Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 307 allt kvöldið, ef Sigurfari kynni að koma að, bjóst við að sjá Ijósið á honum koma þá og þegar fram undan hlíðinni, en allar ferðir mín- ar komu fyrir ekki. Klukkan var að verða eitt aðfaranótt 17. febrú- ar, og stóð ég góða stund undir hjalli Jóns kaupmanns í Súðavík og starði kvíðinn út í sortann. Allt í einu verður bjart í kring- um mig eins og um hádag — líkt og kastað væri geisla. Sá ég þá upp eftir sæbröttu fjalli, þar sem ófæra skagaði í sjó fram, og inn- anvert við ófæruna var stór klett- ur umflotinn, en upp af klettinum stóð Sigurfari allur brotinn og lask aður; framstafninn brotinn af nið- ur að vindulykkju, og hengu lóða- flækjur út um rifurnar. Sigurfari stóð kjölréttur á malarkambi og var allur á þurru, því að mikið var fallið út. Ég var sem dáleiddur. En mér brá ekkert við sýnina, enda sá ég alla skipshöfnina standa við bátinn bráðlifandi í hríðinni. Stóðu þrír fyrir framan hann, en tveir bakborðs megin hjá vélahús- inu. Síðar hvarf sýnin, og í kringum mig var sami hríðarsortinn og áð- ur. Gekk ég þá rólegur heim og háttaði, svaf í einum dúr til klukk- an sjö um morguninn. Fór ég þá á fætur og leit út, en ekki var Sig- urfari kominn á leguna, enda bjóst ég að vísu eigi við því eftir það, sem ég sá um nóttina- Um níuleytið þenna morgun fór Grímur kaupmaður fram í sím- stöð til þess að reyna að leita fregna af bátnum. Hélt hann helzt, að Sigurfari hefði hleypt til Súg- andafjarðar. Þá er hann kom aft- ur, hafði ég tal af honum, en hann hafði ekkert frétt, enginn hafði séð Sigurfara, og uggði Grímur mjög urn afdrif hans. Segi ég þá við Grím: „Skipshöfnin er lifandi, en hins vegar er Sigurfari sjálfur möl- brotinn úti í Óshlíð, ég sá þetta greinilega gegnum holt og hæðir stundu eftir miðnætti í nótt leið“. — „Guð hjálpi þér, maður! Hvað heldurðu að þú vitir um þetta?“ anzaði Grímur og hélt, að ég væri orðinn ruglaður. Ég kvaðst vera alheill bæði á sál og líkama - og myndi allt, sem ég hefði sagt, reyfi- ast satt. Skildum við svo talið. Ég fór inn að snæða morgunverð, en hann hélt niður í Súðavík. Nokkru síðar sé ég, að Grímur gengur enn í símstöðina. Þegar hann heldur heim aftur eigi löngu seinna, spyr ég hann frétta af Sig- urfara. Þá anzar hann, að allt, sem ég hefi innt sér frá áður um morg- uninn, sé rétt. Kveður hann Hálf- dan Hálfdanarson í Búð í Hnífs- dal hafa verið að skýra sér frá því í síma, að Sigurfari hafi strandað í Óshlíð um miðnætti, skipshöfn in komizt á land og sé hress. Hafi skipshöfnin guðað á glugga í Búð um tvöleytið þá um nóttina og Sig- urfari hafi um það leyti verið kom- inn á þurrt — hann sé rétt innan við svonefnda Ófæru. Hafi klukk- an verið um eitt, er þeir yfirgáfu skipið. Það hefur verið skömmu eftir, að ég sá sýnina. Bátsflakið og það, sem náðist af veiðarfærum, var sótt út eftir þenna sama dag á vélbátnum Sæ- birni, og var þá komið dátt veð- ur, sem fyrr segir, skipbrotsmenn komnir á strandstað og leið vel eftir hrakninginn og volkið eftir atvikum. % Spurði eg þá í þaula að ýmsu, er ég sá í Óshlíð í myrkri hríðinni um nóttina, og stóð það allt heima út í æsar. Sigurfari var gersamlega ónýtur, en þar eð ekki var hægt að fá annan bát, vorum við skiprúms- lausir, það sem eftir var vertíðar, og var það mein mikið. Óhapp þetta féll smátt og smátt í gleymsku, en þó verður mér sjálf- um það minnisstætt alla ævi. Finnst mér þetta atvik sýna mátt guðs og gæzku, að hann skyldi sýna mér þetta svona glöggt, er ég stóð úti í hríðinni vonlaus og dapur og taldi víst, að Sigurfari væri horf- inn í hafið með skipshöfninni, fimm kærum félögum mínum- (Sögn sjónarvotts sjálfs, Helga frá Súðavík. — EÍhar Guðmunds- son). ★ ★ ★ ir ÓRÆK SÖNNUN ÞAÐ var í ^fskekktu héraði. Skólinn var nýbyrjaður og eitt af því fyrsta, sem börnin áttu að læra, var það að jörðin væri hnöttótt og hún snerist um sjálfa sig einu sinni á sólarhring og færi í kring um sóiina einu sinni á ári. Þessu vildu börnin ekki trúa. Kenn- arinn fullvissaði þau um að þetta væri satt og reyndi að útskýra það fyrir þeim. En kennarinn var nýr og þau vildu ekki trúa honum. Þau sögðust mundu trúa því sem Hans gamli segði. Hann var vinur barnanna og hafði langa lífsreynslu og vissi allt. Og svo varð það úr að allur skólinn fór á fund Hans gamla. Hann sat á tröppunum hjá húsi sínu og reykti pípu í makind- um. Börnin sögðu honum nú frá því hvað kennarinn hafði sagt og spurðu hvort það væri satt. — Nei, það getur ekki verið satt, mælti Hans gamli og tók út úr sér pípuna. Nei, það væri á móti lögmáli náttúrunnar. Hlustið þið nú á, ég skal útskýra þetta fyrir ykkur. Þarna í trénu á fugl sér hreiður í svolítilli holu. Oft flýgur hann út úr hreiðrinu og beint upp í loftið til þess að eltast við flugur. Og þegar hann hefur náð í flugu flýgur hann með hana rakleitt heim í holu sína, beint niður. En ef jörðin ætti nú að vera á þessari fleygi- ferð, sem kennarinn segir og futílinn hefði verið að eltast við flugu dálit'.a stund, hvert haldið þið þá að holan hans væri komin?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.