Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Side 4
F 24Q : r' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hálffallið. Þá var ekki komið neitt tiltakanlega mikið brim, þótt vel heyrðist í því inn í húsið, þar sem það stóð á sjávarbakkanum. Kvaðst hann ekki hafa getað séð að nein hætta væri á ferðum. Lagði hann sig þá til svefns aftur, en vaknaði við það að hann heyrði mannamál úti fyrir, og er hann leit út um glugga sá hann hvar skip lá á hlið- inni í Grófinni. Kallaði .hann þá í Sigurð vinnumann sinn og skipaði honum að fara út að hjálpa við björgun bátanna. Þegar Sigurður fór kveikti Geir á eldspýtu og leit á klukkuna. Hún var þá 5%, en hana sagði að hún væri heldur á eftir kirkjuklukkunni. Þegar Sigurður kom út hafði einu skipinu verið bjargað. f Alfrún Einarsdóttir ráðskona í Hlíðarhúsum bar það að óveðurs- nóttina hefði hún farið á fætur klukkan tæplega 4 og haldið upp í Bankastræti til að vitja um kú, sem Helgi lektor Hálfdanarson átti. Þegar hún gekk hjá Grófinni var sjórinn spölkorn fyrir neðan stokk inn. Var þá mikill undirsjór og sjó- hljóð, en brim eigi fjarska mikið. — Þegar hún kom aftur ofan úr Bankastræti—stóðu 3 skip uppi í Grófinni, en hin komin á hiiðina. Þarna hiiti hún þá Guðmund og Jón' Sveihsson í Hákoti, en aðra menn sá hún ekki. Hún spurði Guð- mund hvað klukkan væri og sagði harm að hún væri 4%. Sigurður Sigurðsson tómthús- maður í áteinhúsi kvaðst hafa vaknað kl. 5 og farið þá rakleiðis niður á \ Bakkasand (en svo hét fjaran niður áf Brunnstígnum sem nú er) því að þar hefði hann skilið við skip sitt kvöldið áður. Síðan gekk þann þyert yfir Hlíðarhúsa- tún ogíikpm. ekki í Grófina fyr en öll skipin höfðu verið sett þar. — Hann sagð; að klukka sín gengi ekkl nákvæmjega eins og kirkju- klukkan, stundum fljótari, stund- um seinni, og munaði það allt að 15 mínútum. Eiríkur Helgi Eiríksson fyrir- vinna móður sinnar í Dúkskoti kvaðst hafa farið á fætur kl. 5 og gengið niður í Grófina. Þar voru þá allmargir menn fyrir og hafði flestum skipunum verið bjargað nema 3 vestast í Grófinni og ein- um báti. Þar lágu þau hálfflöt. Ekki vissi hann hvenær sjávargangurinn hafði byrjað. Grímur Jakobsson tómthúsmað- ur á Seli kvaðst hafa verið vakinn með þeirri fregn að skip sitt væri farið í sjóinn og allt sem í vörinni hefði verið. Hélt hann að þá hefði klukkan verið um 5. Hann kiæddi sig í snatri fór niður að sjó og stóð þar nokkra hríð að horfa á eyðilegginguna, en þegar hann kom heim var kl. 514. Guðmundur Sigurðsson formað- ur á Miðseli kvaðst hafa farið á fætur kl. tæplega 5 og rokið þá með heimamönnuin niður að sjó til þess að hjarga bátnum, sem þeir höfðu þó sett að stórstraums flæðarmáli kvöldið áður. Þegar þeir komu í vörina var sjór fallinn undir skipið að framan. Var það með naumind- um að þeir gátu borgið því á land, og þó stórskemmdu. Ekki kvaðst hann vita hvenær þessi forátta hljóp í sjóinn. Jóhann Jóhannesson vinnumað- ur í Arabæ sagði að Guðmundur í Hákoti hefði vakið sig um morg- uninn. Klæddi hann sig í myrkri og vissi því ekki hvað framorðið var. En niðri í Gróf spurði hann Guðmund hvað klukkan væri og sagði hann þá að hún væri nálægt 5. Þá voru Hákotsmenn að bjarga sínu skipi, en af hinum skipunum í Grófinni voru 4 þau vestustu kom- in á hliðina og eitt farið. Eftir það kom hvert ólagið á fætur öðru og kastaði skipunum hærra. Ólafur Þórðarson bókhaldari (frá Vigfúsarkoti) kvaðst hafa far\ð á fætur kl. 6. Þá var allt um garð gengið að bjarga skipum í Gróf- inni, nema hvað einn teinæringur lá flatur við endann á bryggjuhús- inu. Guðmundur Jónsson og Ingi- mundur Jónsson vinnumenn hjá Jóh. Ólsen báru það að Guðmund- ur Ásmundsson hefði vakið sig og sagt að kl. væri þá 5. En kl. tæp- lega 6 hefði verið lokið björgúú skipanna í Grófinni. =//= Það, sem mestu skipti í þessr. máli, var að komast eftir því, hve • nær skipatjónið hefði orðið, og hve^ nær næturverðirnir hefði farið heim þennan morgun. Þar rekast frásagnir á. Að vísu kemur það í ljós, að ekki hafa allar klukkiv verið réttar. Þó virðist munurinn á þeim ekki svo mikill, að hann geti réttlætt hinn mismunandi framburð, og fer því eitthvað á milli mála með tímasetninguna. Af framburði þeirra, sem fengust við að bjarga skipunum, má sjá að þeir telja að bátatjónið hafi orðið ein- mitt í þann mund er næturverðirn- ir sögðust hafa farið heim. En eng- inn þessara manna varð var við næturverðina. Og eftir því sem næturvörðum sagðist frá um sjó- lagið kl. 5, var það útilokað að nokkrum mínútum seinna skyldi komið slíkt aftakabrim sem raun var á. Það var því ekki annað sýnna en næturverðirnir hefði far- ið heim fyr en þeir sögðu. Og sá mun hafa verið dómur almennings. Þess vegna urðu þeir svo hart úti. =//= Þegar þessum réttarhöldum var lokið, var kvatt til bæjarstjórnar- fundar að nýju. Þar skýrði bæjai- fógeti frá yfirheyrslunum og las hið helzta, sem komið hafði fram í prófunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.