Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐStNS 435 menn. Má þar til sannindamerkis segja þessa sögu: EINN AF sporrekjendum lögregl- unnar var nefndur Gamli Ned. — Hann var orðinn feitur og mak- ráður og ólíkur ættingjum sínum. Þennan svip hafði hann fengið af því að búa lengi í þorpi hvítra manna. Nú vildi einu sinni svo til þarna að einsetumaður nokkur var drep- inn í kofa sínum og öllu rænt, sem þar var. Vissu menn ekki um þetta fyr en löngu seinna. Rigningar höfðu þá gengið og þvegið burt öll spor, en inni í kofanum var ekki neitt að finna er gæti bent til þess hver ræninginn væri. Ned gamli sat úti í horni og virt- ist dotta á meðan lögregluþjónarn- ir rannsökuðu kofann hátt og lágt. En hann sá þó að sígarettubútur lá á gólfinu. Ned tók hann upp, þefaði að honum, skoðaði hann vandlega og reif svo utan af honum brjefið og stakk tóbakinu í vasa sinn. Og þegar nú lögregluþjónarnir höfðu lokið rannsókn sinni, tók hann til máls: „Jeg veit hver hefir drepið gamla manninn. Það er stór maður með skalla og gengur á sandskóm“. Hann bað svo lögregluþjónana að fylgja sjer. Eftir nokkra stund komu þeir þar að er stór sköllótt- ur maður á ilskóm var að fylla djúpa holu með grjóti. Undir bessu grjóti fann lögreglan alla munina, sem rænt hafði verið úr kofa ein- setumannsins. Menn skildu ekkert í því hvernig Ned gamli hefði farið að því að vita hver morðinginn var. Og það var með herkjubrögðum að mönn- um tókst að toga það upp úr hon- um. Þá sagði hann frá því, að um mörg ár hefði hann haft þann sið, að safna saman öllum sígarettu- bútum, sem hann fann á götu og á þann hátt komist að reykingakenj- um allra manna í þorpinu. Hann vissi til dæmis að einsetumaðurinn reykti aldrei sigarettur, heldur pípu. Þess vegna þótti honum ein- kennilegt að finna sigarettubút í kofa hans. Þegar hann athugaði nú þennan bút betur, sá hann að þetta hafði verið handvafin sigaretta og annar endinn talsvert þrengri en hinn. Aðeins einn maður í þorpinu vafði sigarettur á þann hátt og það var morðinginn, sem hann hafði bent þeim á. Upplýsingunum um það hvernig maðurinn væri í hátt hafði hann bætt við að gamni sínu til þess að gera frásögn sína sögu- legri. 4* ^ ^ FYRIR seinustu forsetakosningar í Bandaríkjunum voru þau hjónin frú Lauren Bacall-Bogart og Humphrey Bogart einhverjir at- kvæðamestu fylgismenn Trumans í Hollywood. Og því hefur forset- inn ekki gleymt. Þau hjónin eru altaf velkomnir gestir í Hvíta hús- inu. Nú bar svo til, sem ekki er í frá- sögur færandi ef ekki hefði meira hlotist af, að fjölgunarvon var hjá frú Bogart. Og þeir Truman og Bogart fóru nú að ræða um það hvort þetta mundi verða piltur eða stúlka, og það endaði með því að þeir veðjuðu. Truman helt því fram að barnið yrði stúlka og kvaðst gjarna skyldu veðja 20 doll- urum um það. Bogart langaði til þess að það yrði strákur, og hann tók veðjaninni. Frú Bogart var svo væn við mann sinn að fæða honum son. — Truman settist þá niður og skrif- aði 20 dollara ávísun og sendi hjón- unum hana ásamt heillaóskum. — Drengurinn var skírður Stephen og inni í herberginu hans hangir nú ávísunin frá Truman í fagurri umgjörð og undir gleri. Mönnum þykir líklegt að hún verði aldrei hafin, enda þótt drengurinn erfi hana. Margur mundi vilja eiga hana sem metfje og nú þegar væri þess vegna hægt að selja hana fyrír mörg hundruð dollara. X/ X/ V V Hvernig á að ala upp veðhlaupahesta DONALD A. LAIRD segir í „The Rotarian" frá manni nokkrum, sem tamdi hesta undir veðreiðar og hafði fengið það orð á sig, að hest- ar hans fengi altaf fyrstu verð- laun. Karlinn gekk jafnan í skraut legri prjónapeysu. — Hestunum þykir vænt um svona peysur, sagði hann. Þeir þekkja mig langt að og hneggja þá til mín. Ef þú ætlar að gera góð- hest úr fola, þá verðurðu fyrst ög fremst að láta hann þekkja þig og koma honum til að þykja vænt um þig- Þegar jeg er að temja fola undir veðreiðar, þá varast jeg að láta annan hest fara fram fyrir hann. Það drepur alveg áhugann h]á þeim. Jeg læt mann ríða rjett á eftir mjer, svo að folinn viti altaf að hestur er rjett á eftir honum, og á að vera þar. Þegar jeg sendi fola á kappreiðar, þá hefir enginn hestur nokkru sinni farið fram úr honum. Og þá heldur hann að eng- inn hestur megi fara fram úr sjer. Þetta er aðalgaldurinn við tamn- ingu veðhlaupahesta. Mjer er alveg sama hvernig fol- arnir eru í hátt. Þeir þurfa^aðeins að vera gæddir viljanum til þess að vera á undan öðrum. Og sje hægt að koma þeim í skilning um að þeir eigi altaf að vera á undan öðrum, þá verða þeir líka á undan öðrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.