Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 303 að þeir sendi sauðfé og hross aust- ur í Skaftártungu og þar yrði því séð farborða, því að ekkert ösku- fall hafði komið þar. En þar sem gosið rénaði svo skjótt, munu fæst- ir hafa þegið þetta góða boð þá, hafa búizt við að geta framfleytt skepnum sínum. Séra Páll var sonarsonur Páls spítalahaldara í Gufunesi og dótt- ursonur séra Jóns Steingrímssonar. Hann fórst tveimur árum seinna í Kötlukvísl ásamt Þórarni Öfjord sýslumanni. Kona hans var Kristín dóttir séra Þorvalds Böðvarssonar. Gosið fór nú smáminnkandi fram undir vorið og fóru litlar sögur af því, en reykjarmökkur sást þó við og við yfir jöklinum. Voraði þá illa sunnan lands, voru kuldar miklir og þurrkar. Á annan í hvítasunnu fór Magn- ús hreppstjóri Sigurðsson á Leir- um við þriðja mann upp á jökul til þess að athuga eldstöðvarnar. Segir Espholin svo frá þeirri för: — Þeir komust að Guðnasteini, scm efstur er, um dagmál, fundu þar hamar þverhnýptan nær 20 faðma, að því er þeir ætluðu. Hafði hann brunnið að fornu og hjuggu þeir úr honum hraunmola. Þar hjó Magnús á fangamark konungs og fvrstu stafi í nafni sínu og fylgdar- manna sinna. Þcir fundu eldgjána í norðvcstur frá Guðnasteini og var að sjá sem gljúfur botnlaust. Þeir ætluðu hún mundi vera 30 faðmar þar sem hún var mjóst, en 1000 íaðma löng og jökull hvarvetna fram á barmana, en tveir svartir hnúkar litlir að vestan og treystust þeir ci þangað fyrir óvegum. Sáu þeir guíu af þremur opum á jökl- inum, suður og vestur af aðal- gjánni, og langt á milli hvers þeirra. Eigi urðu þeir varir við vatn og eigi við ösku, sáu og eigi gjörr fyrir guíunni hvort rjúka mundi um op austanvert við gjána. Fekk Magnús hjartslátt og þreytu í fætur, meðan hann var hæst og eignaði það loftinu. Bundu þeir sig saman á streng á jöklinum, með þriggja faðma milUbili, svo upp mætti draga þann er falla kvnni í blindgjár, og allir höfðu þeir skó- brodda. Sneru þeir ofan um hádegi og náðu messu að Holti á mið- munda. En Magnús bauðst síðan til að fylgja á fjallið, þeim er vildu og nokkru launuðu. Um vorið fóru að koma smá- hlaup úr jöklinum við og við og feilu þau vestur í Markarfljót. Leið svo fram til 20. júní 1822. Þá hófst nýtt gos engu minna en hið fyrra. Spjó þá jökullinn eldi og ösku með brestum og þrumugný, sem heyrð- ist allt austur í Skaftártungu. Gos- mökkinn lagði hátt í loft upp, en norðlæg átt var á og steypti ösk- unni niður yfir Eyafjallasveit, svo að iörð varð hvítgrá á litinn. ,.Þetta gráleita duft í grasinu varð skepn- um viðbjóðslegt og óhollt. Mál- nytupeningur varð strengdur af sulti og geldist hastarlega, einkum sauðfé, sem hvergi hamdist, en týndist, ruglaðist við fjallafé og annað fé og virtist jafnvel í eld- áttina sækja, en fjallaíé ofan til byggða. Mælt er að undir Eyafjöll- um hafi ær víða svo bráðþornað upp eftir fráfæfur, að 10—12 þeirra mjólkað hafi aðeins 1 pela einu sinni á dag,“ segir Magnús Step- hensen. Svo mikið varð öskufallið í þessu gosi, að bændur á kirkjujörðum afsöluðu sér ábvrgð á innstæðu kú- gilda sinna og kröfðust yfirvalds úrskurðar um það hvað við þau skyldi gera. Var þctta vegna þess að ýmsir bændur bjuggust þá við því að verða að flýa jarðir sínar. Var þá farið að koma kúm og sauð- fé á brott úr sveitinni, austur í Mýrdal og vestur fyrir vötn, en haldið var eftir 1—2 kúm á bæ, vegna barna svo að þau gæti fengið mjólk, en þessum kúm varð að gefa inni og fóðra þær á gömlu heyi. Veðrátta var kyrrstæð um þessar mundir og lagði öskumökkinn víðs- vegar yfir suðurlandið og þó meira til vesturs. Var þá oft svo dimmt að skammt sást enda þótt loft væri skýlaust, en í sólina glórði í gegn um mökkinn og var hún rauð að sjá. Og það var eins og mökkurinn leiddi vel sólarhitann, því að oft náði hitinn 34—36 stigum á daginn. Barst þá öskumökkurinn svo langt vestur að aska fell hér í Reykjavík og um Seltjarnarnes og Álítanes. Um skeið virtist svo sem jörð mundi ekki verða ljáberandi í næstu sveitum við jökulinn á þessu sumri. En það fór mjög á annan veg. Þegar öskufallinu linnti í júlí tók jörð þegar að gróa og varð grasvöxtur upp af öskunni fádæma mikill áður en lauk. Varð því upp- gripa heyskapur undir Eyafjöllum í ágúst og fram í september. Og þegar þessi breyting varð á, sóttu menn búfénað sinn og fluttu heim aítur. Þó varð málnyta þetta sumar mjög lítil, vegna þess að fénaður var sjúkur af öskuáti og orðirin grindhoraður. Fátæklingar liðu og sult vegna þess að málnytan brást, og var sagt að séð hefði á mörgum. Þótt heyfengur yrði allmikill, voru heyin mjög óhollt fóður vegna öskunnar, sem í þeim var, svo að kýr íóðruðust illa. Öskugosin heldu áfram með köflum fram á haust og fell þá talsverð aska í ofanverðri Fljótshlíð. Veikinda fór þá að verða vart í útigangspeningi, bæði sauð- fé og hrossum. Kom bólga í liða- mót á fótum og frauðlíkir hnúðar á fótleggi og kjálka. í riti Markúsar Loftssonar um jarðelda á íslandi segir svo frá af- leiðingum þessa goss: — Norðan- vindur setti mökkinn fram yfir Eyafjallasveit. Varð askan 5 þuml-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.