Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Síða 2
r 462 ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS til hér, og enginn kunnáttumaður til þess að fara með þau. En það er ýmislegt fleira heldur en hin almyrkvaða sól og „kór- óna“ hennar, sem fróðlegt og skemmtilegt er að athuga á þeirri örskömmu stund, svo sem hver á- hrif myrkvanin hefur á náttúruna, lifandi og dauða. Það hafa íslenzk- ir vísindamenn einnig rannsakað, því að hópur þeirra fór til Dyrhóla- eyjar í þeim erindum gagngert. At- hugulir alþýðumenn gæti þó einn- ig lagt þar ýmislegt til málanna, er að-gagni gaeti komið. SÓLIN slokknar og verður svört um hádag! Hvaða áhrif skyldi sú mikla og snögga breyting hafa á dýr og fugla? Mér lék meiri for- vitni á að kynnast því, heldur en að horfa á hina slokknandi sól. Hafði ég heyrt af fróðum mönnum getgátur, er stöppuðu nærri full- yrðingum, um að hin lifandi nátt- úra mundi verða skelfingu lostin, sjófuglar mundu flýja á haf út, landfuglar mundu halda að komin væri nótt og bældu sig niður, kvik- fénaður mundi hlaupa saman í hnappa. eða æða um eirðarlaus, kýr baulandi, hestar frísandi og kindrn- jarmandi. Ég gerði mér því ferð til Víkur í Mýrdal til þess að athuga þetta og seðja meðfædda forvitni. Þar átti myrkvinn að standa einna lengst, eða rúma mín- útu. Þar var hægt að athuga kind- ur, kýr og hesta, alifugla, sjófugla og landfugla. Þarna voru því hin beztu skilyrði til slíkra athugana. Hafði ég tryggt mér fyrirfram að- stoð manna, er vei þekktu daglega háttu skepnanna og fuglanna, og hlutu því að sjá manna bezt hver áhrif sólmyrkvinn hefði og hverj- ar breytingar yrði á venjulegum háttum þeirra. Ólafur Jakobsson frá Fagradal veitti mér aðstoð við að athuga ^ háttu bjargfuglsins. Hann er nú um sextugt og hefur um áratugi verið sigmaður þarna í fjöllunum. Er hann svo kunnur fyrir þá íþrótt sína, að hann var fenginn til þess að sýna bjargsig í Almannagjá á Alþingishátíðinni 1930. Hann er glöggur maður og greinagóður og eftir langa baráttu sína við björg- in þekkir hann allar venjur og kenjar fuglsins, sem þar býr. í Suður-Vík er stórt kúabú. Um morguninn voru kýrnar reknar í haga í hlíðarnar langt fyrir ofan þorpið. Þangað fór Jón Bjarnason og leit eftir þeim meðan á sól- myrkvanum stóð, frá því er hann byrjaði og þar til honum lauk. Jón hefur hirt þessa nautgripi og þekk- ir háttu þeirra allra eins og fing- ur á sér. Þorlákur BjÖrnsson bóndi í Eyar- hólum gerði það fyrir mig að hafa gát á hestum sínum úti í haga, all- langt fyrir utan Pétursey. Sá hann um að engin styggð kæmi að þeim um morguninn og gekk svo til þeirra í þann mund er myrkvinn hófst. Þarna voru og kýr hans og veitti hann háttum þeirra athygli líka. Börn sín stálpuð sendi hann til þess að gefa gætur að landfugl- um og kríum. Margir fleiri tóku og að sér að gefa hinni lifandi náttúru gaum og veittu mér síðar upplýsingar um hvers þeir höfðu orðið vísari. Þyk- ir mér rétt að segja hér frá þessu, í þeirri von að það geti orðíð til uppfyllingar öðrum athugunum. MYRKVINN var á miðvikudag. Á mánudaginn rigndi um suðvest- anvert landið, en á þriðjudag var dumbungsveður og þó úrkomulaust víðast. Þá fór ég austur ásamt fólki, sem var mér til aðstoðar. Út- litið var ekki gott. Á endlöngum Eyjafjöllum lá þoka ofan í miðjar hlíðar. í Vestmannaeyjar grillti að- eins við og við, og aðeins sást glóra í aeðgta tanga skriðjokulsms, þar sem Jökulsá á Sólheimsandi kem- ur upp. Eins var í Mýrdalnum, þoka niður í mið fjöll. En morguninn eftir var breytt um. Við vorum árla á fótum og þá skein sól á skafheiðum himni. Fjöllin umhverfis Vík, sem eru gró- in upp í eggjar, bar rök og dökk- græn við ljósbláan himin, en úti fyrir hið síkvika haf sólstafað og freyddi á svörtum fjörusandinum. Dýrlegt veður og dýrleg útsýn hvert sem litið var! Hiti var þegar mikill og fór hækkandi, svo hann var kominn yfir 30 stig móti sól. Það var gott og notalegt að njóta hlýrra og bjartra geislanna, og manni fannst það nær fjarstæða að hugsa sér að sólin mundi slokkna eftir stutta stund. En þó vissu all- ir, að einhvers staðar úti í hinu heiðbláa himindjúpi var hinn ó- sýnilegi máni og stefndi beint á sólina. Hefði hann verið sýnilegur, mundi svo hafa virst á þeim stað er við stóðum, að hann kæmi úr vestri og stefndi til suðurs, þvert á móti því sem hann er vanur. VIÐ Ólafur Jakobsson fórum austur að Vikurkletti í þann mund er sólmyrkvinn hófst. Klettur þessi er hátt og þverhnýpt bjarg, aðskil- inn frá sjálfu fjallinu efst með sprungu eða geil. En þótt klettur- inn sé svo brattur, er hann gróinn upp á eggjar, og er því grænn til- sýndar með brúnleitum blettum og rákum þar sem bergið kemur út úr gróðrinum. í þessum kletti og björgum þar um kring, eiga sér hundruð fýlunga hreiður og því taldi Ólafur þetta vænlegastá stað- inn til þess að athuga um viðbrögð fuglsins þegar-myrkrið dytti á. Við settumst þar sem kletturinn blasti bezt við. Fjöldi fugla var á svifflugi meðfram klettinum og yfir honum, en á syllum og gras- tóm sátu enn fleiri fuglar. Þarna var margróma og skrækróma sam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.