Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Síða 4
426 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SUMSSTAÐAR á jörðunni hafa ár runnið neðanjarðar og myndað geisivíða og háa hella með því að skola burt hinum linari jarðlögum. Þetta hefir máske gerzt fyrir tug- um miljóna ára. Fljótin eru horfin fyrir löngu, en náttúran hefir skreytt hella þessa á sinn hátt, svo að þeir eru óviðjafnanlega fagrir. DROPSTEINAHELLAR í Shenandoah-dalnum í Banda- ríkjunum eru margir hellar, sem neðanjarðarfljót hefir myndað fyr- ir 20—30 miljónum ára. Þeir eru nefndir Luray-hellar og eru margir saman, en þó innangengt milli þeirra, þar sem þeir eru allir í sama farvegnum og aðskilur þá ekki annað en þrengsli, þar sem fyrir hefir orðið svo hart berg, að fljótið hefir ekki unnið bug á því. Hellar þessir fundust fyrst árið 1878. Voru það tveir vísindamenn, sem höfðu heiðurinn af að finna þá. Eftir jarðlögum þarna að dæma, þóttust þeir vissir um, að þarna hefði einhvern tíma verið neðanjarðarfljót, og með rann- sóknum sínum höfðu þeir upp á farvegi þess. Nú hagar svo til, að jarðlagið, sem ofan á hellum þessum liggur, er alla vega brostið og sígur því vatn í gegn um það niður í hell- ana. En á leið sinni í gegn um jarð- lagið hefir vatnið íekið í sig kalk- efni. Og vegna þess að það seitlar svo hægt niður, að það getur ekki lekið nema í dropatali, þá hafa royndazt þarna hinir furðulegustu dropsteinasúlur. Sumar hafa hlað- izt upp frá gólfi og eru úr kalk- efni því, sem var í þeim drop- Dropsteinaskart í Luray-helli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.