Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1954, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 463 Vík í söngur, eins og títt er þar sem fýll- inn á heima. Görguðu þó mest þeir er sátu, ef annar fýll ætlaði að setjast hjá þeim. Nú bruðgum við svörtum glerj- um fyrir augun og litum til sólar. Jú, það var engin falsspá að hún mundi sortna þennan dag. Hálf- kúlulaga skuggi var kominn á rönd hennar hægra megin og át sig lengra og lengra inn í hana. Það var engu líkara en að þessi skuggi ætl- aði að kljúfa sólina í tvennt, þyí að enn sýndist hann talsvert minni fyrirferðar en hún sjálf. Skjótt dró úr hita sólar, en birt- an virtist dvína lítið fyrst í stað. Þó'fór að koma annarlegur svipur á loftið, haf og hauður. Sjórinn virt- ist verða stálgrár, en loftið fékk á sig bleikan svip. Hinn sterkgræni litur í fjöllunum tók að leysast upp og blána, og sandurinn fyrir framan varð undarlega litverpur. Þegar hálf kringla sólar var myrkvuð, kólnaði óðum og tók að bregða birtu. Litirnir í fjöllunum breyttust nú einnig óðum og bar æ meira á bláa litnum, þó ólíkum fjallablama í fjarska, því að hann Mýrdal var ekki jafn hreinn, heldur líkari því að hann væri blandinn fleiri litum. Merkilegast var þó að Vík- urklettur, sem var rétt hjá okkur, tók líka að skifta lit og blána, eins og hann væri langt í burtu. Fyrst virtist græni liturinn fá á sig brún- leitan blæ. Síðan var eins og gegn- sæ bláleit slæða væri dregin fyrir, og að lokum sýndist kletturinn fjólublár á litinn. Þegar örlítil rönd var eftir af sólinni, sást skuggi tunglsins koma á sjónum vestan með landi. Og er hann kom á móts við Víkurklett blikaði á hafið þar fyrir austan, en skugginn sýndist mórauður í rönd- ina. Var það tilsýndar ekki ósvip- að straumskilum, þar sem berg- vatnsá fellur í mórautt fljót. En skugginn dökknaði óðum er vestar dró og varð bláleitari ,og út af Reynisdröngum virtist hann dökk- blár. Svo slokknaði sólin og varð svört ,svo að horfa mátti á hana berum augum.. En „kóróna“ henn- ar tindraði fagurlega og ekki varð aldimmt eins og margir höfðu átt von á. Það var rökkur, líkt og á síðkvöldi snemma í ágústmánuði. En þó var skíman öll önnur held- ur en þegar dagur er að kveðja. Hún var með undarlegum hætti og lit, og eins og einhvers konar líf FóJk í Vík horfir á sólina myrkvast. (Ljósm. Mbl.: Öl. K. M.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.