Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 453 Fær hvergi að stíga á land Skipið getur ekki losnað við farþegann manninn með sér inn í þvergötu og svo austur á bóginn í áttina að ánni. Þar gengu þeir fram hjá veitingahúsi. Þá kom enn hik á töframanninn. — Hann sneri við og teymdi blaðamann- inn inn í veitingahúsið. Þrjá hringa gengu þeir um veitingasalinn, en að lokum staðnæmdist töframaðurinn fyr- ir framan eina þjónustustúlkuna og stóð þar litla stund eins og hugsandi. Stúlkan brosti. Þá sagði töframaður- inn: „Þér verðið að afsaka að ég bið yður heldur dónalegrar bónar. Viljið þér gera svo vel að lyfta pilsfaldin- um yðar upp fyrir hné“. Þeir, sem á heyrðu urðu hneykslaðir, en stúlkunm brá hvergi. Hún lyfti upp pilsinu, og þar fyrir ofan hnéð á henni var límt frímerki. Blaðamaðurinn borgaði þeg- ar veðmálið — einn dollar. Töframaðurinn hafði beitt aðferð Browns, og með ósjálfráðum vöðva- hreyfingum handarinnar hafði blaða- maðurinn komið upp um felustaðinn. ♦ Ýmsir töframenn tefla á tæpasta vaðið oft og tíðum, til þess að verða frægir. Þannig var um töframann, er fyrir skemstu tilkynti blaðamönn- um í New York, að hann gæti að kvöldi séð aðalfyrirsögn er kæmi í einhverju blaði daginn eftir. Blaða- mennirnir vildu ólmir reyna hann. Þeir kusu nefnd og svo fór nefndin ásamt töframanninum á útvarpsstöð, því að þessu skyldi útvarpað. Á útvarpsstöðinni skrifaði töfra- maður á miða það sem hann sagði að yrði aðalfyrirsögn daginn eftir í því blaði, sem þeir komu sér saman um. Hann lét miðann í Umslag og lok- aði því. Margir óviðkomandi menn voru þarna viðstaddir og úr hópi þeirra valdi töframaður einn, er Smith hét og var frá Florida, til þess að geyma bréfið. Formaður blaðamannanefndarinn- ar símaði nú til blaðsins og bað að segja sér hver yrði aðalfyrirsögn í blaðinu, sem var að fara í prentun. „Fimm þúsundir hafnarverkamenn í verkfalli“, var svarað. „Jæja, Smith“, sagði töframaðurinn, „rífið þér nú upp bréfið og lesið það, sem á miðanum stendur“. Smith reif upp bréfið og sagði: „Ná- kvæmlega rétt“. Töframaðurinn greip þá miðann og vísaði Smith á dyr. Síðan rétti hann miðann að blaðamönnunumog á honum MAÐUR er nefndur Stephan Ragan og er fæddur í Ungverjalandi 15. júní 1902. — Þegar hann var tveggja ára fluttust foreldrar hans til Ameríku og settust að í Washington ríki, en fengu aldrei borgararéttindi..— Fjölskyldan leystist fljótt upp. Faðirinn hvarf aft- ur heim til Ungverjalands og sást ekki síðan. Einn bróðirinn fór með honum, annar fórst í járnbrautarslysi 1921, en Stephan lenti á flækingi. Sextán ára gamall komst hann á skip, sem var í förum milli Seattle og Alaska og hafði þar atvinnu í 8 mánuði. Settist hann svo að í Yakima í Washingtonríki, en yfirvöldin ráku hann þaðan. Árið 1919 gekk hann í bandaríska herinn og gerðist þar bakari. Honum líkaði ekki starfið svo að hann strauk. Ári seinna gékk hann i sjóliðið og þá undir fölsku'nafni, kallaði sig Robert Stephens. — Eftir nokkra hrið skýrði kunningi hans honujn frá því, að her- inn vildi gjarna ná í hann sem stroku- mann. Þótti honum því réttast að fela sig, og faldi sig þar sem hann grunaði sízt að herinn mundi hafa upp á sér. Hann gekk í herinn aftur og komst nú í stórskotaliðið. Var hann í West point þegar upp um hann komst og Mac- Arthur, sem þá var yfirmaður þar, dæmdi hann til 10 ára refsingar. Það segist Ragan aldrei geta fyrirgefið honum. En yfir-herréttur færði refs- inguna niður í eitt ár, og þá refsingu tók Ragan út. Árið 1924 var hann atvinnulaus og stóð: „Fimm þúsundir hafnarverka- manna í verkfalli". Þeir urðu orðlaus- ir af undrun. En þetta er mjög einfalt bragð. Á miðann í umslaginu hafði töframaður- inn skrifað: „Nákvæmlega rétt“, og Smith las það eins og hann var beð- inn. — En um leið og sá er símaði, endurtók fyrirsögn blaðsins, hafði töframaður skrifað hana á annan miða í vasa sínum, og um leið og hann vís- aði Smith út, hafði hann skift um miða, svo að svarið, sem blaðamenn- irnir sáu, var „nákvæmlega rétt“. gerði þá félag við annan mann, sem eins var ástatt um. Og í félagi frömdu þeir ýmis rán og innbrot. Einu sinni lentu þeir í bardaga við lögregluna og þá fekk Ragan skot í annan fótinn, en komst samt undan. Seinna var hann staðinn að verki og gripinn og dæmdur 5 20 ára fangelsi. Þegar hann hafði setið þar í sex ár, voru samþykkt lög um að útlendingum skyldi gefin upp refsivist, ef þeir vildu hverfa úr landi. Hann hafði hagað sér skikkanlega í fangelsinu og nú var honum gefinn kostur á að losna, ef hann vildi fara með skipi til Shanghai og lofa því að koma aldrei framar til Bandaríkjanna. Hann tók þennan kost. Hann kom til Shanghai í maímánuði 1931 og til þess að vera viss um að komast þar á land, fór hann fyrir borð og synti í land. Ekki hafði hann dvalizt þar lengi áður en hann lenti í deilu við Japana, með þeim afleiðingum, að hon- um þótti vissast að skifta enn um nafn. Segist hann hafa keypt vegabréf af sjó- manni, sem hét Michael O’Brian, og síðan gengið undir nafni hans. Hafði hann nú ofan af fyrir sér á ýmsan hátt og ekki alltaf sem ráðvandlegast. Þegar Japanar hertóku Shanghai var hann gripinn og settur í fangabúðir vegna þess að hann væri amerískur borgari. Hann losnaði að stríðinu loknu og kvæntist þá stúlku, sem Helen heit- ir. Það var líkt á komið með þeim, því að hún var einnig vegabréfalaus, hafði fæðst í Hvíta-Rússlandi en flúið þaðan. Hún var 25 árum yngri en hann. Seint á árinu 1951 taldi O’Brien sér ekki vært í Shanghai lengur. Hann leitaði því á náðir portúgalska ræðis- mannsins þar og bað um leyfi til þess að fara snöggva ferð til Macao, sem er portúgölsk nýlenda á suðurströnd Kína. Vonaðist hann til þess að kona sín gæti komið á eftir sér, því að hún mundi fá fararleyfi, ef hún hefði að einhverju að hverfa. Hann hafði ætlað sér að fara með ákveðnu skipi frá Macao, en þegar hann komst þangað að lokum, var skipið komið og farið. Hann beið þarna í þrjár vikur, en þá fekk hann tilkynn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.