Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 14
L 202 '
C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
l
:
!
i
l
BORGIN SYNDLAUSA
MAÐUR ER nefndur John Alex-
ander Dowie. Hann var Skoti og
fór vestur um haf árið 1893 þegar
heimssýningin var haldin í Chica-
go. Honum blöskraði gjálífið þar
og svallið, svo að hann tók sér fyr-
ir hendur að fara að prédika og
reyna að leiða menn á rétta braut.
Hann leigði sér timburskála og
syndugt fólk flyktist þangað til
þess að hlusta á hann og njóta að-
stoðar hans til þess að hverfa af
vegi syndarinnar. Þetta gekk allt
vel. Syndararnir voru margir og
þeir lögðu svo drjúgan skerf til
starfseminnar, að Dowie sá sér
fært að stofna sérstakan söfnuð,
sem hann nefndi „hina kristilegu
kaþólsku kirkju“. Svo keypti hann
6500 ekrur lands hjá Michigan-
vatni, miðja vegu milli Chicago og
MilwaÚKee. Kaupverðið var 1.250.
000 dpííarar. Og árið 1901 stofnaði
hanm þar hina „syndlausu borg“,
sem hann nefndi Zion. Þarna voru
8000 íbúar, allt fylgjendur Dowies.
Borgin blómgvaðist undir stjórn
Dowies. Þar var banki, mennta-
skóli, byggingarfélag, heimih fyrir
iallnar konur. Iðnfyrirtæki þutu
þar upp og hvert þeirra varð að
greiða Dowie tíund. Af þessu varð
hann brátt stórauðugur og er talið
að hann hafi um eitt skeið átt 20
miljónir dollara.
Hann setti sjálfur lög í borginni
og samkvæmt þeim varð hver mað-
ur að trúa því að jörðin væri flöt.
Ekki máttu menn safnasl saman á
götum. Þar matti ekki vera neinn
læknir, engin lyfjabúð og auðvitað
engin leikliús, spilahús né opinber-
ar söngskemmtamr og liljómleik-
ar. Og dans var harðlega .bannaó-
ur. Mönnum var bannað að eta
ostruf og fl&gk, að ganga á skóm
úr sútuðu skinni, að hafa háa hæla,
vera í silkisokkum og liða á sér
hárið. Og harðbannað var að neyta
áfengis og nota tóbak. Þessar regl-
ur voru í gildi til skamms tíma.
Kvikmyndir voru líka bannaðar.
Ekki var hægt að girða fyrir það
að ferðafólk kæmi til borgarinnar
en ýmsar ráðstafanir voru gerðar
til þess að það skyldi ekki spilla
hinum sanntrúuðu. Þess vegna
voru settir verðir við borgarhliðið
og höfðu þeir hjá sér mikið af
sjölum til þess að steypa yfir synd-
ugar konur, sem komu þangað
flegnar niður á brjóst. Ferðamenn
voru oft sektaðir vegna þess að
þeir þekktu ekki lög borgarinnar.
Það varðaði 10 dollara sekt að
kveikja í sígarettu. Ef menn blístr-
uðu eða blótuðu voru þeir settir
í varðhald .Eins varðaði það sekt-
um að nota jórturgúm. Og það eru
ekki nema 20 ár síðan að maður
nokkur var sektaður fyrir það að
halda utan um konu sína á al-
mannafæri.
Árið 1906 fór Dowie í préclikun-
arferð til Englands og fól þá Vil-
bur Glenn Voliva stjórn borgar-
innar. Árið eftir dó svo Dowie og
varð Voliva þá hæstráðandi þar.
Hann var þrautreyndur maður,
hafði byrjað að prédika þcgar hann
var 16 ára gamall og tekið vígslu
19 ára. Einu sinni hafði hann far-
ið til Ástralíu og tekist að kristna
þar 1300 manna. Hami var því svo
sem sjálfsagður að taka við af
Dowie.
Hann gerðist þegar umsvifi-
mikill. Hann stjórnaði kirkjunni og
gaf út þau blöð, _sem borgarbúar
máttu lesa. Hami hafói umsjón
með frágðslu barna. Og nain hans
stóð ietfað yfcí dy;uQ} verzlapa cg
......
verksmiðja, því að hann eignaðist
brátt allt. Og hann var harðari í
horn að taka um alla vandlætinga-
semi heldur en fyrirrennari hans.
Hann gaf út þá skipun, að baðföt
yrði að vera víður serkur, sem
næði frá höku niður á tær. Hann
sagði að læknar væri eiturbyrlarar
og galdramenn. Trúin ein megnaði
að gera menn heilbrigða. Og allt
var eftir þessu. Hann stofnaði lög-
reglulið til þess að gæta þess að
fyrirskipunum sínum væri hlýtt. í
því voru 800 menn. Þeir voru í
einkennisbúningum og höfðu
biblíuna spenta við belti sér. Á
húfum þeirra var mynd af friðar-
dúfunni og undir letrað „þol-
gæði“.
„Jörðinni má líkja við pönnu-
köku“, sagði Voliva, „og norður-
heimskautið er í miðju hennar. Ef
jörðin væri hnöttótt eins og vís-
indamennirnir segja, þá yrði
Ástralíubúar, sem eftir því eru
beint niður undan okkur, að fjötra
fætur sína við jörðina svo að þeir
detti ekki út í geiminn. Það er
ekkert aðdráttarafl til“. Og einu
sinni sagði hann: „Ég hefi aldrei
hitt þann menntamami, að hann
viti miljónasta hlutann af því, sem
ég veit“.
Meðan allt gekk vel í Zion hlýddu
íbúarnir Voliva í blindni. En svo
kom viðskiftakreppan mikla, og
árið 1933 voru öll iðnfyrirtæki í
Zion sett undir opinbert eitirlit.
„Kreppan er komin til þess að rofsa
jarðarbúum fyrir syndir þeirra“,
sagði Voliva. Og kreppan varð hon-
um þung í skauti. Menn Jóru að
eíast um óskeikulleik hans. Árið
eftir kusu borgarbúar skólastjórn
þvert á móti tillögum lians, og var
það í fyrsta skifti í sögu Zions-
borgar, að slilí óhlýðni lralði átt
sér .stað.
Voliva var svó reiður að hann
vissi sitt rjúfeaudj. ráð. Honn