Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 2
430 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar: Hjörtur að nafni. Lærði jeg þegar að meta list hans, er honum tókst að þræða inar haglega gerðu vegabugður við Brúará og Tungu- fljót og smjúga þráðmjóar brýrn- ar á þessum skaðræðisvatnsföllum, af frábaerri snilld. Vjer horfðum niður í hylinn, þar sem Jóni Gerr- ekssyni var drekt; minntumst sorg- aratburða, sem tengdir eru við þessar elfar; sáum yfir að Tungu- felli, er sumir segja, að standi fjarst sjó allra byggðra bóla á ís- landi; litum úðann af Gullfóssi — og heidum svo upp til öræfa. Haldið til fjalla Ekið var yfir Sandá og Grjótá — báðar fremur vatnslitlar að þessu sinni — og upp á Bláfellsháls. Þar námum vjer staðar um stund í glitrandi sólskini og litum yfir hers ingu sunnlenskra fjalla, hjúpaða dýrlegri blámóðu og teyguðum að oss magnþrungið, áfengt fjallaloft- ið. í Hvítárne^i var numið staðar og matast. Yfir fjöllum og jöklum var tært heiði: Jarlhettur, Langjökull, Skriðufell, Leggjabrjótur, Bald- heiði, Hrútafell blöstu við í vestri, handan Hvítárvatns, og í norður- átt; en Kerlingarfjöll bar við aust- ur himin. En jeg vil ekki þreyta menn með fleiri nöfnum í bráð. Næturstaður var fyrirhugaður í sæluhúsi Ferðafjelagsins á Hvera- völlum. Þegar þangað kom, földu ský sólu og bljes hressandi, svalur austanvindur um staðinn, sem fræg ur er af þjóðsögum og fyrir heitar uppsprettur. Sagan segir, að þar byggi Fjalla-Eyvindur forðum í hreysi. Við Eyvind er og kendur einn hverinn, sem útilegumaðurinn á að hafa hlaðið upp. Sagt er, að Norðlingar hengdu Abraham þjóf, sem var með Eyvindi, á gálga á Hveravöllum. Miðsumarskvöld þetta var sem hverareykirnir og vistlegt sæluhús- ið byðu oss öll velkomin. Þar-na hittum vjer tvo Reykvíkinga, sem höfðu dvalið á Kili og tínt grös í nálega viku. * Og voru búnir að fá drjúgan feng. Urðu því margir smevkir um, að farið væri að evð- ast þetta, sem af var tekið. Munu bó slíkar áhyggjur eigi hafa staðið neinum fyrir svefnfriði, og hvíld ust menn vel um nóttina. Og svo hófst grasatínslan Daginn eftir var tímanlega risið úr rekkjum, snætt og búist með grasatínur og nestisbita í vösum til göngu. Haldið var í norðvest- urátt frá Hveravöllum, uns ^ veg- inum varð dálítil árspræna. Að sveitamanna sið klæddi grasafólkið sig úr sokkunum og óð yfir ána. Hinum megin hennar fannst þegar nokkuð af grösum, enda þó að eigi dyldist, að þar hefði nýlega verið upp skorið af dugandi hönd- um. Ljetu sumir orð falla í þá átt, að verkamenn þeir, sem fyrri urðu í víngarðinn, hefðu nú fengið ríku- legri laun en vjer, sem komum seinna. Dreifðist þá hópurinn. Rólyndara fólkið helt nálega kyrru fyrir eða hreyfði sig minna. Þeir fram- sæknu, nýungagjörnu og forvitnu leituðu fyrir sjer og sóttu í vestur- átt, að fjöllunum undir austur- jaðri Langjökuls norðanverðum. Á meðal þeirra síðarnefndu var sá, er þetta ritar. Fararstjórinn var í hóp með hinum. Austanblærinn, svalur og hress- andi, ljek um vangann. Grösin, sem voru rök og þjál um morgun- inn, tóku heldur að þorna og þyrkj- ast. Mjer fannst óviðjafnanlegt að njóta þessa alls: áreynslunnar, fjallaloftsins og samvistar við frjáls mannlegt fólk, laust við allan tepruskap og fordild, þó að jeg hefði aldrei sjeð það áður: sjó- menn, vjelameistara, húsfrúr og saumakonur, að ógleymdum sjálf- um aldursforseta og heiðursfjelaga fararinnar. Rólegur, tiginn og heið- umhár miðlaði hann af nægtabúri þekkingar sinnar og vísdóms, um leið og fjörefnum, kosti og kjarna fjallanna var saman s^fnað. Sjó- maðurinn gat miðlað af reynslu sinni á öldum úthafsins. Þokka- gyðja eða fegurðardís úr höfuð- staðnum, skagfirsk að ætt, gat sagt frá gæðingum úr átthögunum . og Ijómaði öll af gleði við endurminn- inguna eina saman. Svona mætti lengi telja. Fjárgæslumenn eða verðir komu til grasafólksiná um daginn. Töluð- um við Jónas læknir góða» stund við suma þeirra, okkur til fróð- leiks og skemmtunar. Samdi lækn- irinn við þá um, að þeir ljeðu hon- um hest og fylgd um kvöldið suð- vestur í Þjófadali og að Fögru- hlíð, sem eru sagðir einkennilega fallegir staðir austan undir Lang- jökli. Jeg óskaði eftir að fá að fylgjast með þeim, og höfðu þeir góðan vilja á að verða við tilmæl- um mínum. Því miður gat þó ekki orðið af, að jeg færi, vegna vönt- unar á reiðtygjum. Þegar leið að miðaftni, fór grasa- fólkið að skila sjer heim að sælu- húsinu. Vindur hafði farið vax- andi, er leið á daginn og stóð af Hofsjökli norðanverðum, þ. e. a. s. var mjög austlægur. Þeir, sem höfðu leitað fanga í daladrögum þeim, er ganga inn í fjöllin austan Langjökuls, áttu því að sækja móti veðrinu með byrðar sínar. Var sú sókn hörð, einkum þeim, er orðið höfðu fengsælir. Með leyfi fararstjóra, vbru margir grasapok- ar skildir eftir á miðri leið. Sótti bifreiðarstjórinn þá seinna um kvöldið. Fegurð Hveravalla Sá, er þetta ritar, var svo hepp- inn að hitta vorn ágæta fararstjóra á leiðinni heim í sæluhúsið. Gekk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.