Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1954, Side 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
67
Friðrik Eiríksson:
A flakki í Danmörk um jólin
KLUKKAN er 7 að morgni 22. des.
1953. Hópur skólafólks er að fara í
jólafrí frá Vallekilde Höjskole á Sjá-
landi, þar sem ég er nemandi á veg-
um Norræna félagsins. — Ferðinni er
heitið til Jótlands, þar sem einn skóla-
félagi minn hefur boðið mér að halda
jól heima hjá sér. Við förum með áætl-
unarbíl til Værstad, þar tökum við lest
til Slagelse og áfram til Krosseyrar. Á
Krosseyrarhöfn bíður ferjan, sem á að
ílytja okkur yfir Stórabelti til Ny-
borgar. — Með ferjunni er geisilegur
fjöldi farþega, er það aðallega skóla-
fólk og hermenn, sem eru að fara í
jólaleyfið.
Klukkan tæplega 5 komum við á
áfangastað. Er tekið mjög vel á móti
mér, alveg eins og væri ég einn úr
fjölskyldunni; ósvikin józk gestrisni.
Foreldrar skólafélaga míns eru bænda-
fólk, eiga allstóran búgarð og fjöldann
allan af svínum, kúm og hænsum. Ég
spyr bóndann hvað af þessu þrennu
gefi mestan arð. Það er misjafnt, segir
hann, stundum eru það svínin og stund-
um kýrnar eða jafnvel hænsin, svo
að útkoman verður jöfnust ef maður
hefur þetta allt hvað með öðru.
Á aðfangadag fer ég til kirkju með
heimilisfólkinu. — Kirkjan stendur í
miðju þorpinu, lítil, mjög gömul bygg-
ing. Hún er troðfull. Ræða prestsins er
stutt, en ákveðin. Hann leggur meðal
annars fram þá spurningu, hvers vegna
kirkjan sé aðeins þéttsetin á jólum og
öðrum stórhátíðum, hvort kirkjugestir
komi aðeins til kirkju á jólunum til
þéss að drepa timann, meðan jólagæsin
sé að steikjast heima í ofni!
Þegar heim er komið eftir messu,
bíðúr jólamaturinn eftir okkur. Síðar
um kvöldið er gengið í kring um jóla-
tréð og sálmar sungnir, alveg eins og
tiðkast heima á íslandi.
Á annan jóladag held ég svo aftur
á stað, suður á bóginn til Ribé. Er það
elzti bær á Jótlandi, með um 6 þús.
íbúa. Þarna býr donsk frú, sem var í
kaupavinnu hjá foreldrum mínum í
Borgarfirði, fyrif meir en 20 árum. —
Þau hjónin taka mjög vel á móti mér,
eins og reyndar allir Danir gera, hvar
sem ég kem. Þau sýna mér hinn gamla
bæ. Þar kveður mest að dómkirkjunni,
þeirri elztu í Danmörku. Árið 1949 var
haldið upp á 1000 ára afmæli hennar,
svo að vel er hún komin til ára sinna.
Ég geng upp í turninn, 242 þrep voru
það ef mér hefur ekki mistalizt. Þarna
er ágætt útsýni yfir bæinn og hið mar-
flata land umhverfis hann. Ég geng
alveg út að grindverkinu; úff! hvað
það er hátt niður á götu. Ég dreg mig
lítið eitt til baka, því það liggur við
að mig svimi; en útsýnið er fallegt héð-
an. Þarna er Vesturhafið, sem oft á
veturna kemur æðandi inn yfir landið
og veldur stórtjóríi. Þegar ég kem aftur
út á götu, verða fyrir mér mjög ein-
kennileg og gömul hús. Þetta þarna er
síðan 1704. Það er hlaðið úr leirstein-
um og bundið með þykkum bjálkum.
Er allavega útskurður og myndir skor-
ið í trén. Öll þessi gömlu hús eru frið-
helg. Lengra, neðar í bænum, rekst ég
á stóran staur, sem stendur einn sér.
Þegar ég kem nær sé ég að hann er
gildari en venjulegur símastaur, en
lægri. Á honum eru margir látúns-
hringar með tölum á, ártölum. Ég spyr
hvað þetta eigi að tákna. Vatnshæðar-
mælir, þegar Vesturhafið kemur æð-
andi yíir landið. Þarna hæst uppi er
ártalið 1825. Yngsta ártalið er síðan
1911. Þá hefur verið meir en meters
djúpt vatn, þar sem við stöndum á
götunni.
5. jóladag er ég á leið til Kaup-
mannahafnar, búinn að kveðja Jótland.
Rétt fyrir hádegi rennur lestin gegn
um Óðinsvé á Fjóni, fæðingarbæ H. C.
Andersens. Gaman hefði verið að skoða
sig um á slóðum þessa fræga mánns,
en það verður að bíða betrí tíma.
í Höfn fékk ég strax hótelherbergi.
Um kvöldið þegar ég labba eftir Strik-
inu, er allt í einu kallað „halió, landi“.
Ég átta mig ekkj strax, þvi að ég hef
ekki heyrt éitt ísienzkt orð siðan í
haust, áð undanskildu því, að rétt fyrir
jólin héyrði ég EIsu Sigiúss syr.gja í
utvarpið lagið Öli lckbrá- Jqeiá, en
þarna voru þá koœnar tvaw vmkonur
mínar úr flugvélinni, ferðafélagar frá
því i haust, þær sem eru á húsmæðra-
skólanum í Silkiborg. Þær ætla að vera
hér í Höfn yfir áramótin, eins og ég.
Á gamlárskvöld fórum við á íslend-
ingamót. Þar safnast saman íslenzkir
námsmenn og aðrir þeir, sem staddir
eru í Höfn. Þarna eru t. d. Gullfoss-
menn og þarna er einn af flugstjórum
Gullfaxa; ég man eftir honum síðan
hann flaug með mig til Nizza 1951. En
hvaða hópur er þarna, sem syngur svo
mikið? Það eru Færeyingar. Þessir
frændur okkar taka þátt í áramóta-
kveðju með okkur. Klukkan 12 á mið-
nætti flytur formaður íslendingafélags-
ins ávarp; síðan er sungið: „Nú árið er
liðið í aldanna skaut“; síðan skála
menn og skiftast á kveðjum. Klukkan
2 er skálað aftur, því að þá er árið
liðið heima á íslandi. Klukkan hér í
Danmörku er nefnilega 2 tímum á
undan klukkunni heima á íslandi.
3. janúar er ég svo kominn aftur út
í skólanrí, þar sem skólastjórinn og
kona hans taka alúðlega á móti mér.
Skólastjórinrí er íslandsvinur; heim-
sótti ísland síðsumars 1939, og lenti í
hrakningum á heimleiðinni, vegna
heimsstyrjaldarinnar, komst til Skot-
lands og þaðan með kolaskipi til Berg-
en í gegnum kafbátamergðina og því
næst með einhverju móti til Danmerk-
ur. En þetta er hans saga.
ur
VONASTJARNAN
Kaerlelksvonin hjarta hlý
hún er þessi stjarna,
sem að ljómar lengst af i
lifi mannsins barna.
Þegar skiman þrýtur hér
— það er Grimu sökin — j)
foldin hrímar, fatast mér,
fornu glimu tökin. ^
Orka min þó væri veik,
vissi á sumu takið. '))
Þreyttur eftir liðinn leik (?
leggst ég svo á bakið. ^
HJÁLMAR frá Hofr. ?
\