Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 409 Bryggjuhúsið þar sem einn æsingamiðinn var upp festur. Húsið er nú ólíkt því, sem það var þá, hefir verið stækkað mikið og því breytt. Það er nú að stofni 100 ára gamalt, reist af Koch skipaeiganda i Kaupmannahöfn 1863 er hann hafði tekið að sér gufuskipaferðir hingað. Þá var breiður, opinn gangur í gegn um það niður á bryggju, er Koch lét einnig gera. Þarna við Bryggju- húsið var þá aðalsamkomustaður þeirra, scm vildu fá fréttir eða segja fréttir. vestan. Hann hafði áður verið amt- maður í Vesturamti og átt heima í Stykkishólmi. Fluttist hann hingað til Reykjavíkur 25. mars 1873 og settist fyrst að í Glasgow hjá Agli Egilssyni. En danska stjórnin veitti honum 2000 rdl. styrk úr landsjóði íslands til þess að flytja íbúðarhús sitt frá Stykkishólmi til Reykja- víkur. Það hús var síðan reist á ArnarhóLf.óð við Bankastræti og stendur enn. Ekki jukust vinsældir Hilmars Finsens við þetta, heldur gerðust nú andstæðingar hans hálfu há- værari en áður, því að nú þótti þeim sýnt að hann ætlaði sér að ganga erinda Dana rækilega hér á landi. Andaði þá kalt að honum hvaðanæva. Hinn fyrsti landshöfðingi átti að taka við völdum 1. apríl. Grennsl- uðust einhverjir eftir því í tómi hvort hann æskti þess, að heldri menn bæarins kæmi þá í heimsókn, en hann afþakkaði og bað menn að geyma hyllingar sínar þangað tií á afmæli konungs, er haldið skyldi hátíðlegt viku seinna. Ólgan var mikil í bænum um þessar mundir og telja menn að Jón Ólafsson ritstjóri hafi aðallega kveikt hana og espað upp unga menn. Töldu þeir að landshöfð- ingjaembættið væri stofnað í sam- bandi við Stöðulögin og til þess að þröngva þeim upp á íslendinga. Leið svo fram til 1. apríl. Hilmar Finsen bjó í húsi því, sem nú kallast Stjórnarráð, og þar voru embættisskrifstofur hans. Hafði hús þetta fram að þessu verið nefnt stiftamtmannshús, en breytti nú um nafn og var síðan kallað lands- höfðingjahús þangað til innlend stjórn kom. Þá var öðru vísi um að litast þarna en nú er. Fyrir framan lóðina rann lækurinn og var voldug brú á honum og stígur beint upp að dyrum hússins. En á miðjum blett- inum fyrir sunnan stíginn, var afar mikil fánastöng og þar var hinn klofni, danski fáni dreginn að hún á hátíðum og tyllidögum. 'Nú var það að morgni hins 1. apríl er árrisulustu bæarmenn komu á fætur, að þeir sáu þá ný- lundu, að kominn var nýr fáni eða veifa á þessa stöng. Var hann dökk- blár að lit og gátu menn alls eigi gert sér grein fyrir hvers konar merki þetta væri, heldu helzt að landshöfðingi væri að gefa til kynna með þessu, að hann vildi engar heimsóknir þennan dag, né ílagganir í bænum. Næsti nágranni landshöfðingja var Edvard Siemsen konsúll. Hanti bjó handan við lækinn í húsi því, er Jes Zimsen kaupmaður átti síð- ar. Þegar Siemsen kom á fætur og sá þetta einkennilega flagg á stöng- inni, sem eingöngu átti að vera helguð „Dannebrog“, vissi hann að nú mundi eitthvað ljótt í efni. Og er hann gætti betur að, sá hann að á þennan bláa feld voru ritaðir ein- hverjir hvítir stafir. Var þetta ekki auðlæsilegt, en þó komst hann að því að stafirnir voru á höfði og að þar mundi standa: „Niður með landshöfðingjann“. Skipaði þá Siemsen syni sínum að hlaupa til og draga þessa dulu niður, færa hana lögreglustjóra og skýra hon- um frá hvar hann hefði náð í hana. Var þetta gert án þess að lands- höfðingi vissi af. Um sama leyti fréttist, að víðs- vegar um bæinn og þar sem mest bar á, t. d. á Bryggjuhúsinu, væri upp fest spjöld og á þau letrað stór- um stöfum: „Niður með landshöfð- ingjann. Engin stöðulög“. Þessi spjöld voru nú rifin niður hvert af öðru og flutt í lögreglustöðina. Var hafin einhver lítil eftirgrensl- an um hver eða hverjir mundu hafa staðið fyrir þessu, en ekkert sannaðist í því máli. Heldu sumir að þetta hefði einhverjir unglingar gert að hvötum Jóns Ólafssonar ritstjóra „Göngu-Hrolfs“. Var mik- ið um þetta rætt í bænum, eins og nærri má geta. Segir t. d. í „Tím- anum“, að veifan á landshöfðingja- stönginni hafi verið „vottur þeirrar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.