Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1952, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
377
Crunnmynd er sýnir stóra heyhellinn og' hlöðuna. Myndin
er teiknuð af handahófi og eru hlutföll því ckki rétt. Veggir
hlöðunnar eru hlaðnir af grjóti nema á kafla næst heliis-
dyrunum þar sem brotinn var unp mcbergsrani og er siétt
móberg neðst í veggnum.
Nokkuð af gömlu kroíi, sem er að finna hingað og þangað
• um veggina í heyhellinum stóra. Einkennilegir eru hinir
samandregnu stafir I S á bremur stöðum og sitt með hverju
móti. í Hestahclli er áletrunin T.II.S. 1722 (endurnýuð).
Fyrir mörgum árum fannst forn
róðukross í veggskúta í fjárhelli
hjá Hóli í Kelduhverfi og er hann
geymdur hér í Þjóðminjasafninu.
Mér finnst það því vel hafa getað
átt sér stað að slíkur róðukross
hafi einhvern tíma verið geymd-
ur í veggsV.otinu í hellinum á Hell-
um, t. d. upp úr siðaskiftum, þegar
mönnum var bannað að tilbiðia
dýrlingamyndir. Ég mundi trúa
væri mér sagt, að um þær mundir
hefði búið á Hellum sá bóndi, er
ekki þýddist hinn nýa sið og hafi
því flutt helgimynd og bænastað
sinn út í hellinn, þar sem hann gat
óhultur rækt sinn pápiska átrúnað.
Ymislegt krot er á veggjum hell-
isins hingað og þangað, sumt er
mjög máð og lítt læsilegt eða alls
ekki. Innan um er alls konar krot
eftir aðkomumenn á seinni árum.
Þar eru einnig fangamörk nokkurra
seinustu ábúenda, sem hafa sýnt
hellunum sóma. Þar er fyrst G. Þ.
S. 1844. Það er fangamark Guðlaugs
Þórðarsonar er þá tók við búi.
Hann var bróðir Þórðar Þórðarson-
ar er var einhver fyrsti íslenzki
skósmiðurinn í Reykjavík. Þórður
hafði lært iðn sína í Lúbeck og kall-
aði sig því Thordarsen. Systir
þeirra Álfheiður, sem fyrr er nefnd,
bjó í Hvammi með Stefáni bróður
sínum; hafði hann einhverntíma
verið í Odda og kallaði hún hann
því stúdent. Þegar hún var á ferð
hér syðra var hún vön að kynna
sig þannig: „Ef þið þekkið Stefán
stúdent, Þórð skómakara í Reykja-
vík, Guðlaug dýralækni á Hellum
og Jón smáembættismann í Skarðs-
kór, þá er ég systir þeirra bræðra“.
Guðlaugur á Hellum var hagmælt-
ur og orkti þessa vísu um syni sína:
Einn er Filpus óþægur,
annar Stefán*) siðprúður,
þriðji Þórður þriflegur,
þessa drengi á Guðlaugur.
Filippus tók við búi á Hellum
eftir föður sinn og þarna er fanga-
mark hans: F. G. og síðan kemur
M. J., fangamark Magnúsar Jóns-
sonar núverandi bónda, sem er
kvæntur Vilhelmínu Ingibjörgu,
dóttur Filippusar.
Af gamla krotinu, sem þarna er,
verður ekkert ráðið um aldur hell-
isins. Elzta ártalið, sem ég sá í
heyhellinum gamla er 1687. Þá er
þar og ártalið 1723, en í Hestahelli
er áríalið 1722.
Franskur maður, Martin de la
Martiniére, dvaldizt nokkra daga á
íslandi árið 1653 og skrifaði síðan
lýsingu á landi og þjóð, sem menn
hafa talið að mestu leyti vitleysu.
*) Hann drukknaði í Veiðivatnaför.
En meðal annars segir hann: „Sum-
ir íslendingar búa' í hellum, sem
þeir hafa gráfið í kletta, aðrir búa
í kofum, sem gerðir eru úr fisk-
beinum og timbri“. Þetta hefir ver-
ið talin kórvilla, en frásögnin hefir
þó við rök að styðjast. Fiskbeinin
eru auðvitað hvalbein, en það var
víða siður að nota hvalbein til
bygginga. En um byggð í hellum
má benda á hvað einn af lærdóms-
mönnum þeirrar aldar, Gísli biskup
Oddsson segir í „Undur íslands“
(1638): „Hellar finnast í landi þessu
bæði ógn margir og stórir. Sumir
hellarnir eru gerðir af manna hönd-
um, höggnir inn í kletta og unnir
af aðdáanlegri snilli; þeir eru helzt
ætlaðir fyrir hey og þá líka fjós og
eldsneyti, og synja ég ekki fyrir,
að sumir þeirra, sem ég hefi séð,
hafi verið hentugir til íbúðar, því
að svo snillilega eru þeir gerðir, að
það var eins og þeir væri undir ein-
um mæniási, þar sem þeir voru úr
einu samanhangandi bjargi og bún-
ir næsta víðum gluggum, en inni
voru snagar, borð, sæti, skemmlar,
fáguð rúmstæði og legubekkir".
Eggert Ólafsson segir líka í
Ferðabók sinni: „í Flóanum í Ár-
nessýslu er lítill bær einn höggvinn
út í móberg. Eru þar nokkur her-
bergi. Þar var að vísu áður hellir ..
.... Hrútahellir (undir Eyjafjöll-