Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 367 Gullið, skrautið allt er hjaðnað hjóm. Húsin, kirkjan, ekkert framar til er bendi á frægð og ljóma liðinna alda Gg ljái framtíð blessun þúsundfalda. Ó, sjá þú ísland sómi þinn nú er að svipta burtu þessum dauðahjúp. O, vek til starfa stoltan æskuher, sem strengir heit að kafa sjerhver djúp, uns heiðursperla, er blikar bjart í höndum er borin djarft að vorsins óskaströndum, Ó, sjá þá ísland aftur Skálholtsstað sem ungur rís við söng og bæn og Ijóð. Þá aka tignir gestir hjer í hiað og heiðri mæra frjálsa trygga þjóð, sem annast glöð um arin feðra sinna og unir stolt að sjóðum dýrstu minna. O, sjá þá ísland ungan Skálholtsstað, sem átti í moldu blóðs og tárasáð, er geislafingur rita á blóm og blað um bræðralag og frið aí himins náð. Við hjarta íslands á sú kirkja að standa, sem andar friði Guðs til Norðurlanda. (Ivvæði þetta var flutt á Skálholtshátíðinni um síðustu lielgi) Isiensk hátíð HINN 7. ágúst næstkomandi minn- ast íslendingar í Kanada þess, að þá eru hðin 75 ár síðan íslendingar námu land í Vesturlandinu. í til- efni af þessu verður haldin hátíð að Gimli þennan dag. Hátíðarstaðurinn er vel valinn, því að það var hjá Gimli að um 280 ísiendingar settust að í október 1875 og stofnuðu fyrstu íslendinga- bygðina í Kanada. Gimli er þannig vagga íslenslta landnámsins vestan hafs. Það fer vel á því að haldið sje uppi minningu fyrstu landnemanna og sögur um afrek þeirra rifjaðar upp og geymdar, því að þeir áttu fáa sína líka. Tíu árum eftir að Gimli nýlend- vestan hafs an var stofnuð, fluttist meiri hluti landnemanna þaðan aftur, en ný- lendubygðin helst við vegna þess að altaf bættust við nýir innflytj- endur frá íslandi. Þeir, sem fóru þaðan, fluttust suður til Argyle og stofnuðu nýlendu þar, en aðrir fóru til Norður-Dakota. Báðir þessir hópar hjálpuðust svo að því í fje- lagi að nema Winyard og Breden- bury í Saskatchewan, og Marker- ville í Alberta. Emi aðrir fluttust upp með ströndum Manitobavatns og síðan til Swan River og Winni- pegosis. Alls staðar var það sama sagan, að þegar þjettbýlt var orðið í hjeruðunum, þá tóku íslendingar sig upp og leituðu út í dreifbýlið og afskekt hjeruð. Og á tuttugu og fimm árum höfðu þannig nokkrar þúsundir manna dreifst svo að segja um hvern krók og kima í Vest urlandinu. Tvö dæmi sýna áþreifanlega hvernig fyrstu landnemarnir voru. Þegar á árinu 1886 voru þrír menn sendir til Qu’Appelle dalsins í Saskatchewan til að athuga land- kosti þar. Þeir sögðu að landið væri gott, en þar væri alt of þjettbýlt. Aðrir þrír menn voru sendir til Alaska að kynna sjer, hvort ísletnd ingar mundu geta sest þar að. Þeg- ar heim kom, voru þeir mjög áfram um það, að íslendingar skyldu taka sig saman, flytjast þangað í stor- hópum og stoína þar nýtt ríki, þar sem íslenska væri töluð og þar sem haldið væri uppi frægð hins forna íslenska lýðveldis. Fundir voru haldnir í Winnipeg og blaðagreinar skrifaðar og svo voru gerðir sendi- boðar á fund Bandankjastjórnar. Ekki varð neitt úr samningum. En þessarar hugmyndar, að 1000—2000 eignalausir landnemar færi að nema þetta erfiða land og stofna þar nýtt ríki, mun lengi verða minst sem talandi tákns um þann stórhug sem einkendi íslendinga þá, og ýmislegt bendir til þess að íslenski ættstofninn sje enn gædd- ur þessum stórhug. Sem landnemar gátu íslendingar ekki haldið hlut sínum þegar stærri bændur fluttust ofan á þá. Afleið- ingin er sú, að seinustu áratugina hafa íslendingar stöðugt verið að streyma frá landnámsbyggðunum. Margir liafa flust til borganna, en aðrir. hafa haldið lengra norður á bóginn. Þeir eru nú í Eldorado og YeUowknife og umhverfis vötnin í Norðvesturlandinu, alls staðar þar sem hægt er að veiða fisk, eða eitt- hvað er til að ílytja á bátum. Enn aðrir hafa horfið að laxveiðunum og skógarhögginu í British Colum- bia. (Úr „The Icelandic Canadian“).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.