Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1950, Blaðsíða 6
354 LESBÓK MORG U N BLAÐSIN S kveðið að sigurvegarinn í Evrópu- meistarakeppninni færi sem full- trúi Evrópu. Þar sem England keppir fyrir breska heimsveldið fara þangað fjórir Sviar og tveir íslendingar frá Evrópusambandinu. Frá Bretlandi fara Evrópumeist- ararnir. Sænsku spilararnir verða Kock — Werner og Lillienhöök — Wohlin. íslendingarnir tveir hafa ekki enn verið valdir“. (Major Johannes Brun). „Folitikcn“ niánudaginn 12. júní. í „Politiken" er alllöng grein, sem ekki verður rakin hjer. Fyrir- sögnin var svona: „England varð nr. 1, Sviþjóð nr. 2, Danmörk þriðja að neðan“, en greinin byrjar á þessa leið: „Bridgemótinu lauk eins og i fyrra og árið þar áður með sigri Englands og með Svíþjóð í öðru sæti. — Ítalía, sem vel hel'ði getað unnið Evrópumeistaratitilinn, tap- aði fyrir Belgíu og fell við það niður í fimmta sæti. Frakkland varð nr. 4. Þaó var dálítið ein- kennilegt, að það eina litla stig, sem varð þess valdandi að leikur- inn milli Danmerkur og Ítalíu varð jafntefli, hafði úrslitaþýðinguna. líefði leikurinn milli Danmerkur og Ítalíu, sem lauk með 56 fvrir Ítalíu, gegn 52 hjá Danmörku, ver- ið 57 hjá Ítalíu í staðinn, hefðu hin- ir afar vinsælu ítalir unnið“ Frjettaritari „Politiken“ var óánægður með frammistöðu Dan- anna á mótinu og segir m. a. í lok greinar sinnar: „Minnst tvö, eí til vill þrjú önnur dönsk lið hefðu getað verið meðal hinna fimm bestu, og þó við hjer heima höfum ekki eins mikið úrval af fyrsta flokks spilurum og stóru löndin, eigum við þó fáeina, sem gætu verið í hópi 3.—4. efstu landanna“. (Leturbr. vor). SKUGGI Mmningarorð um kött, scm dó nýlega. Jeg sá l>ig margoft sitja út i glugga, J»á sumarfcgurð skrvddi land og haf og blcssuð sólin skein á lítinn Skugga cn Skuggi, það var nafn, sem hún þjer gaf. Hún, scm hafði á þjcr mcstar mælur, og injúkri liendi strauk um fcldinn þinn. Nú situr alein, gömul kona og grætur hún grætur litla dána vininn sinn. Lína. ,,,—..—,.—.................-<■—■■—■■ —«■—■■—«■—■■—<■-■— .«|i VIGDREKARNIR URELTIR KAESKIP KOMA í STAÐINN ÞEGAR stríðinu lauk, kom það í Ijós að Þjóðverjar höfðu í smið- um kafbáta, eða kafskip, sem tóku langt fram öllum þeim kaíbátum, er áður höfðu þekst. Var það álit hernaðarfróðra manna, að hefði Þjóðverjar átt slíka kafbáta í byrj- un stríðsins, þá mundu þeir senni- lega hafa sigrað. Bæði bandamenn og Rússar náðu í slíka kafbáta, og mikið hefur ver- ið um það talað að Rússar hafi síð- an kepst við að smíða slíka kaf- báta. Af hinu fara færri sögur hvað Bandaríkjamenn hafa gert, enda vita menn lítt um það og sjálfir kalla þeir nýskipan flota síns „framkvæmdirnar ósýnilegu.“ Þær hófust með kjarnorku- sprengju-tilrauninni hjá Bikini ey, sem eingöngu var gerð í því skyni að sjá hvernig flotinn stæði að vígi í kjarnorku-styrjöld. Þar kom það ótvírætt í ljós, að kafbátum var langsamlega minst hætta búin af kjarnorkusprengjum. Reynslan í stríðinu haíði einnig sýnt, að minna tjón varð á kafbátum en nokkrum öðrum tcgundum skipa. Og upp úr þessu, eða árið 1947 hófust svo „íramkvæmdirnar ó- sýnilegu", sem ekki miða eingóngu að því að floti Bandaríkjanna geti verið öflugur ef til stríðs kemur, heldur er hjer um að ræða full- komna nýskipan. Með öðrum orð- um: Það er verið að leggja niður öflugasta herskipaílota heimsins og skapa annan, sem er miklu öflugri. Flotaíöringjar Bandaríkjanna segja, að hinir miklu vígdrekar og orustuskip, sem treyst hefur verið á fram til þessa, sje nú orðin úrelt. Og kafbátar þeir, sem notaðir voru í seinni heimsstyrjöldinni, sje einnig orðnir úreltir og megi helst bera þá saman við herskipin sem börðust hjá Trafalger. í stað þessara skipa koma nú alls konar kafskip, orustuskip, her- flutningaskip og jafnvel flugvjela- móðurskip. Orustuskipin og her-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.