Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 10
62
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
vaxandi og í öllum 48 ríkjum Banda-
ríkjanna og Kanada er mjög sótzt
eftir Hjaltlandshestum. — Verðið er
hátt og fer hækkandi. A markaði í
Missouri var seldur foli í vor fyrir
4000 dollara og hryssa fyrir 1525
dollara. I Bandaríkjunum eru rúm-
lega 2000 hrossaræktarstöðvar, en
þær geta ekki annað eftirspurniuni
að Hjaltlandshestum. og þó er það
kyn hið fimmta hæsta í röðinni af
öllum þeim hrossakynjum, sem þar
eru ræktuð.
Ég hitti gamlan hrossakaupmann
skammt frá Leirvík og spurði hann
hvernig á því stæði að Hjaltlands-
hesturinn væri svo smár vexti.
„Það er vegna þess að hann hefur
lifað á útigai\gi og á slæmum högum
um aldir,“ svaraði hann. „En farðu
með þá eitthvað suður á bóginn og
fóðraðu þá vel, og þá skaltu sjá að
þeir verða jafn stórir frændum sin-
um. En nú hafa þeir tekið upp nýan
sið,“ bætti hann við brosandi, „þeir
eru farnir að fljúga. Seinasti hópur-
inn, sem Bandaríkjamenn keyptu,
fór heðan flugleiðis fyrir skemmstu.
Og amerískir flugmenn, sem tóku
þátt í heræfingunum í fyrra, fluttu
hesta heim með sér í flugvélum sín-
um.“
A Hjaltlandi eru einnig litlar kind-
ur, gráar, svartar, skræpóttar og
„moorit“ (mórauðar). Þær ganga úti
allan veturinn eins og hestarnir, og
lifa mest á fjörubeit. Ullin af þeim
er ágæt. Bezt er hún á hálsinum og
aftur á bóga og úr þeirri ull vinna
konurnar hin svokölluðu kniplinga-
sjöl sín. Þau eru svo fín, að hægt er
að draga þau í gegn um einbaug. Ung
stúlka gerði sér eitt slíkt sjal nýlega
til þess að bera á giftingardegi sín-
um, og annað var sent Elisabetu
drottningu í afmælisgjöf þegar hún
varð 21 árs að aldri.
Fjárhundarnir á Hjaltlandi eru
einnig litlir, með langt og mjótt trýni
og standeyru. Þeir eru mjög vitrir og
kallast „toonie dogs“ (túnhundar),
vegna þess að bændur láta þá verja
túnin fyrir sig. Það ei sagt að þeir
sé svona litlir vegna „erils og
áhyggju".
Á HEIMSENDA
Hjaltlandseyar eru um 100 að tölu,
en sumt er aðeins hólmar og sker.
Byggð er á 24, þar á meðal hinum
yztu, Fagurey, Fugley og Papa Stour.
Þangað á póstferja að fara einu sinni
á viku, en oft falla ferðír niður vegna
stórviðra.
Það var mikið um að vera á Fugl-
ey sumarið 1936, því að þá kom
Michael Powell þangað með leikara-
flokk til að taka kvikmyndina „Á
heimsenda“ („The Edge of the
World“). — Þá birtu skozku blöðin
margar greinar með stórum fyrir-
sögnum um þrautir leikaranna, eink-
um er þeir urðu þar veðurtenptir.
En slíkt er daglegur viðburður hjá
eyarskeggjum á Fugley og hefur
enginn fárazt út af því.
Sumir halda að það sé Fugley, sem
Rómverjar nefndu Ultima Thule. —
Þeir gátu vel hafa séð hylla undir
fjallið Kame á Fugley. sem er 400
metra hátt, er þeir voru staddir á
Vesturey í Orkneyum. — Fugley er
fræg fyrir þetta fjall eða klett, sem
hæstur er á Hjaltlandseyum, og eins
fyrir það að þar er sérstök tegund
af hagamús, örlítilli en með stórt
nafn: Apodemus flavicolles thuleo.
Mörg ævintýr gerast á eyum þess-
um og má þar nefna söguna um Betty
Mouat. Þessi kona var rúmlega hálf-
sjötug, en hin ernasta og átti heima
á Scatness. Og hinn 30 janúar 1886
lagði hún á stað þaðan með skút-
unni „Columbine“ og var förinni
heitið til Leirvíkur. Þau voru aðeins
tvö á skipinu, formaðurinn og hún.
Á leiðinni hrepptu þau ofsastorm og
hafrót og í þeim sviftingum fell for-
maðurinn fyrir borð og drukknaði.
En Betty var komin af hinum gömlu
norrænu víkingum og sægörpum, og
hún lét ekki hugfallast þótt hún væri
nú ein á skútunni. Eftir langa hrakn-
inga í stormi og stórsjó náði hún
landi í Lepsöy í Noregi, — Þar bar
skútuna inn á milli kletta og það
bjargaði því að hún b.'otnaði ekki í
spón. Betty andaðist árið 1913 og
muna margir eftir henni.
Önnur saga er um „fangann á
Papa Stour“. Hann hét Edwin Linds-
ay og var jarlsson og liðsforingi í
indverska hernum. Snemma á 19. öld
var hann dæmdur geðveikur, vegna
þess að hann vildi ekki taka áskorun
um einvígi og var þá gerður útlægur
til þessarar eyar. Hann sat þar í út-
legð í 26 ár.
s