Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Side 8
332
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
SÓL OG SUMAR — Þjóðhátíðardaginn 17. jání var sól og sumar í Reykjavík.
Fólkið íagnaði gcða veðrinu og svo að segja hvert mannsbarn var á ferli úti
við allan liðlangan daginn. Hátíðahóidin fóru vel og skipulega fram en uin miðj-
an daginn, er hlje varð á þeim, leitaði fólkið uppi friðsiela staði þar sem það
gat setið á grænu grasi og notið sólskinsíns. Þessi mvnd var þá tekin i Lækj-
argötu. breiðustu götunni i bænum. Meðfram henni er grasbali og grasbrekka og
þar sat fólkið hópum saman. Hvíta húsið næst á myndinni er Gimli, nú biskups-
setur. Þar næst kemur citt af gömlu húsunum í bænum, hús Stefáns iandfó-
geta Gunnlaugssonar, er seinna átti Guðmundur Björnson landlæknir. Þá
kemur Mentaskólinn og blaktir íslenski fáninn yfir honum. — (Ljósm. Ól. K.
Magnússon).
eríingjar mál út af henni. Saxaðist
þá svo á eignirnar að listaháskól-
inn fekk ekki nema 20.000 pund.
Erfingjunum tókst að hrifsa til sín
allar teikningar hans og lentu þær
síðan á við og dreif, og þykir nú
óbætanlegur skaði.
Samkvæmt eigin ósk var Turner
fenginn legstaður í St. Páls kirkj-
unni við hliðina á Reynolds.
I I t
Mestu menn sveitanna
í mínu ungdæmi voru prestarnir
einu menn í sveitunum, sem gengið
höfðu i skóla. Þeir höfðu líka bókakost
nokkurn fram yfir það, sem völ var á
bóndabæum. Þess utan voru þeir oft
gáfaðir að eðlisfari. í samkvæmum var
þeim valið æðsta sæti og ekki þótti það
hlýða, að nokkur maður tæki til máls
undir borðum á undan prestinum. —
Hann var ætið sjálfkjörinn bæði til þess
að skemta og fræða. Það var líka lane
oftest sem Reykholtsprestar voru vel
til þess fallnir. (Kristl. Þorst.)
Komið að Skálholfi
Jón Borgfirðingur ferðaðist um Suð-
urland fyrir 90 árum og kom þá að
Skálholti. Segir hann svo frá því: rKom
28. júli kl. 11 að skólavörðunni. Hún
hefur verið hlaðin í ferhyrning af stór-
um björgum. Hún er öll hrunin, en þar
sem hún var lægst var hún mjer í öxl,
en sunnan til meira en hæð. Þeir Ská'-
holtsbúar hafa tekið úr henni grjótið
og rutt niður, því þeir ætluðJ að hlaða
þar rjett, sem enn sjer merki til. K'.
12 kom jeg heim að hinum nafnkenda
stað. Fólkið var fálátt og óviðfeldið og
gægðist út um dyrnar. Það má segja,
þar er horfin dýrð. Alt er horfið ofan
i jörðina, nema sums staðar sjer fyrir
húsatóftum og eins mótar fyrir undir-
ganginum i kirkjuna. Það er eins og
litið jarðfall frá bænum og gegnum
kirkjugarðinn, að kirkjunni, sem er ný
og lagleg timburkirkja. Rjett fyrir náð
fekk jeg að sjá inn í hana, en sá, sem
sýndi mjer, gat lítið sagt mjer af ör-
nefnura ug göralura kiíura. í kirkjunni
er litið eftir aí gömlu nema klukkurnsr
með ártalinu 1720, mynd Finns biskups
og legsteinar r.okkrir, t. a. m. yfir Jón
Vídalín, Jón Árnason og Þórð biskup
Þorláksson. Brot af gömlum legstein-
um lágu fyrir utan sáluhliðið. Sjera
Jón á Mosfelli skrifaði upp um voriö
letrið af öllum legsteinunum. Uppi á
loftinu var skrifli af gömlu skírnarfati,
alt brotið. Trjefotur eða stöpull var
undir, alt útskorið, úr kaþólsku. Tvæi
þykkar bækur frá miðri 16. öld lágu
þar uppi á hanabjálkaloftinu.“ — Vilja
menn svo ekki ihuga hvað gert hefur
verið fyrir Skálholtsstað á þessum 90
árum, sem síðan eru Uðin?