Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1951, Blaðsíða 10
262 LESBÓK M0RGUM3LAÐSINS • EYJAR DULARFULLAR MÖNNUM KANN að þykja það ótrúleg^, en satt er það samt, að enn hefir ekki tekist að rannsaka alla jarðarkringluna. Mörg lanösvæði eru lítt eða ekki kunn og á úthöfunum eru stór svæði, þar sem skip hafa alrlrei siglt, og þar geta verið eyar, sem menn hafa ekki hugmynd um. Gott dænii þess er uppgötvun Belcher-eyanna. Siglingar hafa verið um Hudsonllóann síðan 1610, en þó fundust eyar þessar ekki fyr en 1914, og eru þær þó tiltölulega skamt undan meginlandinu og um 10.000 íerm. að stærð. En svo eru aðrar eyar, sem menn hafa þóst finna og hai'a verið settar á landabrjef, en eru ekki til. Svo var t. d. um Aurora-eyaruar þrjár, sem áttu að vera suðaustur af Falklandseyum. Áxatugum saman voru þær á öllum helstu sjókortum, en nú er það víst, að þær hafa aldrci verið tii. Og svo eru um fleiri eyar. — Verður hjer sagt frá nokkrum þeirra. ISLA GRANDE Antonio de la Roche, sem fann Suðurgeorgiu, skýrði frá því, að árið 1675 hefði hann fundið stóra ey syðst í Atlantshafi. Sagði hann að hún væri mjög fögur og austan á henni væri góð höfn. Hann sagði að hún Iægi á 45 gr. s. br., en lengd- argráðuna gat hann ekki ákveðið, því að það var ekki hægt fyr en sigurverkið var upp fundið. Á hans dögum urðu menn að giska á þetta og gátu ekki farið eftir öðru en því, hve langt þeir höfðu siglt. En það var auðvitað mjög óná- kvæmt, því að vindar og straumar og margt annað gerði þar stryk í reikninginn. Áætlunum þeirra gat því hæglega skakkað stórkostlega. Fyrir þá, sem vildu finna þessa ey aftur, var því ekki um annað að Mörg hús, sem þarna ættu heima, eru ef til vill orðin lasburða, og mundu því varla þola flutning. Við þau þyrfti þá að gera áður, og þá vitanlega án þess að raska veru- lega gamla laginu. Treysti jeg húsa- smiðum okkar vel til þessa. Hef jeg þessi orð ekki fleiri, en þess vænti jeg að fleiri láti til sín heyra um þessi mál. Rvík, 11. apríl 1951. Jökull Pjetursson. gera en sigla langar leiðir fram og aftur meðfram 45 breiddargráðu. En það gat þó orðið árangurslaust, eins og stundum hefir komið í ljós. Ey þessi fekk nafnið „Isla Grande“ eða Mikley og fjöldi dug- andi sæfara kostaði kapps um að finna hana og rannsaka. En allar þær tilraunir urðu árangurslausar. Þó voru menn ekki vonlausir um að eyan væri tiL Upp úr aldamót- unum 1800 var svo gerður út leið- angur til þess að finna eyna og sigldi hann meðfram 45 br.gr. frá Suður-Ameríku og út í mitt At- lantshaf, en leitin bar engan árang- ur. Nú eru menn vissir um að þessi ey hefir aldrei verið tiL Með þessu skal þó ekki skelt þeirri skuld á la Roche, að hann hafi logið upp sögunni um land- fundinn. Honum gleymdist aðeins eitt mjög þýðingarmikið atriði, en það var að sigla umhverfis eyna. Ef hann hefði gei t það, mundi hann senniiega hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þetta var ekki ey, heldur oddi af meginlandi Suð- ur-Ameríku, sennilega annarhvor oddinn við St. Georgs-flóann. Ef la Roche hefði eytt svo sem einum degi í að sigla meðfram strönd „eyarinnar“, mundi hann hafa sparað mönnum mikið erfiði, mikil vonbrigði og mikinn kostnað um hálía öld. SAXAMBERG-EYAN Hollenskur sæfari, • Lindeman, skýrði frá því, að hann hefði fund- ið eyu í Suður-Atlantshaíi árið 1670. Nefndi hann hana Saxemberg og sagði að hún væri á 30. gr. 40 min. suður breiddar og 19. gr. 30 mín. vestur lengdar. Sextíu árum seinna voru menn komnir að þeirri niðurstöðu að frá- sögnin um ey þessa væri hjegóm- inn einber og helst sú frú fram til 1804. Þá tilkynti ameríski sæfar- inn Galloway að hann hefði sjeð eyna og siglt fram hjá henni svo að hann hefði horft á hana í fjór- ar klukkustundir. Samkvæmt mæl- ingum hlaut hjer að vera sama ey- an og Lindeman hafði fundið. Ár- ið 1816 skýrði Head skipstjóri á breska skipinu „True Briton“ svo frá, að hann hefði sjeð evna og horft á hana í sex klukkustundir. Hann lýsti henni mjög á sama hátt og þeir Lindeman og Galloway höfðu gert og staðar ákvörðunin vrar hin sama og þeirra. Ey þessi var mjög úr alfaraleið og 600 sjómílur undan landi. En þar sem nú höfðu fengjst vottorð þriggja mætra skipstjóra um að hún væri til, þeir höfðu lýst henni og öllum borið saman um hvar hún væri, þá varð það ekki dregið í efa. En samt fór nú svo, að síðan hefir þessi ey aldrei sjest. Hvaða skýring er á þessu? Tæp- lega sú, að þessir þrír menn hafi albr logið. Önnur skýring er senni- legri. Amerískur sæfari, Morrell að nafni, hefir skýrt frá því í bók, að einu sinni hafi hann siglt í fjórar stundir samfleytt og stefnt á land,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.