Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLADSINS 431 hann með mjer um hverasvæðið og skýrðí þær breytingar, sein orð- ið haía á því, síðan hann kom þar fyrst. Gras hefur eyðst, en kísill breiðst yfir vellina, svo að þeir eru mjög ijósir á að líta kringuni hverina. Steindór sýndi mjer Ey- vindarhver og Eyvindartóft, sem raunar er lítið annað en mjó klettasprunga, króuð í sundur með tveim grjóthleðslum. Gegnir hinni mestu furðu, að maður hafi getað hafst þar við heilan vetur eða leng- ur, eins og munnmælin segja, að Fjalla-Eyvindur hafi gert. Við Steindór skoðuðum einnig gamla sæluhúsið. Þar voru geymd- ir staflar af grasapokum. Á veggj um þess að innan mátti lesa mik- inn fjölda mannanafna, vísur og málsgreinar. Yfirleitt fannst mjer harla fag- urt um að lítast á völlunum. Eftir þessar athuganir fengu fjallabúar sjer bita. Að máltíð lokinni lögðust ýmsir til hvíldar, úti eða inni. Sum- ir fóru aftur til grasa á nálægari slóðir. Enti aðrir skoðuð gróður og grjót umhverfisins. í þeirra tölít var sá, er þetta ritar, þó að eigi verði grein gerð fyrir þeim athug- unum, enda naumur tíminn. Kapp sumra þátttakenda við tínsluna var aðdáanlegt. Virtust mjer konurnar yfirleitt áhugasam- ari við það starf en karlarnir, enda munu ýmsir þeirra hafa farið sjer til hressingar, eigi síður en til að tína grös. Má geta þess til gamans, að tveir þeirra gleymdu að hafa með sjer ílát undir grösin. Barg fararstjór- inn öðrum þeirra með því að lána honum poka. Hinn mun hafa tínt í buxur sem hann hafði meðferð- is, ef jeg man rjett. Gestkvæmt á Hveravöllum Að Hveravöllum var nokkurs konar samkomustaður þenna dag. Fyrir utan þann hóp, sem hjer er aðallega gerður að umtalsefni; grasatínslufólkið, sem fyrir var; og áður um getna verði —, kom að miðaftni fríður flokkur manna, með Einar Magnússon mennta- skólakennara að leiðtoga. Mun Ferðafjelag íslands hafa efnt til þeirrar farar. Þetta ágæta fólk Jíusti inn í sæluhúsið, er vjer sát- um yfir borðum. Varð heldur fagn- aðarfundur, sem jafnan þegar menn hittast á fjöllum, þó að fátt sje með þeim, er þeir mætast á förnum vegi við stræti og torg bæja og borga. Hófust þegar frjálsar samræður og fjörugar milli alis þessa fólks. Einar sagði frá ferðum síns flokks, er gist hafði nóttina áður við Iíagavatn, en ætlaði að verða tvær næstu nætur á Hveravöllum og skoða merkisstaði öræfanna daginn eftir. Verðirnir, er voru sumir norðlenskir, og munu eiga að gæta þess, að fje renni eigi milli landsljórðunga, sögðu oss frá sínu vandasama og ófrjálsa starfi. Svo virtist, að vjer öfunduðum þá' af hestunum, sem þeir riðu, fjalla- loftinu og alnbogarými öræfanna, en þeir öfunduðu oss af voru hlut- skipti. Margur hyggur ýndi, eigi síður en auð, í apnars garði. Kvöldið leið við skemmtilegar samræður, ekki síst æsandi frá- sagnir lífsreynds Norðlendings nokkurs, eins af vörðunum, er kunni frá mörgu að segja um vof- ur, svipi og drauma. — Veður fór batnandi, eftir því sem leið á aft- aninn, kyrrði og ljetti til. Veitti því mörgum örðugt að ganga til hvíldar á stundvíslegum háttatíma að þessu sinni. Gekk fólkið um vellina og hraunið fram yfir lág- nætti, virti fyrir sjer hveri, grjót og gróður, tíndi grös eða dáðist að glitrandi jöklum, reginfjöllum og fögru lofti í björtu miðnætursól- skini. Svefninn varð, held jeg, flestum sætur á Hveravöllum þessa nótt, enda þó að þröngt væri í sæluhús- inu. En samkomulag var gott. Sumir urðu að hvíla á gólfi í svefn- pokum. Kvartaði enginn undan því, svo að jeg heyrði. Heiin skal lialda í kvöld Næsta morgun var fagurt veð- ur og sólskin. Fólkið þó sjer, rak- aði og greiddi upp úr hveravatn- inu, heitu eða kældu. Menn fengu sjer bita, hituðu te og kaffi. Sumir heldu enn áfram að tína grös í ná- grenni við vellina, þeir, sem því nenntu og áttu enn eitthvert ílát ófullt. Kunningjar hittust og töl- uðust við. Allir voru í sólskins- skapi. Mönnum leið svo vel, sjer- staklega var auðsjeð á þeim, sem dvalist höfðu lengst á öræfunum, hvað þeir nutu lífsins í miklu rík- ara mæli en fólkið, sem varla get- ur andað fyrir loftþynglsum heima og á naumast kost alnbogarýmis fyrir þrengslum. Tíminn leið alltof fljótt. Klukk- an tíu stundvíslega átti flokkur vor að hverfa frá þessum dáfagra undrastað og halda til bygða. Blístra fararstjórans kvað við fyr en varði. Frá grasafengnum hafði verið gengið kvöldið fyrir uppi á þaki bifreiðarinnar. Nestiskassar, ferðatöskur, svefn^okar og annað dót var látið inn í farangurs- geymsluna. Menn settust inn, hver í sitt sæti, hvort sem þeim var það ljúft eða leitt. Svo var ekið af stað og jafnskjótt farið að syngja. Láðst hefur að geta þess, að á leiðinni uppeftir þótti sumum gæta nokkurs misrjettis um það, hvernig vjer nytum fróðleiks og' skemmtunar, sem fararstjórinn ljet í tje. Hann sat aítast í bílnum um daginn, og svo var enn. Nutu því sessunautar og nágrannar Stein- dórs einkum ánægjunnar af hon- um. Framverjar fengu, því miður, lítið að heyra af sögum hans og út-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.