Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 8
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ferð um Hjaltlandseyar HJALTLENDINGAR eru nánir frændur fslendingá og saga þeirra er að ýmsu leyti svipuð. Þjóðhættir voru lengi hinir sömu hjá báðum, en á Hjaltlandseyum leið norræn tunga undir lok fyrir eitthvað 150 árum. Þó eru enn í málinu ýmis norræn orð og örnefni eru flest af norrænum uppruna, þótt nú sé afbökuð orðin og sum lítt þekkjanleg. Atvinnuvegir hafa verið þar hinir sömu og á íslandi, fiskveiðar, landbúnaður og heimilisiðnaður, aðallega to- vinna. Á seinni árum hafa orðið meiri framfarir á íslandi en Hjalt- landi, en „margt er þó enn líkt með skyldum". ÉG kom til Hjaltlands á björtum og kyrrum apríldegi. Hjaltland og Orkneyar eru á sama breiddarstigi og norðurhluti Labrador, en þrátt fyrir það er þar mild veðrátta. Þang- að liggur kvísl af Golfstraumnum og vetur eru oft mildari þar heldur en um miðbik suðurhluta Englands. Reglulegar flugferðir eru frá Edin- borg og Glasgow til Hjaltlands og er maður þá ekki nema nokkrar klukku stundir á leiðinni. En ég hafði nú enga löngun til þess að heimsækja þessar gömlu víkingastóðvar á þann hátt. Eg fór því sjóleiðis eins og vík- ingarnir, tók mér far með skipi frá Aberdeen. Leirvík var það fyrsta sem ég sá á Hjaltlandi. Húa er höfuðborg þar og mesta byggð. Hún reis á legg á 17. öld og húsin standa fram í sjó- inn, svo að bárur gjálfra undir þeim. Gistihúsið er þannig byggt og það getur komið fyrir að gestirnir vakni um miðja nótt við að bárur skella á húsinu. Norræn örnefni eru hér tengd við flesta staði og norræn funga var töl- uð hér fram til loka 18. aldar. Hjalt- lendingar telja Skotland meðal út- landa og bóndi á Orkneyum sagði mér frá því, að í stríðinu hefði þrír synir sínir gegnt herþjónustu erlend- is, einn í Kanada, annar í Afríku og sá þriðji í Aberdeen! Margir Hjalt- lendingar hafa aldrei til Skotlands komið. Frá Hjaltlandi er álíka langt til Bergen í Noregi og Aberdeen á Skot- landi. Norrænu jarlarnir, sem réðu yfir Hjaltlandi um þrjar aldir, töldu þessar skóglausu, grasi vöxnu eyar norrænt land. Þaðan fóru þeir her- ferðir til Skotlands, sem þeir kölluðu Suðurland, og svo heitir enn nyrzti hluti Skotlands (South Land). Rögnvaldur jarl, sem hóf byggingu dómkirkjunnar í Kirkwall á Orkn- eyum, var sægarpur mikill og hon- um óx ekki í augum að sigla til Spán- ar, Gyðingalands og Miklagarðs. — Eyaskeggjar eru komnir af þessum harðgjöru norrænu sægörpum, en þó rennur einnig skozkt blóð í æðum þeirra, því að fjöldi manns frá Skot- landi fluttist norður yfir Pettlands- fjörð og settist þar að, áður en ey- arnar voru lagðar undir skozku krún una 1472. En það varð með þeim hætti, að Danakonungur setti þær að veði fyrir heimanmundi Margrétar dóttur sinnar, en hún giftist Jakob III. Skotakonungi. Heimanmundur- inn átti að vera „60.000 flórínur rínskar“, en Danakonungur gat ekki greitt hann, og þannig fellu eyarnar undir Skotland. SÍLDARBÆRINN Leirvík var einu sinni mesti síld- arbær Skotlands. Þá unnu þar stund- um 20 þúsundir manna við síldveið- arnar. „Ég man eftir því þegar eg var drengur“, sagði gamall sjómaður við mig, „að þá lágu síldarskipin svo þétt hérna í sundinu, að það hefði nærri því mátt ganga á þeim út í eyna þarna“. Hann benti á grænan hólma utan við höfnina. „Þau komu úr öllum áttum, frá Þýzkalandi, Rúss landi, Hollandi og Frakklandi. En nú er þessu lokið“, og hann andvarpaði mæðulega. Það voru gufuskipin, sem útrýmdu gömlu reknetjaskipunum. En nú eru dísilskip aftur að útrýma þeim. Þessi nýu skip eru ódýrari í rekstri og þau geta veitt með dragnót, þegar síldin er ekki við. Leirvík er því enn mik- ill fiskibær. Þeir fluttu út fisk þar fyrir 772.000 Sterlingspund árið 1952. Á aðalgötunni í Leirvík eru engar gangstéttar. Menn verða að reyna að skjótast inn í húsasund eða fordyri, • ef þeir mæta bíl, en að vísu eru bíl- arnir fáir. Á laugardögum er mikil mannaferð um göturnar, því að þá fara allir í búðir að versla. Þar eru margar blómlegar verslanir og eru sumar þeirra orðnar aldagamlar. Fyr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.