Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Blaðsíða 4
256 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bergsieinn Kristjánssqn íslenskir koma þangað á undan norska stofn- inum. Þetta virðist koma sæmilega vel heim við reynslu síðustu ára. Ýmislegt fleira en þetta sem nú var talið bendir því til þess, að tilgáta sú, sem hjer er sett fram, sje rjett í öllum aðalatriðum. Hitt er svo annað mál að síldarsjerfræð- ingarnir eru ekki á eitt sáttir um það, hve mikill hluti Norðurlands- síldarinnar er af íslenska stofnin- um, og hve mikill hluti er af norska stofninum. Við síðustu athuganir á köldtf straumtungunni fyrir austan ísland hefur það komið í ljós, að miklar breytingar geta gerst á stærð henn- ar og lögun á stuttum tíma. Óger- legt er því að segja neitt um það hvernig þún muni haga sjer í júní. En þegar langt er komið fram á vorið getur þó lega straumtung- unnar gefið bendingar um það, hvers megi vænta'af síldveiðunum fyrir Norðurlandi það sumarið. í sumar mun síldarsvæði þetta verða rannsakað ítarlega. Gera það íslensk, norsk og dönsk rannsókn- arskip. Vonandi mun sú ítarlega rannsókn færa okkur' nær latisn þessa mikilvæga máls. Jeg vil að endingu geta þess, að engir ábyrgir norskir fiskifræðing- ar hafa reynt að segja nokkurn hlut fyrir um það, hvernig síldveið- arnar muni verða við Norðurland á sumri komanda. Enda er slíkt því miður ógerlegt, með þeirri þekkingu, sem nú er fyrir hendi, um göngur síldarinnar á sumrin. Ingvar Emilsson. t t t ÞAÐ VAR NÓG. Frjettamaður spurði cinu sinni frú Einstein hvort hún skildi afstæðiskenn- ingu manns síns. — Nei, ^varaði hún, en jeg skil Ein- stein, og það er nóg. ÞEIR sem nú eru komnir yfir miðj- an aldur hafa orðið áhorfendur að byltingu í íslenskum skófatnaði. Fram yfir síðustu aldamót gengu landsmenn nær undantekningar- laust á heimagerðum skóm úr inn- lendu efni. Þó munu jafnan hafa verið fluttir inn útlendir skór, bæði handa heldri mönnum og spariskór handa alþýðu manna. — En eftir síðustu aldamót fara ís- lensku skórnir að víkja fyrir út- lendum skóm, og nú má svo heita að þeir sjeu algjörlega horfnir úr notkun. En víst má telja að það hafi mjög flýtt fyrir þeirri breyt- ingu að upp eru risnar í landinu sjálfu verksmiðjur sem framleiða miklu betri skóíatnað úr innlendu efni og má þá segja að þróunin hafi gengið í æskilega átt. Það lætur að líkum, að hinir gömlu frumstæðu skór sjeu lagðir af sjer með litlum söknuði, ekki síst þegar það er vitað að í þeirra stað fá menn betri og hentugri skó- fatnað. Hver getur saknað gam- alla leðurskóa, varpslitinna, nasbit- inna, útvaðinna, bættra, og stag- aðra — og þó eru þetta að vissu leyti merkileg tímamót, því þessir skór eru lagðir af sjer í síðasta sinn, það bendir ekkert til þess að þeir með sinni frumstæðu gerð verði teknir aftur í notkun. Það er því ekki afsökunarvert, þó farið sje um þá nokkrum orð- um, eftir svo langa og notadrjúga þjónustu. Jeg mun því í grein þessari ræða um efni það, sem þeir eru gerðir úr, og verðmæti þess, ásamt gerð þessara skóa, kosti þeirra og galla. skór EFNI í vinnuskó alþýðu voru nær undantekningarlaust úr íslensku leðri. Húðum af hrossum og naut- gripum, eldri og yngri. Sterkast var það talið af gömlum nautum, og kýrskinn drjúgum sterkari en hrossskinn.* Verkun húðanna fór fram á þessa leið: Fljótt eftir slátr- un var húðin rökuð. Til þess voru notaðir sjerstakir hnífar, sem í dag- legu tali voru nefndir gæruhnífar, urðu þeir að vera úr sjerlega góðu stáli, því þeir urðu að bíta mjög vel, ef verkið átti að ganga vel og vera vel af hendi leyst. Til geymslu þeirra varð vel að vanda, bæði að gæta þess að ekki felli á þá rið, og að börn og unglingar næðu ekki til þeirra (samanber málsháttinn um hárhníf í höndum óvita). Eftir að húðin hafði verið losuð við hárið var nál. 14 pund af blá- steini leyst upp í heitu vatni, og þegar upplausnin var orðin köld, var henni rjóðrað um skinnið og það síðan brotið saman. Eftir þessa meðhöndlun var engin hætta á að skemd færi í skinnið, en það skeði helst ef of lengi drógst að hirða það eftir slátrun. Þegar skinnið hafði tekið litn- um var það hælt sem kallað var, það er neglt upp til þerris; hefur það þá fengið grænleitan lit. Oftast var húðin hæld á stórt trjeþil, á *) í Flóamannakvæði sjera Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla, er fótabún- aði bænda svo lýst: Skórnir svo stórir, það skrökva jeg ei, þeir skrapa um ristarnar fullir mcð hey, hárs með þvengjurri þá, þeir af merinni grá fljettaðir, krosslagðir leggjum át

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.