Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Page 4
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Sverrir Haraldsson: ^\í er áól °f óumcir 'íri&ur Nú er sól og sumarfriður, sunnanþeyr um bjarta daga, lóukvak og lækjarniður. Lifna blóm í grænum haga. Heiðrík kvöld og hljóðar nætur huggun veita grátnu barni. Vonabjarmi vorsins lætur vakna líf á köldu hjarni. Drottinn, það var dimmt í vetur, dauðinn nísti sérhvert hjarta. Sefað allar sorgir getur sumardýrðin ljúfa, bjarta. Vonin grét í veiku brjósti, virtist lífið hvíla í banni; og í frostsins feigðargjósti fátt varð huggun döprum manni. Þegar nætur-húmið hljóða huldi allt í faðmi sínum, varstu jafnan, vorið góða, vakandi í draumi mínum. Þegar hríðin hrein við glugga hugur eygði vonamyndir: Sá ég bakvið svarta skugga sumarblóm og fjallalindir. Þungbær varð mér þessi vetur, þögult stríð ég löngum háði, um þess raunir enginn getur, eða hvað ég heitast þráði. Því er tónninn kannske klökkur, kvæðið eins og vætt í tárum? Húmsins sorg og haustsins rökkur hcfur rist það djúpum sárum. Lof sé þér sem lífið gefur, liðsemd veitir döpru hjarta. Sorgir mínar sefað hefur sumardýrðin hljóða, bjarta. Burt með hryggð á heiðum degi! Hugann kætir blóm í spori. ÖUum líkn á æfivegj ætíð fylgir sól og vori. Hannes St. Johnsen þessi hús“. Hann mundi ekki hafa notað fleir- tölu, ef aðeins hefði verið um íbúðarhúsið, gamla Brekkmanns- húsið, að ræða. Hér verður það því að teljast rétt, að þarna hafi verið verslað stöðugt í 155 ár og húsið sé enn að stofni hið sama og Randers- menn reistu. Verður það því að teljast eitt af merkustu húsum í bænum. Núeru rúm 144 ár síðan Jörundur (Jörgensen) sigldi heðan á kaupfar inu „Clarence“ áleiðis til Englands að sækja vörur handa versluninni í randersku búðinni, en Savignac varð eftir til þess að sjá um versl- unina. Hinn 21. júní kom Jörgen- sen aftur, en nú á vopnuðu skipi sem hét „Margaret and Anne“ og þar var einnig á höfuðpaur versl- unarinnar, sjálfur Pelps kaupmað- ur. Fjórum dögum seinna höfðu þeir gert byltingu, og eftir mán- aðamótin gat Jörundur tekið sér titilinn: „Alls íslands verndari og hæstráðandi til sjós og lands“. í dag, 12. júlí, eru rétt 144 ár lið- in síðan sá merkisatburður gerðist, að íslenzkur fáni var í fyrsta skifti dreginn að hún. Það var fáni sá, er Jörundur hafði gefið landinu, blár feldur með þremur hvítum, flöttum þorskum. Og þessi fáni var dreginn á stöng á randerska versl- unarhúsinu, þar sem nú var búð Pelps, húsinu nr. 4 við Hafnar- stræti. íslendingar höfðu aldrei átt neinn fána og hafði víst ekki órað fyrir að nokkur annar fáni en hinn danski mundi nokkuru sinni blakta yfir landinu. En hér sáu þeir nýan fána — tákn sjálfstæðis. Þessi dag- ur, 12. júlí, gæti því kallast fána- dagur. En svo liðu 104 ár, einum mánuði í fátt, þangað til næsti fánadagur kom. Það var hinn 12. júní 1913, þegar danski varðskips- foringinn tók með valdi íslenzkan fána af smábáti hér á höfninni. En þá voru íslendingar farnir að skilja þýðingu fánans. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.