Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1953, Page 8
414
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
GRÍMSVÖTN. Fyrra laugardag lagði )0 manna leiðangur, undir stjórn Sigurð-
ar Þórarinssonar jarðfræðings, upp á Vatnajökul og var ferðinni heitið til
Grímsvatna. Ætluðu þeir að fara á bíl eins langt og komist verður. Hjá Gríms-
vötnum ætluðu þeir að gera ýmsar athuganir og reyna að komast að því hvort
hægt muni að sjá Skeiðarárhlaup fyrir á þeim breytingum, sem verða á jöklin-
um hjá Grímsvötnum vegna jarðhitans þar og gosa. Hafa hugir náttúru-
fræðinga vorra mjög stefnt að Grímsvötnum á seinni árum, enda eru þar
mikil og margþætt rannsóknarefni. Myndin er tekin af Grimsvötnum á flugi
yfir Vatnajökli (Ljósm. Ól. K. Magnússon).
hann ekki hvert ég vilji halda, en
ekur rakleitt að skrifstofudyrum
saltfélagsins, Salinas. Hann veit
nefnilega að þar inni er Antonio
Carcia, kallaður Toni, sem er einn
af þeim örfáu í Ibiza, sem nokkuð
kann í enskri tungu. Orðaforði Tona
er talsverður enda er hann aðal túlk-
ur félagsins og hin mesta hjálpar-
hella allra útlendra sjómanna, sem
koma á skipum, sem eru á vegum
félagsins, en framburðurinn er
stundum harla einkennilegur, jafn-
vel svo að erfitt er að skilja við
hvað hann á. Til dæmis talaði
Toni einusinni mikið um einhvern
„Gorman“, en það virtizt vera afar
valdamikill náungi, svo valdamikill
að Franco sjálfur var hreinasti hé-
gómi í samanburði við hann. „Gor-
man“ leyfði þetta, en harðbanrvijBi
hitt og Toni hristi höfuðið, graf-al-
varlegur á svipinn. Við höfðum þó
ekki 'heyrt þess getið i heimsfrétt-
unum að nein stórvægileg breyting
hefði orðið á Spáni, í sambandi við
völd Francos eða heilsu hans og
skildum því lengi vel ekkert í þessu,
en loks kom í ljós að Toni átti við
The government — stjórnina — og
þá var gátan leyst.
Fólkið í Ibiza á það sameiginlegt
með öðrum Spánverjum, sem við
höfum hitt, að það er hæverskt,
vingjarnlegt og hjálpsamt. Engir út-
lendingar verða fyrir ónæði á göt-
unum, hvorki af hórusölum, betl-
urum eða ágengum götusölum, sem
elta menn á röndum í hafnarborg-
um Italíu. Það er friðsælt í þessum
spænska smábæ, lítil umferð öku-
tækja, nema þá hægfara hestvagn-
ar sveitamannanna í kaupstað með
afurðir sinar. Víða sitja menn fyrir
dyrum úti með handavinnu sína og
algengt er að ungar stúlkur sitji
við útsaum og knipplingar á gang-
stéttinni og firtast ekkert við þótt
vegfarandinn stöðvist til að dázt að
listaverkinu, en spænskar konur
eru, eins og vitað er, frægar fyrir
listfengan heimi'jsiðnað.
Verslanir eru margar í Ibiza og
þar fæst margt góðra muna. Verðið
á minjagripum, ætluðum skemti-
ferðafólki, er fremur hátt, en
nauðsynjar mjög ódýrar. Til dæmis
um það, sögðu mér íslenzk hjón, sem
dvalist hafa langdvölum á Balarieyj-
um, að sæmileg aðhlynning, hús-
næði, fæði og nauðsynleg þjónusta
kostaði þau, að meðaltali, sem svar-
aði einu sterlingspundi á dag, en
slíkt mun ódýrara en víðast annar-
staðar.
Veitingahús eru svo að segja í
hverri götu, eða götuhorni, því Spán-
verjum þykir nauðsynlegt að geta
skroppið inná slíka staði, til þess
að fá sér glas, til hressingar í amstri
dagsins, eða sitja yfir léttu víni, og
spjalla við kunningja á kvöldum, en
hófsmenn eru þeir í bezta lagi eins
og flestir, sem byggja vínlöndin. Á
sumum þessum stöðum er dansaö
á kvöldin og það er ekki eingöngu
ungt fólk, sem þá skemtun sækir,
heldur eru þar einnig mæður og
feður ungu stúlknanna, sem ^hafa
vakandi auga á að alt fari siðsam-
lega fram og taka þær síðan heim
með sár að lokinni skemtun. — Og
svo kveðjum við Ibiza.
Hundaspá.
Menn kalla að hundur bjóði gest-
um, ef hann liggur fram á lappir sín-
ar og snýr hausnum móti dyrum. Ef
hann leggur hausinn ofan á hægri
löppina, á einhver meiri maður að
koma. En snúi hundur rassi að dyr-
um, en horfi þó til dyra og liggi í
hring, þá kemur einhver ófrómur. Aðr-
ir segja að hundurinn bjóði frómum,
ef hann leggur trýnið beint fram á
lappirnar, en ófrómum ef trýnið stend-
ur út af öðru hvoru megin.