Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Side 13
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 265 Landamærin ösýnilegu Á sömu breiddargráðu, en nær sex gráðum austar, eru að vísu þrjár litlar klettaeyar, sem nefndar eru Shagrocks. Það er óvíst hver hefir fundið þær, en á sjókorti eru þær sýndar 1819. Mjög skamt er á milli þessara eya og tíu sjómílum fyrir sunnan þær er landgrunn. Að sjálfsögðu hefir Bustamente heyrt getið um Shagrocks og senni lega hefir hann haft fyrir sjer skýrslu skipstjórans á „Princess“, en um hana segir svo í safni kon- unglega hafrannsóknafjelagsins í Madrid 1809: „Skipstjórinn á „Princ ess“ segir, að suðaustur af syðstu eynni sje grunn og um ellefu sjó- mílur þar í milli, en þetta grunn gat skipstjórinn á „Atrevida“ ekki fundið þrátt fyrir ýtarlega leit“ Þar sem það er nú sannað að grunn er tíu sjómílur suðaustur af Shagrocks, er mjög sennilegt að skipstjórinn á „Princess“ hafi fundið þessar þrjár klettaeyar, en haldið að það væri sömu eyarnar, sem „Aurora“ sá. Og nú fór Busta- mente að leita þeirra eya, og frá- sögn hans um fund þeirra var svo skilmerkileg, að enginn gat efást um að Auroraeyarnar væri til. Og þó eru þær ekki tiL Það var suðurfarinn James Weddell, sem fyrstur manna sann- aði að þær væri ekki til. Hann leit- aði þeirra 1820, sigldi fram og aft- ur, þvert og endilangt á þeim slóð- um, sem þær áttu að vera, en fann þær ekki. Aðrir rannsóknamenn, svo sem Johnson og Morell 1822 og Biscoe 1839, komust einnig að þeirri nið- urstöðu að eyarnar væri ekki til. En kortagerðamenn eru íhald- samir og þeir vildu ekki sleppa eyunum. Jafnvel Ross, sem vissi vel um rannsóknir Weddels, setur þær á kort það er fylgir bók hans 1847. Það er hulin ráðgáta hvaða eyar það voru er Bustamente sá svo LENGSTU landamæri í heimi milli tveggja ríkja, eru landamæri Kanada og Bandaríkjanna. ÞaU ná þvert yfir meginlandið frá hafí til hafs. Annað er líka merkilegt við þessi landamæri, að þar eru hvergi vígi nje hermenn til varn- ar. Og sums staðar vita landa- mærabúarnir varla af landamær- unum, þau eru þeim ekki til meiri trafala en gangstígamerki á götu eru umferð til trafala. Á ýmsum stöðum virðast menn alveg hafa gleymt því að nokkur landamæri sje til. Þetta er fyrirmynd þess sem koma skal, þegar hugsjónin um bræðralag allra manna hefir sigr- að í heiminum. Þá verða ekki framar til nein víggirt landamæri. Þjóðirnar geta þá lifað öruggar og óttalausar, því að engin hætta er á árás frá nágrannaríki. Plinum miklu menningarþjóðum, sem Norður-Ameríku byggja, hefir fyrstum allra tekist að koma á slíku öryggi hjá sjer, öryggi, sem skapast af gagnkvæmri vináttu og bróðurhug. Þess vegna eru þær fyr- irmynd allra annara þjóða. gjörla. Weddell heldur að tvær ey- arnar, sem hann sá hafi verið Shagrocks, en sú þriðja hafísjaki. En sú skýring getur varla gengið, og það er næsta ótrúlegt að jafn siglingafróður maður og Busta- mente hafi skjöplast svo í útreikn- ingum sínum að nema mundi um sex lengdargráðum. Sumir halda jafnvel að hann hafi sjeð Shag- rocks í hyllingum. En enginn get- ur úr því skorið hvað rjett er. Eitt er víst, að Aurora-eyarnar hafa aldrei verið til. Margar skemtilegar sögur eru sagðar í sambandi við þessi ósýni- legu landamæri. Þar á meðal er sagan um hjónin í Temiseouata County .Húsið þeirra stendur þann- ig, að landamæralínan liggur um það mitt, helmingurinn er fyrir sunnan línuna og helmingur fyrir norðan. Áður en fjölgar hjá hjón- unum ákveða þau hvort barnið skuli hafa borgararjett í Kanada eða Bandaríkjunum. Vilji þau að það fái borgararjett í Kanada legst konan á sæng í norðurstofunni og elur barnið þar, annars legst hún á sæng í suðurstofunni. Þetta kemur sjer vel þegar börnin fara að stálpast og geta farið að sitja yfir kúnum. Þegar nú hagi er betri Kanadamegin, þá eru norður- stofubörnin látin sitja yfir kúnum þar, en sje haginn betri Banda- ríkjamegin, þá eru suðurstofubörn- in látin sitja yfir kúnum þar. Og þetta gengur ágætlega. • •' ' Ymsar borgir eru á landamær- > * v .wl V unum, svo sem Niagara Falls, Windsor og Detroit og þar gætir þess auðvitað greinilega hvorum megin landamæranna fóíkið býr. En um smærri þorp er öðru máíi að gegna. Þar má til dæmis nefha International Falls í Minnesotá ’ ög Fort France í Ontario'. í fyrri staðnum er engin útvarþsstöð, og í seinni staðnum er ekkí gefið út neitt blað. En það mundi erfitt að koma þorpsbúum í skilning um að þetta væri vöntun. „Auðvitað þöf- um við útvarpsstöð“, mundu þeir í International Falls segja, „þvf að hún er í Fort France“. „Auðvitað höfum við dagblað, Gazette í Inter- national Falls“, mundu þeir í Fprt France segja. Og það er satUBláð- ið birtir allar frjettir’ Sg "au'tfTý.4-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.