Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Side 6
412
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
sem þarna hefur verið komið fyrir.
Sé nú ekkert skip fyrir til að lesta
saltið, er þvi komið fyrir í þróm til
geymzlu, en það mun víst sjaldan
að langt líði á milli skipakomu til
La Canal, hitt mun tíðara að skipin
verði að bíða eftir afgreiðzlu, jafn-
vel í nokkra daga.
Vinnan við útskipun á saltinu er
nokkuð mannfrek í Ibiza, ekki sízt
fyrir þá sök, að þar er engin bryggj-
an' og auk þess eru allar aðferðir
gamaldags. Þegar bátarnir eru
komnir að skipshliðunum, því
saltið er lestað á bæði borð sam-
tímis, krafsa verkamennirnir það
upp í litlar tágakörfur, með skaft-
stuttum spöðum, skvetta síðan úr
körfunni upp í stórt járnmál, sem
síðan er hafið uppí skipið og hellt í
lestarnar, en þar eru einnig verka-
menn, sem moka því til og jafna.
Ætla mætti það óhentugan tvíverkn-
að að krafsa saltið fyrst uppí körf-
urnar, í stað þess að moka því beint
í málið, með skaftlöngum rekum, en
svo er þó ekki, því þetta gengur
mjög greitt, kanske fyrst og fremst
vegna þess að mennirnir eru þessu
vanir, en við nánari athugun sézt
einnig að þessi aðferð er mun léttari,
því að í stað þess að rétta sig upp við
hverja fyllta reku, sem er mikil
bakraun, þurfa þeir aðeins að rétta
sig einu sinni með körfuna og tvær
rekufyllur. Mennirnir í bátunum
vinna skorpuvinnu, þar til' hann
er tæmdur að hverju sinni, en fá
svo nokkra hvíld á meðan honum er
róið í land og nýr farmur sóttur.
Með þessum vinnubrögðum tekzt
þeim að fullferma yfir 2000 smálesta
Útskipun á salti i La Canal
Áveitusvæðið á Ibiza
uppmokstri, eða görðum. Smátt og
smátt gufar vatnið í sjónum upp i
sólarhitanum, en eftir verður þunn
skán af salti, sem síðan er rakað
saman og mokað í stóra hrauka
víðsvegar um svæðið. Aður en salt-
skánin er fullþurr og ótekin er
hún rauðleit að sjá, en verður snjó-
hvít er þurrkun er lokið.
Geta má nærri að marga góða
þurkdaga þurfi til þessarar fram-
leiðzlu, en svo er einmitt á þessum
slóðum, því talið er að þarna séu
um 300 sólskinsflagar að meðaltali
á ári, en árleg framleiðzla um
100.000 lestir. Frá saltsvæðinu til
La Canal liggja einfaldir, mjóspora
járnbrautarteinar og um þá fer
*
dvergjárnbraut, sem dregur á eftir
sér fjölda lítilla vagna fulla af salt-
inu til útskipunar. Þegar lestin er
komin til La Canal og eitthvert skip
er þar fyrir að lesta, er hellt úr
vögnunum á járngrind, en þar
standa margir verkamenn með stóra
tréhamra og berja saltið, sem oft er
í kekkjum, þar til það rennur niður
um járngrindina ofan í kvörn, sem
malar það enn smærra og frá henni
rennur það svo niður í bátana, sem
liggja við neðsta pallinn af þremur,