Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1950, Blaðsíða 4
432 LESBÓK MORG JNBLAÐSINS . skýringum. Var því eigi laust við, að kendi nokkurrar öfundar af hálfu framverja í garð afturbyggja bifreiðarinnar. Aldrei fjekkst þó ójöfnuður þessi leiðrjettur. Urðu þeir, sem framarlega sátu, að sætta sig við þetta eins og hver önnur óumflýjanleg forlög. Mikið var sungið á heimleiðinni, svo sem að líkum lætur og eitt- hvað ort. Sá, er þetta ritar, nam þó eigi af því tagi annað en eftir- farandi hendingar, er spruttu upp í einhverjum aftasta bekknum, og þurfa þær varla skýringar við: Fremst og aftast við erum flest öll í góðu lagi, þogn i miðju. Það er mest Þjóðkórssöngnum bagi. Vestan í Bláfellshálsi var áð hjá læk einum, litast um og matast. Sólskin var og ákaflega heitt sunnlensku fjöllin sáust ekki öll vel sökum moldroks. Var ógleymanlegt að líta suður yfir þessi blásnu lönd, þar sem norðaustanvindurinn þyrlaði gulu kófi í strokum eftir leirflögum og sandflesjum til suð- vesturs, eins og ryki sje sópað með risahendi og gríðarstórum sófli, og hálffáldi fjöllin í þykkum, glitr- andi mekki. Ógurleg er þessi eyð ing og mikil sú hætta, sem steðj- ar að breiðum byggðum Árness- þings og Rangárvallasýslu, ef eigi verður að gert. Ljósmyndir allmargar voru tekn- ar við lækinn, en síðan haldið á- fram gegnum allt þetta geigvæna moldrok, þar til staðnæmst var hjá Gullfossi. Sólskin var, daufara þó en verið verið hefði ella, af völd- um leirkófsins úr norðurátt. Barst það fyrir vit ferðafólksins, ásamt með úðaaustrinum, er það horfði á regnbogalit fossins. Ógleymanlegur staður Dvölin þ&rna var lengri en til var ætlast í fyrstu. Varð ýmsum starsýnt á vatnsfallið, ekki síst ungum hjónum, sem voru með oss. Þau settust á fossbrúnina rjett við flauminn og virtust ekki ætla að geta slitið sig þaðan. Sumir voru orðnir matarþurfi og keyptu sjer máltíð í veitingaskýli hjá foss- inum. Fer nú að draga að lokum frá- sagnar minnar. Þó er enn eftir að segja frá þeim þætti fararinnar, sem gleymist mjer ef til vill seinna en allt annað: útúrdúr nokkurs hluta hcpsins niður í Hvítárgljúf- ur til þess að skoða hvamminn Pjaxa. Fróðir menn segja, að það býði: friðarstaður. Steindór fararstjóri hafði sagt mjer áður um daginn af þessum hvammi og látið mikið yfir feg- urð hans, en þangað væri eigi mjög auðvelt að komast: ofan og upp hamrasyllur að fara, nokkuð bratt- ar skriður og einstigi. Bifreiðin var stöðvuð við girð- ingu nokkra nálægt ánni. Þeir, sem treystust að ganga í gljúfrin, stigu út, klifruðu yfir girðinguna og fóru síðan ofan, hver á eftir öðrum, en Steindór í broddi farar. Meðal beirra, er fóru að skoða Pjaxa, var Jónas læknir. Virtist hann engum deigari nje ófimari á tæpum hamra brúnum og í lausagrjótsurðum. Förin ofan tók nokkurn tíma, því að varlega varð að stíga og sjá fót - um sínum vel forráð. En allt gekk slysalaust. Og fyrirhöfnin varð áreiðanlega fulllaunuð. Yndi meira nje skýrari fegurð- arandstæður hef jeg varla annars staðar sjeð. Undir þungbrýnum og formfögrum björgum er þessi hvammur, vaxinn þroskamiklum skógi og litfögru blómgresi. Logn var í hvamminum og ákaflega heitt. Neðan við lundinn er malar- eyri, þakin mislitum steinum. Kol- mórauð byltist Hvítá ofan farveg sinn, straumþung og illileg. Þarna er, sem sagt, eitthvert fegursta hamrahlje, sem jeg hef sjeð, og mun eiga fáa sína líka hjerlendis. Steindór skýrði myndun hvamms- ins á þá lund, að hann mundi vera gamall fosshylur, meðan áin hafði annan farVeg, en fyllst, þegar hún skipti um rennsli og færði sig aust- ur fyrir klettasnös, sem nú er milli Pjaxa og árinnar. \ Svo er komið til menningarinnar Næsti áningarstaður var hjá Stórafljóti í Biskupstungum. En þar pr risið upp dálítið þorp með gróðurhúsum, mikilli annarri rækt- un, hitavatnsleiðslu, skóla og sund- laug. Ýmsir keyptu sjer garðávexti, skoðuðu útsýnið og fóru í sund- laugina. Fleira tafði og dvölina: Steinn hafði festst í eitt hjól bif- reiðarinnar og tók langan tíma að ná honum. Þegar það loks hafði lánast, var steinnimi dæmdur til að sökkva í Drekkingarhyl og flutt- ur meðferðis þangað. Við Stórafljót týndist einn af förunautum vorum og vissu fáir, hvað af honum varð. Hjá Torfa- stöðum ljet hinn góði hirðir og fararstjóri, Steindór, stöðva bíl- inn, leitaði týnda sonarins og fann hann. Varð mikill fögnuður við endurfundinn, sem að hkum læt- ur. A brúnni yfir Brúará var stað- næmst andartak, meðan Jónas læknir fullnægði áður néfndum dómi og kastaði steininum, sem töfinni olli, með eigin höndum í Drekkingarhyl. Bar nú hvorki til frjetta nje frá- sagna, þar til áð var í Hveragerði. — Flestir leiðangursmanna höfðu rr#kinn áhuga á að koma í Grænu matstofuna til Sigurjóns Pjeturs- sonar og neyta þess heilnæmis, er hann lætur þar framreiða. Fengu þeir sjer því kvöldverð hjá Sigur- jóni, eintóma jurtarjetti og mjólk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.