Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 2
306 LESBOK MOÍtt.UNBLAfXSINS Sjá, stjörnubrosanna geislandi glit sem glóir frá aldanna djúpi. Heyr hljóðvana, titrandi hjartslátt óma frá gleymdri gröf. Sjá, blikandi augu og brosandi munn barns sem er löngu liðið. Heyr betlarans hása bænarhvísl hnita að hjartarótum. Sjá, purpura, silfur pell og gull prests, sem er duft í moldu. Heyr. deyjandi söngva og klukknaklið löngu látinna alda. MYNDIR OG MINJAR Inn sék ganga 4 allra fyrstan bjartan ísleif bestan manna. Gaf hann feðraleifð Guði og fósturláði. Vígði skírum Kristi Skálholtsstað. Sjek þar næstan son hans inn spaka, Gissur glæstan goðum líkan. Kóngum fremri að kostum öllum: Stjórnvisku, guðsást styrk og göfgi. Þá sjek nálgast Þorlák helga, bros hans birtir blik uppheima. Bænar angan ilmar í lofti. Bera hendur blessun blíðhimni frá. Ber þar að bráfagran Brynjólf Sveinsson. Skín af skör skærri mána. Tign er um enni táp í augum. Stolti og visku stafar af vörum. Lítk þar krjúpa Ijúfling alþjóðar, ókrýndan biskup biskupa íslands. Sæmir blíðum óð biskups dóttur. Ei fekk æðri gjöf íslensk kona. Heyri ek mál meitlað stáli anda og snilldar ástar og haturs. Enginn íslands son andans hjör mundaði snjallar meistara Jóni. Jafnvel í fjósjötu og fjárhúskofa öflgir hjer tendrast andans logar. Lengi mun Odds í eyrum hljóma unaðshlý rödd með orðum Krists. Dimmir, dimmir döggvast heilög jörð heitu blóði, höfgum tárum. Enn grætur ísland Arason, frjálsborinn niðja frónskra dáða. Dimmir, dimmir daprar stjörnur einar lýsa. Allt er horfið. Blika á auðnum blíðgeislar nætur. Sig hin milda sól mistri hylur. Heyri ek, heyri ek frá húmsins djúpi óteljandi slög elskandi hjartna. Nafnlaus múgur bæn frá barmi flytur. Færir himni fórn svo fjötrar rakni. . • Ei mun sú bæn til einkis verða meðan bærist afl í armi blóð í barmi, söngur á vör sæla í hjarta. Meðan enn er til ást og tryggð. Sjek enn og sje í sorta tómsins blika bænarstaf sem berst mót himni. Ljúkast dýrðardyr og drottinn sjálfur blessar helgan stað heiðum rómi. FRIÐARSJÓN Ó, sjá nú ísland stolt þitt niðurnítt. Sjá, nakin, rænd er mennta þinna borg. Og þar sem allt var auði og gróðri prýtt er yfirskyggt af höfgri, djúpri sorg. Því hjer er allt að gráta alls að sakna sem ekkert framar mætti af gröfum vakna. Ó, sjá nú ísland allt er auðn og tóm, sem áður svall við þúsund radda spil.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.