Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1953, Blaðsíða 4
426 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Töfrahallir neðanjar SUMSSTAÐAR á jörðunni hafa ár runnið neðanjarðar og myndað geisivíða og háa hella með því að skola burt hinum linari jarðlögum. Þetta hefir máske gerzt fyrir tug- um miljóna ára. Fljótin eru horfin fyrir löngu, en náttúran hefir skreytt hella bessa á sinn hátt, svo að þeir eru óviðjafnanlega fagrir. DROPSTEINAHELLAR í Shenandoah-dalnum í Banda- ríkjunum eru margir hellar, sem neðanjarðarfljót hefir myndað fyr- ir 20—30 miljónum ára. Þeir eru nef ndir Luray-hellar og eru margir saman, en þó innangengt milli þeirra, þar sem þeir eru allir í sama farvegnum og aðskilur þá ekki annað en þrengsli, þar sem fyrir hefir orðið svo hart berg, að fljótið hefir ekki unnið bug á því. Hellar þessir fundust fyrst árið Dropsteinaskart í Luray-helli. Dropsteinasúlur hver við aðra, einna líkastar tjaldi á leiksviði. 1878. Voru það tveir vísindamenn, sem höfðu heiðurinn af að finna þá. Eftir jarðlögum þarna að dæma, þóttust þeir vissir um, að þarna hefði einhvern tíma verið neðanjarðarfljót, og með rann- sóknum sínum höfðu þeir upp á farvegi þess. Nú hagar svo til, að jarðlagið, sem ofan á hellum þessum liggur, er alla vega brostið og sígur því vatn í gegn um það niður í hell- ana. En á leið sinni í gegn um jarð- lagið hefir vatnið tekið í sig kalk- efni. Og vegna þess að það seitlar svo hægt niður, að það getur ekki lekið nema í dropatali, þá hafa myndazt þarna hinir furðulegustu dropsteinasúlur. Sumar hafa hlað- izt upp frá gólfi og eru úr kalk- efni því, sem var í þeim drop-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.