Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 6
58
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Drykkjuskapur Frukku
Eftir ERNEST RAYNAUD, ritstj.
bakka fyrir fjórum klukkustund-
um. Mér var sagt að þeir hefði
gert ráð fyrir að fara ekki lengra
en að 'Þjórsá um kvöldið. Ég
gleypti í mig mat og rauk svo á
stað á eftir þeim. Ég náði þeim í
Pörtunum, þar höfðu þeir búið um
sig í fjárhúsum. Þarna var ferja á
Þjórsá á þeim árum.
Ég var nestislaus en karlarnir
bentu mér á að ég mundi geta
fengið mat hjá einhverri kerlingu,
sem ég man nú ekki hvað þeir
kölluðu. Ég fer heim til hennar og
bið hana að selja mér þó ekki sé
meira en fjórar flatkökur, því að
ég sé matarlaus. Hún hnussaði við
og kvaðst ekkert mjöl eiga, aðeins
ómalaðan rúg. Ég bauðst til að
mala, ef hún vildi baka.
„Það þarf nú að hnoða þær líka“,
sagði hún, en fór samt og sótti
komlúku í tréskál. Ég malaði, hún
hnoðaði og bakaði og þarna fékk
ég fimm eða sex kökur. Svo spurði
ég hvað ég ætti að borga.
„Það veit ég ekki", sagði hún,
„ég hefi aldrei selt kökur og þú
verður að verðleggja þær sjálf-
ur“.
„Þér þykir máske lítið að ég
borgi 4 aura fyrir kökuna?“ spurði
ég. Hún varð vandræðaleg og vissi
ekki hvað hún átti að segja. „Jæja,
ég skal þá borga þér 30 aura fyrir
þær allar, svo að þú verðir skað-
laus“, sagði ég. Hún var ekki svo
óánægð með það.
Nú fer ég til piltanna, en þá
voru þeir lítið betur staddir en ég,
því að þeir áttu ekkert viðbit. Ég
legg því aftur á stað og hitti kerlu
mína að nýu og spyr hvort hún
geti selt mér eitt pund af smjöri.
Jú, það var engin fyrirstaða á því.
Ég borgaði henni það vel. En þeg-
ar ég kom til félaga minna og þeir
sáu smjörið, urðu þeir eins og
hungraðir úlfar og átu allar kök-
urnar út úr höndunum á mér.
Daginn eftir fórum við á ferju
EKKERT er jafn napurt og þurrar
hagskýrslur. Þegar þú rekst á öl-
kátan mann á götunni, verður þér
á að brosa. En þegar þú sérð í
hagskýrslum, að drykkjuskapur er
meiri í landi þínu en annars staðar,
þá roðnarðu af skömm og við-
bjóði.
í Frakklandi er áfengisneyzlan
27 lítrar á ári á mann, — 27 lítrar
af hreinum vínanda á hvern ein-
asta mann, karla, konur og börn.
Að vísu er þarna talið með það
sem erlendir ferðamenn drekka, og
það er ekki svo lítið. En til sam-
anburðar má geta þess, að í Finn-
landi er áfengisneyzlan á mann
0.87 úr lítra.
Áfengisverslunin er stór atvinnu-
grein í Frakklandi. Árið 1939 var
yfir Þjórsá og man ég svo ekki
eftir að neitt gerðist fyr en við
komum í Skiphelli undir Höfða-
brekkufjalli. Um þær mundir var
hertur allar vertíðarfiskur í Mýr-
dal. Fyrst var hann kasaður, og
þegar hann hafði spýtt sjónum var
hann breiddur á grindur eða
hengdur upp í hella. Ólafur Páls-
son umboðsmaður á Höfðabrekku
þurkaði sinn vertíðarfisk í Skip-
helli. Hellirinn er stór og nú var
þar rá við rá með fiski, en allur
var hann grútmaltur. Þarna réð-
umst við á stóran þorsk, rifum
hann úr roði og átum upp til agna,
því að við vorum svangir. Við
hnupluðum þessu óhræddir, og
okkur hefði staðið á sama þótt
Ólafur hefði komið að okkur, hann
hefði ekki séð eftir fiskinum.
\ Árni Óla skráSi.
í París ein drykkjustofa handa
hverjum 67 íbúum og ein sundhöll
handa hverjum 75,000 íbúum.
Eigum vér að taka fleiri dæmi
úr hagskýrslum? Árið 1950 eyddu
Frakkar 6,430 billjónum franka
fyrir áfengi. Ef allir væri bindind-
ismenn, þá mundu þeir geta veitt
sér allt sem þeir girnast fyrir
þe^sa.upphæð — íbúðir, sjónvarps-
tæki, fallbyssur, flugvélar, kjarna-
sprengjur o. s. frv. En þá mundu
líka átta milljónir manna fara á
vonarvöl, því að fimmti hver mað-
ur í Frakklandi lifir á framleiðslu
og sölu áfengis.
Þótt áfengisneyzlan hafi verið
mikil, fer hún ört vaxandi. Hvað
eftir annað hefir læknaráðið varað
við þessari hættu. Seinast í sumar
benti læknaráðið á, að drykkju-
skapurinn í landinu væri þjóðar-
voði og skoraði á þing og stjórn að
hefjast handa gegn honum.
Það var eins og að klappa harð-
an steininn. Aðeins þrisvar sinnum
hefir franska stjórnin reynt alvar-
lega að stöðva drykkjuskap. í
fyrsta skifit í þýzk-franska stríðinu
1870—71; í öðru sinni í heimsstyrj-
öldinni fyrri og í þriðja sinn í
heimsstyrjöldinni seinni.
En þegar ekki er stríð, þá hvet-
ur stjórnin þjóðina til að drekka
sem mest. Hvers vegna? Vegna
þess hve mikið er framleitt af
áfengi í Frakklandi.
Það eru ekki nema nokkrar leið-
ir til þess að losna við þessa miklu
framleiðslu. í fyrsta lagi getur
stjórnin hvatt almenning til að
drekka meira. í öðru lagi getur hún
hækkað áfengisskammt hermanna.
Áfengisskammtur þeirra er nú