Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ? 410 að piltar fylgdu þeim. Fóru tveir með þeim inn í fjósið en aðrir tveir heldu vörð fyrir utan. Nokkrum dögum seinna kom gömul kona frá Kálfafelli heim til okkar. Sá jeg að henni var mikið niðri fyrir og vissi svo sem að hún mundi komin til að segja frá tíð- indum. Jeg spurði því ósköp blátt áfram: — Er nokkuð að frjetta núna? Jú, hún kvað ærin tíðindi og ill. Nú væri svo komið að ekki væri annað sýnna en að fólkið á Kálfa- felli yrði að flýa bæinn fyrir þeirri meinvætt, sem þar væri komin. Hefði hún nú heldur en ekki fært sig upp á skaftið og gengi ljósum logum. Síðan sagði hún okkur með öllum atvikum frá því er draugsi kom á gluggann og færði það alt í stílinn og gerði sem sögulegast. Og eigi voru fagrar lýsingarnar á því hvernig óttinn hefði gagntek- ið fólkið. Lá þá við að jeg iðraðist, því að ekki hafði það verið ætlan mín að gera neinum manni mein. Jeg sagði því við gömlu konuna: — Jeg mundi í ykkar sporum fremur telja það góðs vita en hitt, að draugurinn sýndi sig á gluggan- um. Jeg gæti trúað því að hann hafi verið að kveðja og þið munið aldrei verða hans vör framar. Hef- irðu ekki heyrt það að reimleik- ar hverfa altaf ef einhver sjer drauginn? Jú, hún hafði heyrt það og það var eins og henni yrði þegar rórra er hún leit á málið frá þessu sjón- armiði. Hún íhugaði það nokkra stund og fór ljettari í skapi heim heldur en hún kom. Ekki veit jeg hvað hún hefir sagt fólkinu heima á Kálfafelli. Hitt er víst að upp frá þessu tók alger- lega fyrir reimleikana. Seinna um veturinn kom gamla konan til okkar aftur og lýsti því þá með hjartnæmum orðum hvað fólkið á Kálfafelli væri því fegið að draug- urinn var farinn. Það væri varla neinn efi á því að hann hefði verið að kveðja þegar hann kom á glugg- ann. (Á. Ó. skráði). ^ ^ 4/ — Mytt nki f'rh. af bls. 417. af því, hún verður að lifa á þeirri jurtafæðu, sem hún getur aflað sjer. En þegar þær koma nú til námahjeraðanna og iðnaðarborg- anna skilst þeim það furðu fljótt. að hægt er að kaupa allar nauð- þurftir fyrir þá peninga, sem mað- urinn vinnur sjer inn. Nú geta þær leyft sjer að eta kjöt eins og þær lystir, og eru lausar við að vera vinnudýr mannsins. EKKI er það ætlanin að gera alla Afríkumenn að verkamönnum hjá hinum hvítu mönnum. Margar mil- jónir ekra af landi hafa verið frá teknar handa frumbyggjunum, þar sem þeir einir fá að hafast við og mega halda lifnaðarháttum sínum og stunda þær atvinnugreinir, sem þeir hafa vanist. Yfirvöldin hafa ekki önnur afskifti af þeim en kenna þeim betri vinnubrögð. Sjer- staklega er lögð áhersla á það að kenna þeim að rækta landið og hefta með því þann uppblástur, sem nú ógnar stórum hjeruðum í Afríku. Hefur komið í ljós að þetta geta þeir laert og hefur þegar náðst talsverður árangur með þessu. Með auknum vatnsáveitum mætti gjörbreyta Rhodesíu, hefta upp- blásturinn og skapa frjóvsamar gróðurlendur þar sem nú er auðnin ein. Þess vegna er nú á prjónunum fyrirætlan um að gera stíflugarð í Zambezi-fljótið hjá Kariba. — Sá stíflugarður á að vera 300 feta hár og myndast þar þá svo stór uppi- staða vatns, að strandlengja þess mundi vera 400 mílur. Þarna á að veia afar stór rafmagnsstöð, en auk þess verður afgangs nægilegt vatn til þess að rækta 500.000 ekrur lands. í þessum hjeruðum, eins og ann- ars staðar í Afríku, er oft mikill vatnsskortur vissan tíma árs, en alt of mikið vatn aftur um rign- ingatímann. Þetta, ásamt frum- stæðri akuryrkju og rányrkju, veld -ur mestu um það hvernig landið blæs upp. Sá uppblástur er orðinn svo mikill, að það er eitt af alvar- legustu vandamálum heimsins. Fram til skamms tíma var þessu máli enginn gaumur gefinn. Menn heldu að það væri svo sem nóg landrými í Afríku og ekki gerði mikið til þótt nokkrar landspildur færi forgörðum. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Nú sjá menn hvílíkur háski er á ferðum. Menn eru farnir að sjá að það er jafnvel enn vandfarnara með jarð- veg í Afríku en annars staðar í heiminum. Stjórninni í Rhodesíu og öllum almenningi þar í landi er orðið þetta ljóst, og að gera verður öflugar ráðstafanir þegar á næstu árum til þess að hefta uppblástur og græða upp lönd, sem komin eru í auðn. Ýmsar ráðstafanir hafa þeg- ar verið gerðar, svo sem sett lög um skógarhögg og hvemig plægja megi. RÁÐSTAFANIR hafa einnig verið gerðar til þess að vemda dýralífið. Um marga tugi ára hefur streymt þangað ótölulegur grúi veiði- manna. — Þessar miskunnarlausu dýraofsóknir samfara uppblæstri hafa smám saman leitt til þess, að dýrin hafa þjappast saman á til- tölulega litlum svæðum, þar sem alger útrýming vofir yfir þeim, ef ekkert er að gert. Sumar dýrateg- undir, sem áður gengu þarna í stór- hópum, eru nú aldauða. — Aðrar hörfa undan landnámsmönnum og sandroki. En þar sem þser hafa nú sest að hafa löndin verið friðuð og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.