Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Side 11
£ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 199 2000 kr. til fjórðungssjúkrahússins, Að- aldælahreppur 5000 krónur og Umf. Geislí í Aðaldal 1000 krónur. Frú Ingibjörg Þorláksson ekkja Jóns Þorlákssonar fyrrum forsætisráðh. gaf Háskólanum 50.000 króna sjóð til minn- ingar um mann sinn og skal sjóðnum verja til þess að styrkja verkfræði- stúdenta. Til minningar um hjónin Guðnýu Friðbjarnardóttur og Pál Jónsson smið i Húsavík færðu börn þeirra sjúkra- húsinu í Húsavík 3000 kr. gjöf. Stúkan Akurblómið á Akranesi gaf sjúkrahúsinu þar 2000 kr. til minningar um hjónin Mettu Hansdóttur og Svein Guðmundsson, sem lengi voru meðal ötulustu Góðtemplara þar. Sjúkrahúsið í Norðfirði fékk vönduð Röntgentæki að gjöf frá kvenfélaginu Nanna, kven^adeild Slysavarnafélags- ins og Kauðákrossdeildinni þar á staðn- um. •i1 •'* **’ SLYS OG ÓHÖPP . ~ ~~ ' 2. marz sótti dráttarbáturinn Magni út í flóa enskan togara, Lord Cunning- ham, sem hafði beðið um hjálp vegna þess að eldur hafði kviknað í kola- geymslunni. Tólf klukkustundum eftir að skipið kom hér í höfn tókst að lok- um að kæfa eldinn. 5. Amerískur hermaður hafði fengið leigða litla flugvél og var að skemrnta sér á henni upp við Sandskeið. Svo slysalega tókst til að hann flaug á símastaur, flugvélin mölbrotnaði og hann beið bana. S. d. kom þýzki dráttarbáturinn, sem sótti togarana Baldur og Haukanes, til Reykjavíkur aftur. — Fyrir sunnan Reykjanes hafði sjór komizt í Haukanes og héldu menn fyrst að skipið mundi sökkva, en svo varð ekki. Hér var sjón- um dælt úr skipinu og það skoðað, og síðan lagði dráttarbáturinn aftur á stað. Aðfaranótt 14. strandaði Turkis, norskt fiskflutningaskip fullhlaðið hjá Sandgerði, losnaði með flóðinu en hafði misst stýrið. Sæbjörg og Hermóður drógu það til Reykjavíkur. Bráðabirgða viðgerð fór fram hér og síðan kom norskur dráttarbátur að sækja skipið og fór með það undir mánaðarlokin. Aðfaranótt 17. hvarf ungur piltur, Magnús Sigfinnsson á Grænanesi við Norðfjörð heiman frá sér og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. 17. fannst lík Sigurgeirs Guðjónsson- ar bílstjóra, sem hvarf frá bíl í stórhríð 18. jan. b.1. hjá Hlíðarvatni í Selvogi. Var líkið skammt utan við veginn þar sem bílarnir höfðu teppzt. 21. varð lítill drengur fyrir bíl í Hafnarfirði og beið bana. Aðfaranótt 30. strandaði vb. Skjöld- ur frá Siglufirði austan Þorgeirsfjarð- ar. Menn björguðust allir, en skipið Yiefur ekki náðst út. 31. datt kona á götu í Reykjavík og fótbrotnaði illa. Fjögur börn urðu fyrir bílum í Reykjavik í þessum mánuði og meidd- ust öll meira og minna. 31. kom amerísk flugvél frá Græn- landi með 15 ára Eskimóa, sem hafði fótbrotnað illa. Drengurinn var sendur héðan með flugvélinni Gullfaxa til Kaupmannahafnar. lS.jjbrann , iiskimjölgverksmiðja. og lýsisbræðsla *í Grindavík til kaldra kola. Upptök éldsins voru'í olíukyntum mjölþurrkará. Þárna'brann lý6Í:og ann- að verðmæti fyrir 1.5 rriillj, króna. — Bræðslumaður fótbrotnaði er hann var að reyna að bjarga lýsistunnum. 