Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 331 að vinna fyrir. Af nafnkunnum listaverkum hans má nefna „Fall Nelsons hjá Trafalger." „Seinasta för Témératres“. „Sigurhátíð Kartagoborgar" og „Fall Kartago- borgar“. Með aldrinum gerðist Turner mjög aðsjáll og einrænn, en hann rakaði saman fje. Hann keypti gamalt hússkrifh í London þar sem faðir hans hafði leigt og síðan ljet hann reisa handa sjer sumarhús í Twickenham og ljet föður sinn annast aldingarðinn þar. Bjuggu þeir saman og voru mjög samrýnd- ir og höfðu gamla ráðskonu til þess að annast húsverkin. Faðir hans dó 1829 og eftir það varð Turner enn mannfælnari en hann hafði áður verið. Ágerðist það svo með aldrinum, að hann vildi helst ekki tala við nokkurn mann, og engan fá inn í hús sitt. Hann tók að safna þeim málverk- um eftir sig, er hann hafði áður selt, og alt sem hann málaði gevmdi hann innan luktra dyra. Húsið varð hrörlegra með hverju árinu sem leið o*g menn óttuðust, að málverk- unum væri þar hætta búin. Ýmsir listunnendur gerðu þá tilraunir til þess að koma vitinu fyrir hann, að geyma ekki þessa dýrgripi í slíkum hjalli. En þeir náðu aldrei fundi hans. í hvert skifti sem einhver gerði sjer ferð heim til listamanns- ins, var það segin saga að gamla ráðskonan kom til dyra og sagði að Turner væri ekki heima og hún vissi ekkert um það hvenær hann mundi koma heim. Ráðandi menn vildu að landið eignaðist nokkur af helstu mál- verkum hans og voru það þó sjer- staklega Kartagomyndirnar, sem þeir höfðu ágirnd á. Varð þetta til þess, að Pembroke lávarður gerði sjer ferð heim til hans og náði tali af honum. Vildi Pem- broke að hann seldi ríkinu lista- verk sín og yrði þeim komið fyrir í helstu söfnum: Kvaðst hann vel skilja það, að Turner vildi ekki sjá af myndum sínum ,en það gerði ekkert til, ríkið gæti kevpt þær og fengið þær svo að honum látn- um. En Turner sagði nei. Hann k\raðst þegar hafa gert erfðaskrá sína og þar væri svo fyrir mælt, að alt safn sitt ætti að fara í gröfina með sjer. Síðan kom sendimaður rakleitt frá drotningunni og vildi fá mynd- ir hans keyptar. Bauð hann Turn- er ávísun frá drotningunni, þar sem engin upphæð var rituð og mátti hann sjálfur ákveða hve mikið hann vildi fá. Hann átti sjálf- ur að skrifa upphæðina á ávísunina. En ekki dugði þetta heldur. Turn- er var ósveigjanlegur. Nú var honum þó nóg boðið að vissu leyti. Hann þóttist ekki geta haft neinn frið í London. Fór hann þá að leita sjer að samastað þar sem hann gæti lifað óáreittur. Eft- ir mikla leit fann hann afskekt og hrörlegt hús í Chelsea. Ekkja nokkur átti þetta hús. Henni leist ekki meira en svo á þennan nýa leigjanda. Þá vendi Turner sínu kvæði í kross og keypti húsið af henni, en sagði að hún mætti vera þar eins lengi og hún vildi. — Iivað heitir þjer? spurði kon- an. — Fyrst vil jeg fá að vita hvað þjer heitið, sagði hann. — Jeg heiti frú Booth. — Og jeg heiti Booth líka, sagði hann. Og síðan bjó hann þarna undir þessu nafni. Krakkarnir í þorpinu kölluðu hann altaf aðmír- ál Booth, því að hann var í klæða- burði eins og gamall skipstjóri. Einu sinni kom gamla ráðskonan hans að finna hann. Þá lá hann fárveikur. Hann bað gömlu kon- una að draga rúmið sitt út að glugg -anum, svo að hann gæti horft út. BRIDGE S. D G 6 5 H. 8 3 T. A 9 7 6 L. G ti 4 S. 9 4 H. D 9 6 2 T. K 8 L. ÁK 10 8 3 N V A S S. 7 3 H. G 7 5 4 T. D G 5 3 L. D 9 5 S. A K 10 8 2 H. A K 10 T. 10 4 2 L. 7 2 Suður gaf og hvorugir voru I hættu. Sagnir voru þessar: s V N A 1 sp / 2 lauf 2 sp pass 4 sp pass pass pass Vestur sló út LK og síðan LÁ. Þrið.ia laufspilið drap S á hendi. Nú er sýni- legt að hann heíur tvo tapslagi í tigli og það er aðeins ein von að losna við annan þeirra, þannig að V hafi TK annan. Suður sló því út tigli og diap með ásnum. Síðan tók hann trompin af hinum. Þar næst tók hann á HÁ og HK og sló svo enn út hjarta og drap með trompi í borði. Síðan sló hann út tigli og V varð að taka á kónginn og slá svo út í lit, sem hvorki var hja spilara nje í borði. Þar með var spilið unnið. Ef V hefði drepið með TK upp- haflega, var spilið tapað. En hver gat sjeð það fyrir? Það var alveg rjett spil- að hjá V að geyma kónginn. Hún gerði það, og rjett á eftir gaf hann upp andann. Hann var vel efnaður. Hann ljet eftir s‘g 140.000 Sterlingspund í peningum og svo hið ómetanlega listaverkasafn. En erfðaskráin var ekki eins og hann hafði sagt. Þvert á móti gaf hann ríkinu öll listaverk sín. Frú Booth gaf hann húsið, sem hann keypti af henni. Ýmsum öðr- um gaf hann stórgjafir, en það sem afgangs var átti listaháskólinn að fá og skyldi þar stofnaður sjóður til styrktar fátækum listnemend- um. En vegna þess að ýmis ákvæði erfðaskrárinnar voru óljós, höfðuðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.