Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Page 6
r 194 * C" LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KOPTINN VERDUR SAMCÖNGUTÆKI FRAMTÍDARINNAR Helicopter-flugvél KOPTINN hefir reynzt framúr- skarandi vel í Kóreustyrjöldinni og miklu betur en nokkur maður hafði gert sér í hugarlund. Með honum hafa hersveitir verið flutt- ar til vígvaUanna og komið þang- að óþreyttar, i ?tað þess að áður komu þær pffast til víglínunnar dauðþreyttar af langri göngu. Með honum hafa hersveitir og birgðir verið fiuttar upp á fell og tinda. Þeir hafa bjarg^ð særðum mönn- um, flutt vistir og hjúkrunargögn til afskektra liðsveita og haldið uppi eftirliti og njósnum. Þeir hafa orðið svo vinsælir, að það gengur ævintýri næst En koptinn er líka nvtsamlegur til margra friðarstarfa. Hann er hin bezta björgunarflugvél sem þekkist. Með honum er hægt að vökva víðlenda akra, dreifa yfir þá fræi og áburði. Hann er heppileg- astur allra flugvéla til þess að taka myndir úr lofti og rannsaka ókunna stigu. Hann er heppilegur til þess að halda vörð um skóga og berjast gegn eldi í þeim. Hann er heppileg- ur til strandvarna og til þess að flytja póst. Og sumir spá því að innan fárra ára verði hann helzta samgöngutækið. fc ' yr & HUGMYNDIN ER GÖMUL r Þótt telja verði að koptinn sé r nýasta gerð flugvéla, þá er þó langt síðan að hann var upp fundinn. Menn segja að á 13. öld hafi Kín- ' verjar búið til leikfang, sem var alveg eins og koptinn. Annars er franski flugvélasmiðurinn, Louis Breguet, talinn vera sá, er fann hann upp. Árið 1907 smíðaði hann kopta, sem gat hafið sig til flugs, en hætti við hann vegna þess hve illa gekk að stýra honum. En árið 1909 tók ameríski flugvélasmiður- inn Igor I. Sikorski að fást við smíði kopta og honum er það mest að þakka hverjar framfarir hafa síðan orðið á smíði þessara sam- göngutækja. Talið er, að 1200 koptar hafi þeg- ar verið smíðaðir í Bandaríkjun- um og nú vinna verksmiðjurnar eingöngu fyrir stjórnina — hún kaupir alla koptana — svo að þeir eru ekki orðnir almenningseign ennþá. En verksmiðjurnar eru nú að búa sig undir fjölda-fram- leiðslu. Og svo mikla trú hafa menn á þessu farartæki, að flug- félagið Wiggins Airways í Massa- chusettts hefir lýst yfir því að það ætli algerlega að skifta um flug- vélar og fá sér kopta, undir eins og tækifæri gefst. Koma koptarmr þá algjörlega í staðinn fyrir venju- legar flugvélar á öllum þeim flug- leiðum, sem þetta félag hefir, og jafnframt ætlar það að færa út kvíarnar og halda uppi flugsam- göngum við New York og nágrenni hennar. FLYTJA FÓLK 'T TIL FLUGVALLA En enda þótt koptarnir útrými ekki öðrum flugvélum til fólks- flutninga, þá geta þeir komið að góðu gagni við að flytja farþega frá borgunum út til flugvallanna. Mörgum mönnum þykir, serri von er, leiðinlegt að eyða jafn löngum tíma í það að komast út til flug- vallanna, eins og flugferðin sjálf stendur yfir. En þetta getur kom- ið fyrir í stórborgum. Flugvellirn- ir eru utan við borgirnar og víða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.