Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Side 1
28. tbl.
Sunnudagur 3. ágúst 1352.
XXVII. árg.
Árni Óla:
IVióbergsSieiiaraiir á Suðurlaiidi
Rannsókn móbergshellanna á Suðurlandi verður sumum hugstætt
viðfangseíni. Vér vitum að hér er um elztu hús á íslandi að ræða
og samt bíðum vér eftir því að tilviljun færi oss upp í hendurnar
einhverjar sannanir um aldur þeirra og uppruna. Samtímis tr
fárast um að vér eigum engar gamlar byggingar, en það er að vísu
síður sprottið af þjóðrækni, heldur en löngun til að trana þeim
íraman í útlendinga. — Ég kom fyrir skömmu í hellana hjá
Hellum á Landi, sem vitað er að eru að minnsta kosli 600 ára
gamlir, og af þeirri heimsókn er þessi grein sprottin.
VESTAN undir Skarðsfjalli í Land-
sveit standa þrír bæir risulegir og
er skamt á milli þeirra. Næst þjóð-
veginum er Múli, þá Hellar og inn-
ar með fjallinu er Hvammur. Múli
hét áður Látalæti og var hjáleiga,
en Guðmundur Árnasonhreppstjóri
og fræðimaður gerði hana að sér-
stakri jörð, húsaði hana vel og gaf
henni nýtt nafn 1917.
Túnin í Múla og Hellum nú sam-
in. Þau standa hátt og teygjast upp
í fjallið, en fram undan eru sléttar
og grónar grundir alla, leið út að
Þjórsá. Fjallið-iyfir bæunum er all-
mjög gróið, en þó sjást enn á stöku
stað ör, þar sem jarðspildur hlupu
fram í jarðskálftunum miklu 1896.
Þau ör eru nú sem óðast að gróa.
Hér er fagurt um að litast á björt-
um sumardegi. Hlýtt er í skjóli
fjallsins, túnin víðlend og grasgef-
\
in, og maður veit reyndar ekki hvar
túnin þrýtur og úthagi tekur við,
því að allt sýnist eitt slétt og fagurt
tún fram undan. Hamdan við það
glóir sól á Þjórsá hjá Nautavaði, og
enn lengra í burtu hyllir Stóranúp
og fleiri bæi.
En þegar komið er suður fyrir
fjallsmúlann blasir við önnur sjón.
Þar voru fyrrum þrír bæir, Fells-
endi, Króktún og Skarð. Þeir hafa
verið fluttir í minni elztu núlifandi
manna undan ágangi sandsins, og
standa nú góðan kipp sunnan og
aústan við fjallið.
Hellar í Landsveit. Skarffsfjall í baksýn.
éT