Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Side 6
Tr
f 242 l
LESRÓK MORGUNBLAÐSINS
H. E.:
GAIVILA TJALDIÐ
HANN VAR að taka til í geymslu-
kompu hjá sér. Margra ára sam-
ansafn af gömlu skrani átti að fara
í eldinn eða í öskuhaug, en það er
nýtilegt var lét hann á stað ^r-
Allt í einu varð fyrir honum lítill,
samanvafinn böggull, sem hann í
fyrstu fékk ekki komið fyrir sig
hvað vaeri. Hann dustaði af honum
rykið og athugaði hann í krók og
kring. Jú, einmitt, það var tjaldið,
gamla, litla tjaldið hans. Hann
stóð með það í hendinni og minn-
ingar löngu liðinna yndisr.tunda
komu fram í huga hans. Úti ham-
aðist norðan ofsinn og hörð snjó-
korn hrukku inn um óþéttann loft-
gluggann, en hann sá lítið, hvitt
tjald í fögrum hvammi við bjart
fjallavatn. — Blóðberg, beitilyng,
gulur og grár mosi. Hraunbreiður.
Sólroðin ský.
— Hann vaknaði eins og af
svefni og strauk hendinni um enni
sér. Nú var ekki sumar, heldur
vetur. Sumarið var liðið hjá eins
og ævisumai hans sjálfs. Þessir
gömlu fætur áttu ekki eftir að
marka spor í raoldarflög og mosa.
Hann lagði tjaldið frá sér og
hélt áfram dundi sínu, en minning-
arnar sottu á, og áður en varði var
sumar komið, og hann var aftur
að rangla um hraun og móa með
malinn sinn, tjald og svefnpoka.
Svo var eins og skugga bæri yfir.
Óhugnanlegur atburður rifjast
upp. — Hann er einn á ferð uppi
í óbyggðum. Leið hans hefir legið
um móa og mosagróin hraun, en
eftir því sem ofar dregur verður
leiðin torsóttari, og þegar hann
loks kemst út úr hrauninu er degi
tekið að halla. Hann velur sér
tjaldstað, og brátt er tjaldið komið
upp. Svo býr hann um sig í svefn-
pokanum, réttir úr sér, og hvílir
þreytta limi. Sólin færist upp eftir
tjaldinu og hverfur að lokum.
Skuggarnir lengjast. Einhversstað-
ar úr tjarlægð berst kyrrlátt lóu-
kvak. Spói vellur. Rjúpkerj lætur
til sín heyra. Svo þagna raddirnar
hver af annarri, og nóttin færist
vlir, dul og hljóð. — Um lágnætt-
ið, þegar fossinn breytir um nið,
og tjaldið skelfur í næturkulinu
eins og einhver ógn steðji að, er
einmana tjaldbúa bezt að breiða
vel yfir höfuð sér og .gefa sig Guði
á vald. En hann gerði hvorugt, og
því fór sem fór. Uss, hvað var þetta-
Var ekki einhver að rjála við tjald-
ið. Hann bærði ekki á sér, og hlust-
aði. Nú var eins og gengið væri
um. Án þess að fara úr svefnpok-
anum, settist hann upp, og leit út.
Þar var enginn. Hann lagðist aftur
útaf, en óljóst hugboð um aðsteðj-
andi hættu varnaði honum svefns,
svo hann klæddist og fór út. En
meðan hann stóð þarna og starði
á úfið hraunið, var eins og eitt-
hvað losnaði úr tengslum í sálar-
fylgsnum hans, og hann var grip-
inn óstjórnlegri angist og einmana-
kennd. Hann einbeitti öllu vilja-
þreki sínu til að losna úr þessu
hræðilega ástandi, en hugsanirnar
urðu að flækju sem honum tókst
ekki að greiða; vitundin hvarf, og
allt varð tóm og myrkur. — Þegar
hann rankaði við sér, var hann á
hlaupum niður með hraunjaðrin-
um á leið til byggða. Og þangað
komst hann undir morgun, hálf-
sturlaður og illa til reika. — En
mörg ár eftir þetta, lá minningin
um þessa skelfilegu nótt, og ótt-
inn við geðveiki á honum eins og
mara. Hann hafði beyg af fjöllun-
um, og þótt iöngun gripi hann við
og við, að kanna fornar slóðir,
áræddi hann ekki að dvelja fjarri
mannabyggðum einn síns liðs.
Svo var það kvöld eitt, að hann
lá í rúmi sínu, yfirkominn af tann-
pínu. Og þegar þrautirnar voru
orðnar það miklar að honum fannst
hann varla geta afborið þær, hurfu
þær allt í einu, en hann var kom-
inn upp undir loft í herberginu,
og honum leið óumræðilega vel.
Hann sá líkama sinn liggja í rúm-
inu fyrir neðan sig, kannaðist við
hann og vorkenndi honum, en
fannst hann algerlegd óviðkomandi
sér. Svo tóku þrautirnar til á ný,
og'allt komst í samt lag. Þetta
varð til þess, að hann tók að velta
því fyrir sér, hvort það gæti verið
rétt, sem hann hafði einhversstað-
ar lesið eða heyrt, að líkamarnir
væru tveir. En hann komst ekki
að neinni niðurstöðu, trúði engum
fyrir þessu hugarvíli sínu, og hætti
að hugsa um það.
Enn liðu nokkur ár, og kom þá
annað atvik fyrir- Hann var við
veiðar í stóru vatnsfallí. Óð út á
sandeyri, reyndi nokkrum sinnum,
en varð ekki var. En meðan hann
stóð þarna, kom yfir hann sama
angistar-tilfinningin og forðum, og
hann vissi ekki af sér um stund.
Þetta leið þó fljótt hjá, og hann
óð í land og gekk upp með vatns-
fallinu. En á hól, alllöngum spöl of-
ar, sat félagi hans og beið eftir
honum. Og er þeir hittust, segir
sá: „Það kom dálítið einkennilegt
fyrir mig áðan“. — „Nú“. „Já, ég
sat hérna og horfði á þig þar sem
þú stóðst úti á eyrinni, og allt í
einu var eins og þú skiptist í
tvennt og ég sá tvo menn“. —
Þessi orð félaga hans urðu honum
minnisstæð. Á undri því er gerzt