Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 1
XXVIT. árg. 13. tbl. JfofBunfrlato iii0 Sunnudagur 20. apríl 1952 Gísli Friðrik Petersen yfirlæknir; WILHELM CONRAD RÖIMTGEN OG RÖIMTGEIMGEI8LARIMBR 6. apríl er alþjóðlegur dagur í baráttunni gegn krabbameini. Það er því ekki úr vcgi að minnast að nokkru þess manns, sem uppgötvaði rönt- gengeislana, og það þvi fremur sem skammt er um liðið síðan sú upp- götvun varð hálfrar aldar gömul, og þess afmælis þá minnzt að verð- leikum víða um heim. Ennfremur mun verða greint frá eðli geislanna og uppruna, og að nokkru getið þeirra framfara, sem þeir hafa valdið í læknisfræði. UPPGÖTVUN röntgengeislanna markaði tímamót. Smásjáin víkk- aði sjóndeildarhringinn á sínum tíma, með því að opna nýan heim, ósýnilegan berum augum, en rönt- gengeislarnir sviptu burt huliðs- blæju og veittu læknum innsýn í byggingu og störf mannslíkamans og sjón til þess að geta greint sjúkt frá heilbrigðu. Nýtt ljós þekkingar var tendrað, sem hefur orðið leiðar- og leitarljós við greiningu hinna margvíslegu sjúkdóma, sem hrjá mannlega líkama. Brátt kom og í ljós, að geislarnir höfðu lækninga- mátt við ýmsa sjúkdóma og mein. Við erum öll þakklát þeim manni, sem uppgötvaði þessa und- ursamlegu geisla. Það var Wilhelm Conrad Höntgen. Hann fæddist 27. marz 1845, í smáborginni Lennep í Rínarlöndum. Faðir hans var kaup- maður, vel efnum búinn. Móðirin var hollenzkrar ættar, og flutti fjöl- skyldan til Hollands, þegar Rönt- gen var á unga aldri. Hugur hans beindist snemma að stærðfræði og eðlisfræði, og stundaði hann nám við tækniskóla í Utrecht í Hollandi. Hann lauk þó ekki prófi, en varð að víkja úr skóla vegna brots á skólareglum, sem hann var talinn eiga þátt í. Sagan segir, að Röntgen hafi verið saklaus, en ekki viljað segja til nafns vinar síns, sem átti hlut að máli. Röntgen var nú þannig settur, að hann hafði ekki lokið nauðsynlegu undirbúningsprófi fyrir háskóla- nám, og var það honum áhyggju- Gísli Fr. Petersen dr. efni. Það rættist þó úr því, er vinur hans svissneskur benti honum á fjöllistaskólann í Zurich, en þar gat hann innritazt án þess undirbún- ingsprófs, sem aðrir skólar kröfð- ust- Skóli þessi hafði þá verið stofn- aður fyrir áratug, en þegar getið sér mjög gott orð. Röntgen gekk greiðlega að fá inngöngu, með þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.