaðið á Ólafsvöllum í þann mund er fólk var að ganga í kirkju. Þar var þá komið ferm- ingarbarn hans og skyldulið. Má geta nærri að þar hefir orðið fagn- aðarfundur og fólk hans hafi þótst heimta hann úr helju. EKKI ER að undra þótt Gísla kæmi í hug samanburður á sælustaðnum og kvalastaðnum, er hann var sloppinn úr heljargreipum fjall- anna. Viðbrigðin hafa verið mikil. En út úr þessum orðum má líka lesa það, að Gísli hafi tæplega bú- ist við að komast lífs af úr þeim ógöngum, er hann hafði lent í. En þá er það undrunarefni, að hann skyldi hafa kjark og þol og fyrir- hyggju til þess að komast úr þeim vandræðum. Má helst geta sjer þess til að honum hafi haldið uppi sú brennandi þrá, að komast til kirkjunnar, þar sem á að ferma barnið hans. Hann hafði lofað að vera þar og nú bætist það við, að kæmist hann úr hættunum gat hann fært barninu sínu þá bestu gjöf — og sennilega þá einu, sem þá var til — það er sjálfan sig end- urheimtan af helslóðum öræfanna, þar sem svo margir hafa látið lífið. Og ekki þykir mjer ólíklegt að í kirkjunni á Ólafsvöllum þennan hvítasunnudag, hafi guði verið færðar hrærðar og innilegar þakk- ir fyrir björgun hans. íW ^ SIR ARTHUR CONAN DOYLE, hinn frægi höfundur Sherlock Holmes sagn- anna, kom einu sinni til Parísar og fekk leigubíl á járnbrautarstöðinni að aka hcim að gistihúsi. Þegar hann borg- aði bilstjóranum sagði hann: ..Kærar þakkir, Mr. Doyle.“ Rithöfundurinn varð hvumsa við og spurði: „Hvernig stendur á því að þjer vitið hver jeg er?“ „Jeg sá það í blöðunum í dag að yðar væri von frá Suður-Frakklandi,“ sagði bílstjórinn. „Alt útlit yðar ber þess vott að þjer eruð Englendingur. Þjer hafið látið klippa yður fyrir nokkrum dögum og það er auðsjeð á klipping- unni að hún hefur verið gerð í Suður- Frakklandi.“ „Þetta er stórkostlegt,“ sagði Sir Art- hur undrandi. „Höfðuð þjer svo nokk- uð fleira að fara eftir?“ „Ónei, ekki get jeg nú sagt það, nema hvað nafnið yðar stendur á töskunum yðar.‘* (Á málvérkasýningu hjá Jóhannesi S. Kjarval) Listnnna Hlifrskját/ er heillanili staður. Kyndlinum ly/tir hinn Ijóselshi gtaónr. Himnuna npnnr hinn nmlríhi mnilur. Shygnl er hnns auga og sknpanili mnltur. Islenshri sriptign er o/inn hrer þátlur. Liigmálum listar þnr lýtur hrer dráttur. Örlngadísir í ál/heimaborgum, glitsímu rekja í gleSi og sorgnni. VíSsýnn er andinn, sem örn ofar torgum. llnnendur lista, hre Ijettar þiil andiii. OrSrana undrun er einingnrbnndiii, — Hamrarnir opnast, nú umshapast landiit. Vlurinn streymir frá íslensku fjalli. Óskunum lyftir hrer ókleifur hjalli. CoSrnáttku lífi er gieddur hrer stalli. Sjáandinn relur aii sjónarhól — tindinn. Hrugiíiö er sprota, !>á sprpettur fram lindin: — Landi'ö og fólkiö er /yrirmyndin. hjer mun, vinur, þakkir inna íslensk þjóö og örfum kynna listræn hugtök handa þinna. crr>\f, f. OEinDAi..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.