Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 2
302 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS komið svo sem áður var, að al- menningur gerir sér trautt grein fyrir því að hann er eldfjall. Eng- inn getur þó fullvrt neitt um að hann sé lagstur til hvíldar fyrir fullt og allt. Hann getur enn komið mönnum á óvart og þeytt úr sér eldi og ösku þegar minnst varir. Lýsing Steingríms biskups á upp- tökum gossins er á þessa leið: — í rökkrinu og um vökuna mið- vikudagskvöldið 19. des. 1821, hið næsta fyrir jól, sáust oft leiftranir í heiðríkju, en daginn eftir, undir miðmunda, sást á hæstum Eva- fjallajökli lítill, hvítleitur, bólstrað- ur skýstólpi, sem á svipstund lagði hátt upp á loft og varð að þvkkum reykjastólpa, er sortnaði því meir sem frá leið. Veður var heiðskírt og lygnt. Um sólsetur hvarf reyk- urinn, en skömmu seinna gekk enn meiri reykjarmökkur upp af jökl- inum og sáust neðarlega í þeim mekki leiftranir og eldglæringar um kvöldið. Dagana 21.—27. des. gekk mökk- urinn ákaft upp með hvassviðri af norðaustri og lagði mökkinn þá fram yfir og vestur um fjallið. — Virtist jökullinn þá dökkna við það af öskufalli, en mökkurinn óx og dreifðist út um suðurloftið. Varð við það mikið öskufall undir Ytri- Eyafjöllum og um Austur-Landey- ar, og lítillega varð vart við það í Hvolhreppi og neðri hluta Odda- sóknar. Einstöku sinnum brá eldi fyrir á jöklinum, neðan til við mökkinn. Hinn 28. desember virt- ist gosmökkurinn klofna af mis- vindi og sýndust tveir mekkirnir og næsta dag skifti hann sér í ýms- ar áttir eftir gustinum. Fyrstu dagana kom nokkur vöxt- ur í vötn og fljót, og vestur með Eyafjollum heyrðust óttalegir dynkir í jöklinum, eins og hann mundi springa þá og þegar. Sand og Ösku skóf norðaustanveðrið að mestu burt aftur í Landeyum, þó sást þar á jörðu fín, gráleit ösku- móða, en framan undir Eyafjöll- um varð mest af öskufallinu, og miklu af vikri hlóð niður á heiðar þar fyrir ofan. Hlýtt veður var alla þessa daga. Fram að nýári hefur mest verið 3 stiga frost, en oft 2 stiga hiti. Frásögn séra Brynjólfs Sivertsen er á þessa leið: — Eldgjáin er tæplega mílu veg- ar frá Holti. Jökullinn sprakk og nokkur hluti úr honum þeyttist í norður, en til allrar hamingju varð það ekki að tjóni. Var þetta ísstykki um 9 alna hátt og 20 faðma um- máls. Auk þess komu miklar skrið- ur og fylgdu þeim ógnarlegar drun- ur, en ekki teljandi jarðskjálfti. — Síðan gaus ægileg eldsúla upp úr gjánni og var á sífelldu kviki af gosstrókunum, sem fylgdu á eftir og misjafnlega björt. Þó bar hann birtu vítt um kring, svo að lesljóst var um miðja nótt inni í Holti, eins og um hábjartan dag væri. Þessu fylgdi mikil aska, grjót og möi og stórir hálfbrunnir steinar, er sumir vega um 50 pund. Þennan dag og fram til nýárs fellu ókjör af vikri á næstu sveitir, eftir því sem vindur stóð, svo að þykkt öskulag varð á jörð. Þetta líktist mest stórhríð og askan þrengdist inn í hús um allar smug- ur meðfram gluggum og gættum og bar með sér sterka brennisteins- fýlu. Mann sveið í augun undan þessari ösku.------- Þá segir séra Torfi á Breiðaból- stað svo frá: — Askan var hvítgrá með brenni- steinskeim og sagt er, að sé henni fleygt á eld, þá komi upp bjartur logi. Tvisvar hefur gosið sprengt jökulinn og sjónarvottur hefur sagt mér að gosið hafi kastað jökulbrot- um, sem voru þrisvar sinnum hærri en hann og margir faðmar ummáls. Af hinum mörgu hálf- brunnu steinum, sem þeytzt hafa úr gosinu, hefur fundizt einn um mílu vegar frá gosstaðnum og vóg hann 80 pund. Ekki hefur frétzt um neitt tjón á mönnum né skepn- um, en askan var farin að valda gaddi í skepnum, áður en stormur- inn sópaði henni burt. — Jón biskup Helgason segir í „Ár- bókum Reykjavíkur", að fyrstu daga gossins hafi eldglæringarnar sézt úr Reykjavík á hverju kvöldi, en enginn aska hafi þó fallið hér um slóðir. ----♦---- Upp úr nýárinu tók gosið að réna. Komu þá rigningar svo að öskuna, sem fallið hafði undir Eyafjöllum, rigndi niður í jörðina, eða hún varð að eðju, og fraus síðan svo að hag- laust varð með öllu. Nokkrir bænd- ur lóguðu þá einhverju af fé sínu. í bréfi, sem Steingrímur biskup skrifaði 23. febrúar, segir hann svo: — Mökkurinn er ekki horfinn enn af jökhnum, og í dag er hann meiri en að undanförnu. Þó hefur ekkert öskufall verið nú um langt skeið og jökullinn er aftur orðinn drifhvítur, svo að askan hlýtur að hafa sópazt af honum í regni og stormi. Reykurinn líkist gufu upp af sjóðandi vatni, og hlýtur að stafa af eldi, sem enn er í jöklinum. Sumum sýnist jökullinn hafa lækk- að í nánd við gíginn og gígskálin virðist vera miklu stærri en hún áður var, því að mökkurinn færist út frá norðri til suðurs heðan að sjá, en hvort hann hefur færzt út frá austri til vesturs verður ekki heðan séð. Síðan gosið hófst hefur veðrátta versnað, verið sérstaklega óstöðug og oft miklir stormar og nú seinast mikill snjór og kuldi. Vegna þess hve uggvænlega horfði um fóðrun búpenings undir Eyafjöllum, gerði séra Páll Ólafs- son að Ásum í Skaftártungu Ey fellingum það stórmannlega tilboð,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.