Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 2
448 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jóhannesbergvínið, sem framleitt er við Neuchátelvatnið, þykir bezt af hvítvínunum. Heine varð skvssa Sagt er að Jóhannesberg-vín- garðurinn sé kominn til Sviss frá vínekrum, sem Metternich fursti, gamli bragðarefurinn á Vínarborg- arfundinum 1814, átti við Rínar- fljótið í Þýzkalandi. Þýzka skáldið Heinrich Heine hataði Metternich af öllu hjarta. Þegar Heine kom til Sviss, þá var honum boðið Jóhann- esberg-vín. Hann drakk það með góðri lyst og geðjaðist vel að því, en sagði, að leiðinlegt væri að hann hefði drukkið það. „Nú get ég ó- mögulega hatað Metternich eins mikið og ég ætti að gera“, sagði Heine. Eftir rúmlega tveggja stunda íerð frá Basel kemur lestin að Gen- évevatninu eða Lac Léman eins og það líka nefnist. Það er stærsta vatnið við Alpafjöllin norðanverð, 72 km langt og er sums staðar 300 m djúpt. Getur því öldugangur verið þar mikill, þegar hvasst er. Öldurnar verða stundum tveggja metra háar. Rúmlega 40 ár og lækir falla út í vatnið, þ. á. m. Rón- fljótið, sem rennur aftur úr því við Genéve. Vatnið leggur aldrei, þótt kalt kunni að vera á vetrum. Náttúrufegurðin við Genéve- vatnið hefur gert suma bæina á bökkum þess að fjölsóttum ferða- mannastöðum. Norðan við það, við rætur Jurafjallanna, skiptast á vínekrur og fagrir aldingarðar. — Sunnan við það gnæfa snævi þakt- ir Alpatindar við himin. Tilkomu- mest er fjallafegurðin við austur- hluta vatnsins. Flest Alpavötnin eru græn en Genévevatnið er dökk -blátt. — Umferðin um vatnið er mikil. Stórir farþegabátar fara um það þvert og endilangt. Og í góðu veðri má sjá þarna fjölda smábáta með einkennileg þríhyrnd latnesk segl, sem vekja athygli útlendinga. Mörg heimsfræg skáld, Goeth'e, Byron, Shelley, Lamartine o. f 1., hafa lofsamað náttúrufegurðina við Genévevatnið. Bæirnir á bökkum þess koma meira við sögu Evrópu en aðrir staðir í Sviss. Mörg stór- menni álfunnar hafa búið og starf- að á þessum slóðum. Við Genéve- vatnið hefur fjöldi alþjóðaráð- stefna verið haldinn. — Þar hafði, Þjóðabandalagið sáluga aðsetur sitt, og þar eru aðalstöðvar margra alþjóðlegra stofnana. Bæir hanga uppi í fjöllum Einn fjölsóttasti staðurinn við Genévevatnið er Montreux, smá- bær við austurhluta vatnsins. — Vatnsbakkarnir við Montreux og í nágrenninu eru oft kallaðir „sviss- neska rivieran“. Þótt þessi „rivi- era“ jafnist ekki á við Bláströndina frönsku við Miðjarðarhafið, þá er þarna um blómlega og fagra strönd að ræða. Veðrið er þar hlýrra en annars staðar norðan við Alpana og þokur eru sjaldgæfar. Loftslag- ið er því heilnæmt. Fjöldi fólks íeitar þangað sér til heilsuooiai. — Og við þetta bætist svo allt skemmtiferðafólkið, sem kemur vegna náttúrufegurðarinnar. — í suðri eru há og tignarleg Alpaf jöll með snævi þakta tinda. Þar sést í baksýn hið fagra, 3.260 m háa fjall, Dent du Midi, sem öðru fremur setur svip á landslagið. Fyrir ofan Montreux stendur hver smábærinn öðrum hærra upDi í fjallshlíðunum. — Sumir virðast blátt áfram hanga utan í hlíðun- um. Þar er m. a. smábærinn Caux í rúmlega 1.000 m hæð. Þar hefur dr. Buchman ár eftir ár haldið ráð- stefnur sínar um siðferðisvakning- ar. „Bandinginn í Chillon“ Byron bjó á sínum tíma í Mont- reux, og þar gerist ástasaga Rousseaus: Nouvelle Héloise. — Á götu einni í bænum hitti ég brezka konu, sem æddi um allan bæinn til að leita að húsinu, þar sem Byron bjó, en enginn gat sagt henni, hvar það væri. Skammt frá Montreux er Chillon höllin, sem fyrr á tímum var eign Savoyhertoganna. Þessi höll, sem í rauninni er gamall kastali, stend- ur úti í vatninu, örskammt frá vatnsbakkanum. Þar eru gamlir riddarasalir, en þarna eru líka óvistlegir neðanjarðar fangaklefar í hvelfingum undir kastalanum. — Margir fangar sátu fyrr á tímum í þessari dýflissu. Þekktastur þeirra er vafalaust Francois de Bonni- vard. Hann var aðalsmaður, bjó í Genéve og barðist ötullega á móti ágengni Savoy-hertogans. Bonni- vard fell í hendur hertogans, sem lét varpa honum í dýflissuna í Chillon. Þar sat þessi aðalsmaður 6 ár í hlekkjum á fyrri hluta 16. aldar. Nú væri Bonnivard líklega gleymdur af flestum, ef Byron hefði ekki skrifað um hann kvæð- ið: The prisoner of Chillon. Hér hóf Napoleon Ítalíuferð / Vevey er annar fjölsóttur ferða- mannabær á þessum slóðum. Stend -ur hann á dásamlega fögrum stað við Genévevatnið skammt frá Montreux. Á torginu í Vevey safnaði Napo- leon mikli liði hinn 13. maí árið 1800 áður en hann fetaði í fótspor Hannibals og lagði af stað með lið sitt upp í Róndalinn og þaðan yfir Alpana til Ítalíu. í Vevey er legstaður tveggja Breta, sem sátu í þeim dómi, er dæmdi Karl 1. Bretakonung til dauða. Annar þessara manna var hershöfðingi og hinn aðmíráll. — Þeim hefur líka verið reist minnis- merki við skemmtigöngustíginn meðfram vatninu. Margir Bretar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.