Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Page 2
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS stafaði af óánægju í báðum löndum með stjórnarfar íslands. íslending- ar heimtuðu þá stjórnarbót, sem þeim hafði verið heitin, og kröfurn- ar um eigin fjárforráð urðu æ há- værari. En á hinn bóginft var ríkis þing Dana óánægt með, að útgjöld til íslenzkra málefna fóru stöðugt vaxandi, enda þótt stjórnin heldi í fé eins og hún gat. Út úr þessum vandræðum var það svo, að kon- ungur skipaði sérstaka nefnd 1861 til þess að athuga fjármálin og koma með tillögur. Hún skilaði áliti árið eftir, en stjórnarherrarnir gátu þó ekki orðið á eitt sáttir um, hvernig málið skyldi leyst. Leiðsvo og beið fram til 1864, en þá samdi stjórnin frumvarp að stjórnskip- unarlögum fyrir fsland og átti að leggja það fyrir Alþingi árið eftir. Um þessar mundir var Heltzen orðinn dómsmálaráðherra og fór með íslandsmál. Hann mun hafa langað til að binda enda á óánægj- una í báðum löndum, og því var það að hann bauð Hilmari Finsen stiftamtmannsembættið á íslandi. Hefir hann talið, að það mundi mælast vel fyrir á íslandi, að í þetta æðsta embætti væri skipaður mað- ur af íslenzkum ættum, og hann þekkti Hilmar Finsen svo vel, að hann vissi að hann mundi ekki rasa fyrir ráð fram. —★— Hilmar Finsen var fæddur í Kold ing á Jótlandi 28. janúar 1824. Fað- ir hans var Jón Finsen, sonur Hannesar biskups í Skálholti, en móðir hans var dönsk. Hann hafði numið lögfræði við háskólann í Kaupmannhöfn. Árið 1850 varð hann bæarfógeti í Sönderborg á eynni Als, og gengdi því embætti í 14 ár. Hann missti það í Slésvík- urófriðnum 1864, þegar Þjóðverj- ar tóku Als og ráku þaðan alla danskaembættismenn. Komst hann þá á biðlaun og má vera að það hafi meðfram verið til þess að spara þau, að honum var boðið stift- amtmannsembættið á íslandi. Hilmar kunni ekki íslenzku, því að íslenzka hafði ekki verið töluð á heimili hans. Varð hann nú að fá sér tilsögn í henni og varð Stein- grímur Thorsteinsson skáld kenn- ari hans. Gekk hann svo undir próf í íslenzku vorið 1865, eins og fyrir- skipað var með konungsúrskurðum um embættismenn á íslandi. Að því loknu fór hann til íslands og kom hingað 3. ágúst. Þá sat Alþing að störfum og hafði honum verið falið að vera konungsfulltrúi þar. Íslendíftgar hugðu mjög gott til þess að fá íslenzkan mann í æðsta embætti landsins, því að þeir töldu hann íslenzkan og vonuðú að hann líktist feðrum sínum. Fáum dögum eftir að hann kom, gengu allir þingmenn fyrir hann, með Jón Sig- urðsson forseta í broddi fylkingar, til þess að bjóða hann velkominn og láta í Ijós þá von sína að hann reyndist góður höfðingi og sannur íslendingur. Sama dag gengu og ýmsir embættismenn, borgarar og kaupmenn fyrir hann að bjóða hann velkominn, og ennfremur bæarstjórn Reykjavíkur og hafði Jón Guðmundsson orð fyrir þeim. Má af þessu marka hve miklar vonir íslendingur gerðu sér um far- sæla stjóm hans, og að honum mundi takast að hafa áhrif á hina dönsku stjórn þannig, að hún kæmi sanngjarnlegar fram við ís- land en áður. —★— Sumarið 1867 lagði stjórnin fyrir Alþingi frumvarp til stjórnskipun- arlaga, sem Jón Sigurðsson sagði að væri „hið langbezta“ sem frá henni hefði komið. Gerði þingið þó á því nokkrar breytingar, og taldi Hilmar Finsen, sem var konungs- fulltrúi, að líklegt væri að þær mundu ná fram að ganga. En það fór á annan veg. Konungur leysti upp Alþingi og fyrirskipaði nýar kosningar vorið 1869. En áður en það yrði, var Hilmar Finsen kallað- ur út til skrafs og ráðagerða. Og á næsta þingi lagði hann svo fram nýtt frumvarp frá stjórninni, sem var svo miklu verra en hið fyrra, að enginn þingmaður vildi við því líta. Þá tók menn að gruna að ekki væri allt græskulaust hjá stiftamt- manni, að hann léki tveimur skjöldum og drægi meir taum Dana, þegar á reyndi. Snerust þá menntamenn öndverðir gegn hon- um. Og ekki rénaði sá óþokki þeg- ar Stöðulögin komu 1871. Alþingi mótmælti þeim harðlega, og ýmsir töldu að þau væri undan rifjum stiftamtmanns runnin. En það var ekki rétt, og ekki gaf Jón Sigurðs- son honum þann vitnisburð, heldur að hann hafi unnið vel að því að koma stjórnarmálinu áleiðis. En allt orkar tvímælis þá gert er, og vegna þess að Hilmar Finsen vildi miðla málum með gætni, og líta á málstað beggja, sætti hann miklum ámælum af hendi hinna yngri menntamanna og skólapilta. Svo kom konungsúrskurður 4. maí 1872 um að stiftamtmanns- embættið skyldi lagt niður, en í stað stiftamtmanns skyldi koma landshöfðingi. Með erindisbréfi, sem út gefið var fyrir hann 29. júní s. ár, skyldi hann hafa meiri völd en stiftamtmaður hafði haft, en þó sömu nafnbótartign. Auk þessa var svo ákveðið að skipaður skyldi sér- stakur landshöfðingjaritari, og amtmannsembættin í Suður- og Vesturamti skyldi sameinuð og amtmaður fyrir þau eiga búsetu í Reykjavík. Hilmar Finsen var skipaður landshöfðingi, Jón Johnsen frá Álaborg (hann kallaði sig Jón Jónsson upp frá því) var skípaður landshöfðingjaritari, en Bergur Thorberg amtmaður sunnan og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.