Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Blaðsíða 4
304 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS MERKJASTOÐVAR unga þykk, jafnt yfir, gráleit á lit, og svo óholl í fénaði að nytpening- ur varð þvínær algeldur, sem sjá má á því, áð úr 20 árh fékkst 1 mörk mjólkur einu sinni á dag. Margir bændur undir Eyafjöllum komu nautpening austur í Skaftár- tungu til göngu um veturinn eftir, því heyafli Fjallamanna var lít- ill (?) og reyndist mjög óhollur í öllum skepnum, svo fjöldi af kúm, hrossum og sauðfé hrundi niður um veturinn og sumarið eftir, í öllum þeim fremri sveitum fýrir austan Þjórsá, þó fellirinn yrði mestur undir Eyafjöllum. Það votú liða- hmitar, gaddur í kjálkum og höfuð- beinum, brunasótt í lungum, áem gerði þau morkin, svo að af þeim lagði mjög slæma lykt.... ---♦----- Undir áramótin var gosinu lokið, svb að hvorki varð vart við eld né öskugos. En fram yfir áramót var þó stundum að sjá hvítan gufu- mökk yfir jöklinum. ---p----- Árið eftir gaus Katla og er það önnur saga. En í samban^i yið" páo gos tók Eyaíjallajökull aftur að bæra á sér og gaus þá upp úr hon- um reykjarmökkur, en ekki varð úr því reglulegt eldgos. Þótti þetta benda til þess að „sarhgangur" væri milli Kötlu og Eyafjallajökuls og að óslitnar eldstöðvar væri frá jökl- inum austur Sólheimajökul og Mýrdalsjökul. Það var í eldgjánni frá 1822 að bandaríska flugvélin fórst nú fyrir skemmstu. Á. Ó. ★ ★ ★ ★ ^ Vopnahlésumræðurnar Hinn 6. apríl s.l. höfðu vopnahlés- nefndirnar í Kóreu haldið 319 fundi. Þar af voru 130 fundir haldnir til þess að raÞða um grundvöll vopnahléssamn- inga og 112 til þess að ræða um fanga- skifti, án þess að neitt samkomuiag yrði. FRÁ upphafi vega hefur maðurinn íundið hve nauðsynlegt það er að koma fréttum og skilaboðum sem fljótast milli fjarlægra staða. Eink- um var þetta nauðsynlegt í hern- aði. Alexander mikli, Hannibal og Cesar sendu hraðboða, ýmist þol- hlaupara eða riddara. Seinna íundu menn upp á því að nota bréfdúfur. Einnig voru vitar kveiktir á fjöll- um og segir sagan að þannig hafi herboð getað borizt á skömmum tíma eftir endilöngum Noregi. Vit- ar þessir voru merkjastöðvar, en höfðu aðeins eina sögu að segja, að ófriðarmenn væri komnir til landsins. En það mun hafa verið á sjónum að mönnum tókst fyrst að koma margháttaðri skilaboðum á milli, með alls konar merkjum og með því að hiaða seglúm á vissan 4játt. Seinna'fundu menn upp á því að gefa merki með ljósum þegar myrkt var af nótt. Og þegar fall- byssur komu til sögunnar var farið að gefa merki með þeim. Á 16. öld voru fundin upp ýmis merkjakerfi og endurbætti brezki flotaforinginn Sir William Penn þau mjög á 17. öld. Annar flota- foringi, Kempenfelt, fann fyrstur upp á því að gefa merki með smá- flöggum, og samdi sérstakt merkja- kerfi, sem að miklu leyti er notað enn í dag. Þess er getið um Nelson flotaforingja, að hann treysti ekki á merkin, þótti öruggara að gefa undirmönnum sínum munnlegar fyrirskipanir. Þó var send út með merkjum hin fræga dagskipan hans: England ætlast til þess að hver maður geri skyldu sína. Það var enskur maöur, R. L. Edgeworth sem fann upp hinn svo- nefnda „semaphore“, eða merkja- stöðvar á landi, árið 1767. Frakkar tóku þessa hugrriynd upp 1794 til þess að koma skilaboðum frá höf- uðborginni til herja sinna. Og ári seinna var slíkum merkjastöðvum komið upp í Englandi. Til þess að koma skilaboðum langar leiðir, varð að reisa merkja- stöðvar með stuttu millibili og helzt þar sem hæst bar á. Merkja- stöðvar þessar voru þannig útbún- ar, að reist var há grind og innan í henni voru sex spjöld í tveimur röðum, og með því að opna þau og loka þeim á víxl, var hægt að gefa 63 mismunandi merki. Aðalmerkjastöðin var á þaki flotamálaráðuneytisins í London, en þaðan dreifðust svo merkja- stöðvarnar í allar áttir. TóK merkja -stöðvar voru milli London og Portsmouth, 31 milli London og Plymouth, 19 milli London og Yar- mouth og 10 milli London og Deal. Vegarlengdin milli þessara stöðva var dálítið mismunandi, eftir því hvernig landslagi var háttað, 12— 14 enskar mílur þar sem lengst var á milli. Óvíða voru þær í beinni línu, því að seilzt var til þess að setja þær þar sem bezt sást til þeirra og alls staðar varð að gæta þess, að svo vel sæist milli stöðv- anna, að hægt væri að greina merkin. Þegar stöðvar þessar höfðu verið í notkun í 20 ár, hafði reynslan sýnt, að 200 daga á ári að meðaltali var hægt að koma skilaboðum all- an daginn milli þessara stöðva, um 60 daga á ári var hægt að nota þær nokkurn hluta dagsins, en 100 daga voru þær ónothæfar. Mjög var það mismunandi hvað hinar ýmsu stöðvar dugðu vel. Til sumra sást

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.