Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Síða 4
410
-V-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
óvinsældar, er útlend og innlend
blöð telja, að landshöfðingi Finsen
sé í hjá þjóð vorri, og sem nú
ávallt verður hér augljósari og
augljósari".
—★—
Nú leið að afmæli konungs, 8.
apríl. Þá var efnt til hátíðahalda á
þremur stöðum í- bænum. Stóðu
helztu embættismenn að einu hóf-
inu, borgarar að öðru, en skólapilt-
ar að því þriðja og var það haldið
í latínuskólanum. Segir nú ekki af
hinum tveimur fyrrtöldu veizlum,
því að þar gerðist ekkert sögulegt,
heldur skal minnst á samsæti
skólapilta. Hófst það með átveizlu
kl. 6—7 um kvöldið. Voru þar í boði
fjórir prestlærðir menn og tveir
af prestaskólanum, auk kennara og
Jóns Árnasonar umsjónarmanns.
Rektor og tveir helztu kennararnir
komu þó ekki fyrr en seinna, því
að þeir voru í höfðingiasamsætinu.
Veizlan hófst með hinni mestu
hófsemi, því að allir skólapiltar
voru þá í bindindi á annað en rauð-
vín. En þó var þeim allheitt í skapi.
Zophonias Halldórsson mælti fyrir
minni konungs og hrópuðu piltar
þrjú húrra á eftir. Þá mælti Páll
Vigfússon fyrir minni íslands og
hrópuðu menn þá níu húrra. Svo
mælti Lárus Halldórsson fyrir
minni Jóns Sigurðssonar og þá ætl-
aði húrrahrópum aldrei að linna.
Landshöfðingi og stifsyfirvöld
(Bergur Thorberg amtmaður og
Pétur biskup) höfðu verið boðin.
Landshöfðingi afþakkaði, en stifts-
yfirvöldin komu aðeins til þess að
þiggja sína skál, því að þau höfðu
yfirumsjá skólans. En svo brá við
að þessu sinni, að engin kvæði voru
orkt né sungin, og þótti það ný-
lunda.
Að lokinni máltíð var sezt að
svokallaðri „eftirdrykkju“ og mun
þá hafa verið eitthvað göróttara
um hönd haft heldur en rauðvín.
Stundu eftir miðnætti voru margir
farnir, þar á meðal kennarar. Voru
menn þá orðnir örir. Piltur nokkur
gekk þá upp á ræðupallinn og ætl-
aði að tala fyrir minni landshöfð-
ingja, þar sem það hafði „gleymst".
Hófst þá kurr fnikill í salnum og
pípnablástur. Einhver piltur hljóp
fram og ætlaði að draga ræðumann
niður af pallinum, en í sama mund
tóku hinir að kasta glösum. Brotn-
aði eitt þeirra í höfði þess, er ráðist
hafði að ræðumanni, og særðist
hann talsvert og fell blóð niður um
hann allan. En ræðumaður slapp
ómeiddur, þótt skotin væri honum
ætluð. Segir svo ekki meira af
þeirri viðureign.
Það var venja að skólapiltar
fengi 50 rdl. styrk frá stiftyfirvöld-
unum til þess að halda konungs-
hátíð. En þegar rektor mæltist nú
til þess að fá þennan styrk fyrir
þeirra hönd, neituðu stifsyfirvöldin
að greiða hann, en fólu rektor að
rannsaka hverjir hefði verið valdir
að þeirri óreglu, sem var í skólan-
um þetta kvöld. Rektor varð einsk-
is vísari um það, og sneri sér nú til
landshöfðingja og bað hann að
hlutast til um að piltar fengi styrk
eins og vant væri. En landshöfðingi
taldi að stiftsyfirvöldin hefði farið
rétt að, því að hér hefði verið um
að ræða óafsakanlega óreglu í skól-
anu~i og skort á velsæmi af pilta
hálfu.
Þetta mæltist illa fyrir og tóku
blöðin málstað pilta. En Jón Ólafs-
son tók af skarið í „Göngu-Hrolfi“
og ritaði hverja árásargreinina að
annarri um allt þetta mál, er hann
kallaði „landshöfðingj ahneykslið“.
Út af því stefndi landshöfðingi
honum þremur stefnum og hóf síð-
an þrjú mál á hendur honum. Átti
Jón þá í vök að verjast. Hann fekk
blað sitt prentað í Landsprent-
smiðjunni og höfðu tveir kennarar
gengið í ábyrgð fyrir greiðslu til
prentsmiðjunnar. En prentsmiðjan
var undir stjórn stiftsyfirvaldanna
og segir í „Göngu-Hrolfi“ að þau
hafi tilkynnt kennurunum að þeir
yrði að afturkalla ábyrgðina, að
viðlögðum embættismissi. Gerði
annar þeirra það og þá var þess
krafist að Jón greiddi hvert blað
fyrirfram, en þess var hann ekki
megnugur. Svo fellu dómar í und-
irrétti í málum hans. Var hann í
einu þeirra dæmdur í 200 rdl. sekt
til ríkissjóðs, í öðru í sex mánaða
einfalt fangelsi og í hinu þriðja f
ársfangelsi. Leizt honum þá ekki á
blikuna og flýði land — fór til
Vesturheims.
Þegar Jón var farinn, lægði
ófriðaröldurnar. Og þótt Alþingi
1873 byrjaði nokkuð ófriðlega, þá
lægði einnig þær öldur er á þingið
leið og var þar samþykkt bæn til
konungs um að gefa landinu nýa
stjórnarskrá á næsta ári, á 1000
ára afmæli íslandsbyggðar. Hilmar
Finsen var þess mjög fýsandi að
þessi leið væri farin og hét öflugu
fylgi sínu. Og svo fór, sem menn
wmmm
Líkneskja Kristjáns konungs IX. á
Stjórnarráðsblettinum. Hún á að sýna
þann atburð, er kqnungur rétti fslend-
ingum „frelsisskrána“.