Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1952, Blaðsíða 11
f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
247
úr róðri. Tveir menn fórust, en sex
komust í björgunarbát úr togleðri, sem
vélbáturinn hafði og flutu á honum
þangað til annan vélbát bar þar að
og bjargaði þeim.
15. apríl sótti sjúkraflugvélin fár-
veikt stúlkubarn frá Deildartungu í
Borgarfirði. En á meðan hún var á
leiðinni hingað varð bróðir telpunnar
undir traktor og stórslasaðist. Flug-
vélin sótti hann líka.
Bifreiðaárekstur varð í Svínahrauni
20. apríl og slösuðust tvær konur mik-
ið og voru fluttar í sjúkrahús.
Aðfaranótt 27. april féll sextugur
maður, Samson Jónsson af hestbaki á
Langholtsvegi í Reykjavík og beið
bana.
m - j®-. a .1
^ ,v' t
ELDSVOÐAR
1. apríl brann bærinn Gunnólfsvík
á Langanesi til kaldra kola og varð
engu bjargað af innanstokksmunum.
6. april kom upp eldur i svonefndu
Ginkrhóteli á Keflavíkurflugvelli og
skemmdist það mjög mikið.
VESTUR UM HAF
'Gylfi Þ. Gíslason prófessor fór vest-
ur í haf í boði Bandaríkjastjórnar, til
þess að kynna sér kennsluaðferðir þar
og, próf í viðskiptafræðum.
Séra Eirikur Brynjólfsson á Útskál-
um sagði lausu embætti sínu og ætlar
að flytjast vestur til Vancouver á
Kyrrahafsströnd, að beiðni íslendinga
þar, sem vilja fá íslenzkan prest. Hefir
hann lofað að vera þar 2—3 ár.
Fjórir ungir íslendingar fóru vestur
til Alaska og voru ráðnir í skógar-
vinnu þar.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
Á sumardaginn fyrsta voru opnaðir
fyrir almenning tveir sýningarsalir í
nýa Þjóðminjasafninu, og eru þar að-
allega munir frá 17. og 18. öld.
ÁRNASAFN
Ónefndur maður sendi Þjóðminja-
verði kr. 500.00 að gjöf i byggingar-
sjóð að væntanlegu Árnasafni hér á
landi. Stúdentafélagið tók upp hug-
myndina og skoraði á þjóðina að koma
upp húsi fyrir sáfnið með frjálsum
samskotum. Gaf það svo 1000 kr. úr
sjóði sínum til þessa. Félag íslenzkra
stórkaupmanna gaf 10.000 kr. í sjóð-
inn og margar fleiri gjafir bárust. Var
svo hafizt handa um fjársöfnun um
land allt.
SÝNINGAR
Ungur málari, Sverrir Haraldsson,
hafði sýningu í Reykjavík og seldust
þar 24 myndir.
Frú Vigdís Kristjánsdóttir hafði list-
sýningu (gobelin og málverk) í húsi
Þjóðminjasafnsins.
Sýning var haldin í Reykjavík á
29 myndum eftir 10 unga norska
málara.
íslenzka listsýningin, sem send var
til Belgíu, var opnuð 6. april í Briissel
og hefir fengið góða dóma.
ÍÞRÓTTIR
Landsflokkaglíma fór fram í Reykja-
vík 4. apríl og varð Rúnar Guðmunds-
son Á sigurvegari í 1. flokki, Gunnar
Ólafsson UMFR í 2. fl., Elías Auðuns-
son KR í 3. fl. og Guðmundur Jóns-
son UMFR í drengjaflokki.
Skákþingi Norðlendinga lauk 8.
apríl og varð Jón Þorsteinsson lög-
fræðingur hlutskarpastur og hlaut
tignarheitið „Skákmeistari Norður-
lands“.
Á sundmeistaramóti Norðurlanda
fyrir unga menn, sem haldið var í
Ósló, varð Pétur Kristjánsson hinn
þriðji í röðinni í 100 m. skriðsundi.
Drengjahlaup Ármanns fór fram
27. Þar sigraði Svavar Markússon KR,
en Ármann vann bæði þriggja og fimm
manna flokkakeppnina.
Víðavanghlaup fór fram í Reykja-
vík á sumardaginn fyrsta eftir venju
og tóku 15 menn þátt í því, þar á með-
al Oddgeir Sveinsson er keppti nú í 22
sinn. Sigurvegari í hlaupinu varð
Kristján Jóhannesson ÍR.
MANNALÁT
4. Lydia Angelika Knudsen, ekkja
séra Ólafs Magnússonar í Arnarbæli.
4. Sigurður Kristjánsson bóksali
97 ára.
8. Árni Geir Þóroddsson fiskimats-
maður nær 89 ára.
10. Frú Sigríður Benónýs, í Berkeley,
Kaliforníu.
17. Frú Ingibjörg Þóra Kristjáns-
dóttir frá Laugarnesi, 75 ára.
18. Sigurður Árnason vélstjóri á
Bergi við Reykjavík, 75 ára.
19. Magnús Jónsson trésmiður í
Reykjavík, 82 ára.
27. Frú Sigríður Magnúsdóttir, kona
Ólafs Lárussonar prófessors.
27. L. H. Miiller kaupmaður í
Reykjavík.
Viðskiptasamningur Svía og íslend-
inga var framlengdur um eitt ár.
Vextir hækka. Frá 1. apríl hækk-
uðu innlánsvextir hjá bönkunum um
1,5—2,75 af hundraði. Var það gert
til að örva innlög sparifjár. Samtímis
hækkuðu útlánsvextir um 1 af hundr-
aði.
Fyrsti ríkisráðsfundur eftir fráfall
herra Sveins Björnssonar forseta var
haldinn 1. apríl og voru þar afgreidd
mörg mál.
Pálmi Hannesson rektor var kosinn
í orðunefnd í stað Sigurðar heit. Hall-
dórsssonar trésmíðameistara.