21. kom eldur upp í vélarrúmi björg- unarskipsins Sæbjargar, en var fljótt slökktur og urðu skemmdir litlar. Aðfaranótt 23. kom eldur upp í húsi Jakobs Jósefssonar á Sauðárkróki. Fólk komst út, en fáu var bjargað af innan- stokksmunum og urðu miklar skemmd- ir á húsinu. 25. kom eldur upp í íbúðarhúsi á Hofstöðum í Miklaholtshreppi. Komu menn af næstu bæum fljótlega á vett- vang og tókst að slökkva eldinn, en miklar skemmdir höfðu orðið á efri hæð hússins. '•* >r u SÝNINGAR í þessum mánuði voru tvær mál- verkasýningar í Reykjavík, heildar- sýning á myndum Snorra Arinbjarnar og minningarsýning um Kristján heit. Magnússon málara. Þá var og opnuð Ijósmyndasýning viðvaninga hinn 14. og stóð hún til mánaðarloka. — 40 menn höfðu sent myndir þangað. Var aðsókn mikil og fjórar beztu myndirnar fengu verð- laun. Nýtt félag, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað í Reykjavík i önd- verðum mánuðintim. Minni mjólkurneyzla. — Samkvæmt skýrslu mjólkursamlaganna höfðu þeim borizt rúml. 300.000 lítrum minni mjólk 1951 en 1950, en sala mjólkur á árinu minnkaði um 600.000 lítra rúmlega. — Birgðir af ostum og smjöri voru miklu meiri í landinu við s.l. áramót en ári áður. Ekið yfir hálendið. 3. kom Guð- mundur Jónasson við 4. mann á snjó- bíl til Akureyrar. Höfðu þeir farið þvert yfir hálendið frá Þingvöllum um Kjöl og yfir Hofsjökul. Ökutími hafði verið 16 stundir. Orðabók Sigfúsar. Stjórn íslenzk- dansks orðabókarsjóðs gerði samning við Lithoprent um að ljósprenta 3000 eintök af orðabók Sigfúsar Blöndals. Ljóslækningastofa. Hvítabandið opn- aði Ijóslækningastofu fyrir börn í Reykjavík. Sjö flugmenn Loftleiða h.f. komu heim fr^ Bandaríkjunum, en þangað höfðu þeir farið til þess að kynnast nýungum í flugmálum og til þess að ganga undir flugpróf hjá loftferðaeftir- liti Bandarikjanna í New York. Björgunartilraun. í seinasta stríði var sökkt 15.000 smálesta olíuskipi brezku inni í Seyðisfirði. H.f. Hamar í Reykja- vík tók nú að sér að athuga möguleika á því að ná skipinu upp með öllum farmi. Var unnið að athugunum j því seinni hluta mánaðarins. j Hallgrímur Jónsson flugmaður réðist til hollenzka flugfélagsins K. L. M. og á að taka við flugstjórn austur í Indó- nesíu. Hann er 23 ára. Axel Helgason forstöðumaður tækni- deildar rannsóknarlögreglunnar fór til Englands til þess að kynna sér starfs- háttu hjá Scotland Yard. Skattheimtan. — Sérfræðingur frá Chicago, Mr. Julian Smith, dvaldist hér í mánuðinum á vegum rikisins til þess að kynna sér fyrirkomulag skattheimt- unnar og gera tillögur um endurbætur á því. Lynde B. McCormick yfirflotaforingi Atlantshafs-bandalagsins, kom hingað í eftirlitsferð um miðjan mánuðinn. Búnaðarþingi var slitið hinn 8. Hafði það þá setið í 23 daga og afgreitt 50 mál. Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í hinu margumtalaða máli útvarps- stjórans. Var hann dæmdur til að greiða 9000 kr. sekt. Magnús Jochumsson var skipaður póstmeistari í Reykjavík frá 1. apríl að telja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.