Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 Klaustursystur á Ibiza skip á aðeins rúmum tveimur sól- arhringum og eru þvi vel verðir launa sinna er verkinu er lokið að hverju sinni og þeir hafa þrýst þum- alfingri hægri handar á kvittunar- blaðið, sem viðurkenningu fyrir launagreiðzlunni. En sá háttur er hér hafður af því engar harðar og ósanngjarnar kröfur eru gerðar til mentunEir i La Canal. Á Balarieyjumv eru víða góðir bað- staðir og svo er einnig á Ibiza. Við La Canal er fínn og hvítur sandur. Heitur af sjó og sólskini — tilval- inn baðstaður — og þrátt fyrir hið mikla saltmagn, eða kanske vegna þess, er sjórinn svo tær að séð verð- ur í botn á margra faðma dýpi og þarna er létt að synda, því lítið þarf að hafa fyrir því að halda sér uppi. Bezti sundmaðurinn á Kötlu, Geir bryti, leikur sér að því að liggja hreyfingarlaus á hliðinni í sjávar skorpunni, með hönd undir kinn og fær sér smáblund. Eins og áður er sagt, eru um 20 km. frá La Canal til bæjarins Ibiza en til þess að komast þangað þarf maður að fara uppí veitingakrána og hringja til bæjarins í bíl til að sækja sig. Bíllinn kemur og reyn- izt vera gamall skrjóður, alls ekki yngri en árgangur 1930, en nýrri gerðir bifreiða hefi ég ekki séð á þessum slóðum. En það gerir ekkert til, því hann er vel gangfær og öku- ferðin inn í bæinn varir aðeins í tæpan hálfan klukkutíma, en á þessari leið er farið um sveitahérað, þar sem maður getur £éð landið rækt- að með miðalda verkfærumog aðferð- um Algengt er að konan dragi ein- blaðs plóginn eftir akrinum, en bóndinn gengur á eftir og stýrir. Gamla konan, jarðnæðislausa, stend- ur við vegkantinn, með mjólkurkúna sína í bandi og bíður þolinmóð á meðan skepnan nærir sig á safamiklu grasinu við síkið. Hinar stóru krón- ur eplatrjánna hafa fengið á sig hvítan blæ af eplablómunum, og nú bogna appelsínutrén undir full- þroska ávöxtunum á meginlandinu, hinumegin við sundið. Hér er mikið um alifugla — ritjulega og hálsbera kalkúna og illa hirt hæns, sem vappa kringum hvítkölkuðu sveita- býlin og loks getur maður ekið framá stóran fjárhóp á hinum mjóa malarvegi, þar sem engu munar að tvö ökutæki geti mætzt. Þetta eru snemmbærur með stálpuð lömb — í febrúarmánuði, en enginn er rekstrarmaðurinn, eða smaladreng- urinn, heldur aðeins einn hundur — og tarna er góður fjárhundur. Strax og hinn gamli, skröltandi bílskrjóð- ur nálgast og bílstjórinn þeytir hljóðhornið, — en það verkfæri spara Suðurlandabúar ekki — hleyp- ur hundurinn fyrir féð og rekur það útaf veginum, með gelti og glefsum. Ákafinn er svo mikill að engir tveir rekstrarmenn hefðu náð jafn skjót- um og góðum árangri. i Bílstjórinn er mjög ræðinn. Þótt hann viti að farþeginn sé ekki altaf með á nótunum, lætur hann móðan mása, en um hvað? — Um stjórn- mál, — á Spáni! Og hann er ekki einn um það, því þótt manni finn- ist það nú í hæsta máta varasamt í einræðisríki, að ræða þau mál, þá er það nú samt staðreynd að Spán- verjar ræða mikið stjórnmál, bæði í heimahúsum, á götum úti og í veit- ingakrám. Þetta kemur einnig vel heim við ummæli innanríkisráð- herra Francos, sem sagði í viðtaii við amerískan fréttamann, að stjórn- málaflokkarnir í landinu væri jafn- margir íbúunum. Skiljanlega fá þeir óánægðu á Spáni ekki að halda op- inbera mótmælafundi gegn stjórn- inni og engan aðgang að útvarpi eða blöðum til slíks, en þess meira ræða þeir um slík mál sín á milli. Það er aðeins eitt, sem almenning- ur á Spáni óttast, — ný borgara- styrjöld, allt vilja þeir heldur, jafnvel Falangista. • . Engann botn fæ ég í stjórnmála- skoðanir bílstjórans. Ekki er hann Falangisti eða Kommúnisti. Hann fylgir ekki neinum katólskum flokki eða kristilegum og loks, hann er alls ekki lýðræðissinni og þegar hann fylgir engum flokki að mál- um, sem ég kann að nefna, gefst ég upp. Þegar við komum í bæinn, spyr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.